24.2.2008 | 19:59
Hinn íslenzki Þursaflokkur og Sr. Bjarni Þorsteinsson
Tekið af vef tónlist.is "Hljómplatan Hinn íslenzki Þursaflokkur kom upprunanlega út þann 2. október 1978. Lögin sem hér eru saman komin eru flest úr bók síra Bjarna Þorsteinssonar íslenzk þjóðlög, sem út kom fyrst á árinu 1906-1909, en aftur síðar á því blessaða þjóðhátíðarári 1974. Laglínur eru að mestu óbreyttar frá bók Bjarna en þar sem henni sleppir - og raunar ætíð þegar svo ber undir - leyfa Þursarnir sér að bregða á leik."
Ég átti ekki möguleika á að komast á tónleika þeirra Þursa í gær og græt enn. Það sem mér finnst mjög áhugavert er að í blogg færslu minni hér á undan er minnst á Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar og er ég viss að það eru ekki margir aðdáendur Þursanna sem vita af þessu merka safni. Ég vildi sjá þá félaga koma á næstu Þjóðlagahátíð á Sigló og halda tónleika það væri toppurinn á Þjóðlagahátíð allavega að mínu mati.
Tekið af plötuumslagi NÚTÍMINN en þar segir meðal annars.
"Þótt ekki virðist vera til mörg virkilega gömul íslensk þjóðlög, þá er til nokkur fjársjóður í íslenskum lögum frá fyrri tíð. Séra Bjarni Þorsteinsson, klerkur á Siglufirði á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu safnaði saman miklum fjársjóði í bók sem heitir Íslensk þjóðlög og kom fyrst út 1909, en var endurútgefin á þjóðhátíðarárinu 1974. bók þessi var biblía Þursanna á fyrstu tveimur plötum þeirra."
Það er okkur öllum ljóst sem áhuga hafa á þjóðlögum að Séra Bjarni vann afrek og með byggingu Þjóðlagaseturs þá er verið að varðveita þennan fjarsjóð og miklu meira því safnið býður meðal annars uppá sögu rímnakveðskapar svo eitthvað sé nefnt.
Það er nefnilega svo að mjög margir hafa áhuga á íslenskum þjóðlögum og öllu sem því viðkemur og langar mig að nefna sérstaklega Gunnstein Ólafsson snilling sem farið hefur fremst í flokki á þessari uppbyggingu.
Ég skora á alla þá sem áhuga hafa á tónlist Þursanna að kynna sér safnið og það sem það hefur uppá að bjóða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.