Leita í fréttum mbl.is

Álver á Bakka

Ég fékk í pósti á dögunum bækling frá Norðurþing og ber hann yfirskriftina

Framsækið Samfélag með álver á Bakka.

Bæklingur þessi vakti athygli mína fyrir margra hluta sakir, meðal annars þær upplýsingar og staðreyndir um fækkun starfa þarna kemur þetta fram svart á hvítu.

"það hefur verið gríðarlegur samdráttur á Norðausturlandi síðustu ár, einkanlega í fiskvinnslu og landbúnaði og því þarf að snúa við. Hér eru veruleg tækifæri fólgin í jarðhitanum sem nú er ónýtt auðlind, engum til gagns. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að nýta jarðhitann til heilla fyrir íbúa og uppbyggingu á svæðinu. Verði orkan ekki nýtt og íbúum Norðausturlands tryggð örugg vinna með álveri á Bakka munum við ekki búa við óbreytt ástand í framtíðinni, heldur mun þróunin halda áfram, íbúum fækkar, fyrirtæki hætta starfsemi og áframhaldandi búseta á svæðinu verður sífellt erfiðari fyrir þá sem þar búa." Helgi Kristjánsson, iðnrekandi á Húsavík

Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Ég var á sínum tíma fylgjandi því að álver yrði reist á Dysnesi við Eyjafjörð en það fórn eins og það fór. Ég styð íbúa Norðurþings í þessari framkvæmd hún mun hafa mikil áhrif á uppbyggingu svæðisins og eining ákveðin ruðningsáhrif fyrir Eyjafjarðarsvæðið.

það þurfa að verða áherslubreytingar í atvinnu uppbyggingu mjög víða á landsbyggðinni, ég ætla ekki að leggja að jöfnu þau áhrif sem ákvörðun HB Granda hefur á atvinnulífið á Akranesi og þau áhrif sem ákvörðun SVN hefur fyrir Siglufjörð þessu er ekki saman að jafna, bara landfræðilega séð fyrir utan allt annað, ekki má skilja þessi orð mín þannig að ég sé hlynntur ákvörðun HB Granda það er af og frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband