Leita í fréttum mbl.is

Nú verða stálskipin rifin og seld í brotajárn......

það var 82. bæjarráðsfundur í gær og var eins og svo oft áður mörg mál á dagskrá. Það er kannski helst frá því að segja að fulltrúar meirihlutans Jónína Magnúsdóttir D lista og Hermann Einarsson B lista Bjarkey Gunnarsdóttir H lista sat hjá samþykktu að bæjarstjóri gengi til samninga við JPP verktaka og samningur gerður með ákveðnum skilyrðum og til prufu í eitt ár. En fyrirtækið sér um að hluta niður stálskip og nýta úr þeim það sem nýtilegt er. Síðan er gossið selt til útlanda.

það verður að viðurkennast að í mínu brjósti eru miklar hræringar vegna þessarar starfsemi, og skal ég útskýra af hverju.

Í ljósi íbúafunda þá sjá flestir framtíð í ferðamennsku og er það vel t.d. skútusiglingar, sjóstangaveiði skemmtiferðaskip svo eitthvað sé nefnt,  hluti þessa ferðaiðnaðar kemur að hafnarmannvirkjum okkar.

Svo er hin hliðin, fyrirtækið verður með aðstöðu við höfnina og er þetta ekki beint sú þrifalegasta starfsemi sem um getur, en tekjur fyrir höfnina. Fyrir utan svo ákveðna þjónustu og útsvarstekjur af starfsmönnum fyrirtækisins. Og ekki veitir af á þessum tímum loðnubrests og togara útgerð löngu farin frá Siglufirði.

Ég vil ekki dæma starfsemi þessa fyrirfram og ætla ég svo sannarlega að vona að þetta gangi allt saman og geti farið saman. Sé fyrir mér þegar túristar koma og skoða Síldarminjasafnið og sjá það stórkostlega safn og sögu síldveiða við klakann, síðan er farið með túristana og þeim sýnd tóm og yfirgefin loðnuverksmiðjan og við hliðin á henni þá er verið að rífa niður skipin sem veiddu meðal annars loðnuna. Sem sagt upphafið og endirinn á SILFRI HAFSINS. Já svona gerast nú hlutirnir á eyrinni á 21. öldinni.

Einnig kom á fund bæjarráðs sveitarstjóri Norðurþings Bergur Elías Ágústsson og fór yfir stöðu mála við undirbúning álvers við Bakka og óskaði eftir stuðningi Fjallabyggðar, en Akureyri og Dalvíkurbyggð hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið. þar sem Bergur birtist óvænt og málið eingöngu til kynningar þá var ekki tekin afstaða á þessum fundi en það verður tekið fyrir n.k. fimmtudag.

Ég mun styðja þetta heilshugar enda mikilvægt mál fyrir svæðið þó verð ég að viðurkenna að ég var fylgjandi álveri á Dysnesi við Eyjarfjörð og voru vonbrigði mín mikil þegar sú tillaga var felld á Akureyri. 

Þeir sem vilja skoða fundargerðir sveitafélagsins skoðið þessa síðu www.fjallabyggð.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband