20.5.2008 | 12:04
Eru karlar á Íslandi einhver undartekning heimilisofbeldis?
Þetta er mjög merkileg könnun, ætli hafi verið gerð sambærileg könnun á Íslandi?
Mér hefur lengi vel fundist að öll umræða um karlmenn og ímynd af karlmönnum sé á frekar lágu plani. Sennilega ekki allir sammála mér í þessu, mér er minnisætt eitt atriði og er það úr Hellisbúanum.
þar fær leikarinn allan salinn til að hrópa karlar eru aumingjar karlar eru aumingjar og það tók allur salurinn undir já og karlar ekki síður en konur. Svo kom þessi spurning frá leikaranum hvað haldið þið að margir hafi tekið undir ef ég hefði sagt konur eru aumingjar konur eru aumingjar,,, ekki sála.
Mér finnst mikið til í þessu, sjáið alla þá skemmtiþætti sem eru í sjónvarpinu karlinn heimskur og þybbinn meðan eiginkonan klók gáfuð og í fínu formi... já svona er nú staða karlmann í heiminum í dag og alltof mörgum körlum er bara slétt sama...
![]() |
Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 22:03
Þann 20. maí á Siglufjarðarkaupstaður 90 ára kaupstaðarafmæli og 190 ára verslunarafmæli.
Þann 20. maí á Siglufjarðarkaupstaður 90 ára kaupstaðarafmæli og 190 ára verslunarafmæli og í tilefni dagsins þá verður hátíðarfundur hjá bæjarstjórn. Mikil dagskrá og verður eflaust gaman ég hlakka mikið til að taka þátt í þessum fundi og get sagt að nokkrar skemmtilegar afmælisgjafir verða gefnar. Má ekki segja meira að svo stöddu :)
Læt fylgja með dagskrá dagsins og svo verður gaman næsta laugardag en þá verða allskonar uppákomur á Siglufirði og verður meðal annars Ólafsfirðingum boðið uppá fríar rútuferðir. ég veit að vélhjólaklúbburinn Smaladrengir verða með fáka sína til sýnis við Olísstöðina svo eitthvað sé nefnt.... vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Dagskrá þriðjudaginn 20. maíKl. 13: 00 Bæjarstjórn og gestir fara í heimsókn í Leikskála og skoða þar vorsýningu barnanna.
Kl. 14 :00 Bæjarstjórn verður viðstödd þegar Landvernd afhendir Grunnskóla Siglufjarðar Grænfánann
Kl. 14:30 Opnuð verður sýning úr listaverkasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu.
Kl. 15:00 Hátíðarfundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Vorboðarnir syngja nokkur lög fyrir fundinn.
Laugardaginn 24. maí verður síðan afmælishátíð fyrir bæjarbúa og gesti þar sem íbúum Fjallabyggðar verður boðið til kaffisamsætis. Ýmislegt fleira verður gert til skemmtunar. Dagskrá verður auglýst síðar
18.5.2008 | 10:36
Lífið eftir göng að málþingi loknu.....
Eins og áður sagði þá var málþing í Tjarnarborg í Ólafsfirði í gær um lífið eftir göng, það voru um sextíu manns sem mættu og var það góð mæting. það komu rútur frá Siglufirði og Dalvík og voru þær vel nýttar, óhætt er að segja að málþingið hafi verði gott mörg mál rædd og skipts á skoðunum allt frá hugmyndum um friðlýsingu Héðinsfjarðar til námsframboðs í nýja framhaldsskólanum.
Málþingið var sett upp í þremur liðum, framsaga og svo pallborðsumræður....
1. Uppbygging atvinnulífs við utanverðan Eyjafjörð
2. Ferðaþjónusta til framtíðar
3. Framhaldsskólinn
Það urðu miklar umræður í öllum þessum liðum og framsögur mjög góðar, ég var mjög áhugasamur um framsögu Jón Eggerts Bragasonar verkefnisstjóra framhaldsskólans og Þorsteins Gunnarssonar rektor Háskólans á Akureyri. En þeirra erindi voru mjög góð og fróðleg. það er nú svo að vegna tímaskorts þá er ekki hægt að koma inná alla hluti en heilt yfir þá var yfirferðin mikil og góðar umræður, vonandi verða áframhaldandi umræður á íbúaþinginu sem sveitarfélagið stendur fyrir í september næstkomandi.
Eftir málþingið þá skruppum við ég og blikkarinn Tumi í heimsókn en blikkarinn er að vinna í verkefni og var smá vinnufundur og spjall. Að því loknu var ákveðið að skella sér á hammara í Höllinni hjá Bjarkey og var það hin ágætasti hammari.
það var nú reyndar staddur þar inni eftirlegu kind frá stórafmælisveislu frá kvöldinu áður hann hafði ekki ratað heim greyið og vildi endilega fá að ræða við okkur. Ég hef alltaf haft gaman af því að ræða við fólk allskonar fólk hvort sem það er edrú eða ekki. Skemmst er frá því að segja að þessi aðili hafði frá mörgu að segja og svei mér þá ef hann er ekki að gera hundruð milljóna samninga úti í heimi gangi honum sem best. Við tókum svo skoðunar rúnt um bæinn og síðan var haldið í vesturbæinn Lágheiðin góð en mikið verður gott þegar Héðinsfjarðargöngin verða komin í notkun.
17.5.2008 | 09:16
Lífið eftir göng......
Þá kom að því að ég gæfi mér tíma við tölvuna, en vegna anna á öðrum sviðum hef ég eki gefið mér tíma fyrir blogg og annað tölvustúss. Merkilegt nokk að vera nánast frá tölvu í nokkra daga, vont fyrst svo bara bestnar það nei nei segi nú svona. Ég er á leið í Ólafsfjörð um hádegi í dag en þar verður málþing um lífið eftir göng og standa að því framfarafélagið Lífsbyggðin lifi í samstarf við Snorra Pálsson framfarafélag Siglufirði ásamt fleiri aðilum. Athöfnin hefst kl 14:00 og er í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði þarna verða mörg og merkileg mál á dagskrá svo sem atvinnulífið við utanverðan Eyjafjörð framhaldsskólinn ofl ofl.
Ég var fengin að flytja mál um atvinnulífið í Fjallabyggð þróun og framtíð en ég vann skýrslu fyrir sveitarfélagið vegna þessara mála frá febrúar og fram í miðjan apríl. En það kom ósk frá forsætisráðuneytinu þess efnis að sveitarfélagið skilaði skýrslu til ráðuneytisins um stöðu og framtíðarsýn vegna atvinnumála í sveitarfélaginu. þetta er sambærilegt og svokallaða vestfjarðarnefnd og svo nú NV-og NAU nefnd sem voru að skila af sér greinagerð til iðnaðar og forsætisráðuneytis. Fjallabyggð verður svo tekin fyrir sérstaklega. Skemmst er frá því að segja að fyrirtæki og stofnanir eru tilbúin að taka að sér 50-90 störf strax. Það sem kom mér einna mest á óvart var öll sú jákvæðni og áhugi sem forsvarsmenn atvinnulífsins sýndu málinu, og þar af leiðandi ætti að vera auðvelt að sækja á hið opinbera með flutning starfa á svæðið.
En það eru fleiri störf en frá hinu opinbera sem hægt er og já eru að fæðast í sveitarfélaginu, nefni sem dæmi í ferðaþjónustu og iðnaði framleiðsla á fiskvinnsluvélum, plastbátum og slökkvibílum. Allt eru þetta fyrirtæki sem eru að vaxna og dafna og er það vel. það sem vekur athygli mína er að sú atvinnugrein sem báðir byggðarkjarnar hafa byggt að mestum sína afkomu á í gegnum tíðina er hverfandi þ.e.a.s. fiskvinnsla og veiðar þetta er að mínu mati merkileg þróun. Ég ætla ekki að fara nánar útí það hér hverjar ástæðurnar eru en engu að síður merkileg þróun....
En nú er það framtíðin sem við horfum til og eigum við að vera ófeimin fyrir nýjum hugmyndum og tækifærum í atvinnulífi, og höfum hugfast að hugmyndir eru til alls fyrstar eins og svo mörg dæmi sanna. Vonast til að sjá sem flesta í Ólafsfirði í dag.
Svona að lokum þá get ég ekki sleppt því að nefna að á Siglufirði er heiðurskonan Elín Jónsdóttir 100 ára varð það í gær og heldur uppá afmælið í dag. Bæjarstjórn ákvað að gefa henni 40 manna tertu og 15 þús, krónur inná bók en hún hefur helgað líf sitt hjálparstarfi ABC og vildi engin blóm. Elín er mér í fersku minni þar sem hún bjó ásamt Óskari manni sínum á Suðurgötunni, en þau ræktuðu rófur og voru með hænsni. Verst þykir mér að geta ekki verið á staðnum en svona er nú lífið það er ekki hægt að vera allstaðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2008 | 10:21
Málverkasýning Morthens og Paul
Ég skrapp á myndlistarsýningu hjá ungum listamönnum á Siglufirði í gær. Þar sýndu þeir Bergþór Morthens og Paul Lajeunesse verk sín í gær í vinnustofu þess fyrrnefnda. Góð aðsókn var þann stutta tíma sem sýningin var opin.Ég hef fylgst með Bergþóri Morthens úr fjarlægð vinna að list sinni en það er ekki langt síðan hann og hans kona fluttu til Siglufjarðar og keyptu hér fallegt timburhús í miðbænum og hafa klárað að gera upp.
Bergþór innréttaði það með möguleika á vinnustofu og sýningarsal og verð ég að segja að það hefur tekist mjög vel. Bergþór komst ansi vel að orði þegar við tókum tal saman í gær og sagði eitthvað á þá leið að Siglufjörður væri að verða listamannabær og svo töldum við upp alla þá listamenn sem eru með vinnustofur í miðbænum, við vorum sammála um að það eru ekki margir bæir á Íslandi sem státa af svona góðum miðbæ eins og er á Siglufirði þökk sé Sr. Bjarna Þorsteinssyni.
Ég hef nefnt það áður á blogginu að listafólk sem hefur komið hingað og unnið að sinni list hefur tekið ástfóstri við staðinn og má svo sannarlega segja að það gildi fyrir Paul en hann kom hérna og dvaldi í Herhúsinu og nú vill hann setjast hér að.
Það eru nokkrar myndir frá sýningu þeirra félaga á www.sksiglo.is
Í gær var fermt í Siglufjarðarkirkju og verður fermt aftur í dag, dagurinn í dag er glæsilegur sól og vor í lofti ég óska öllum þeim sem eru að fermast og aðstandendum til hamingju með daginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 10:36
Evrópa-Siglufjörður
Ég fór í gærkvöldi á fyrirlestur hjá Stefáni Má Stefánssyni prófessor í Evrópurétti, en hann var haldinn í Lionshúsinu á Siglufirði. Óhætt er að segja að eftir þennan fyrirlestur þá er ég og aðrir þeir sem þarna voru eru margs fróðari um ESB.
Stefán kom inná mjög mörg atriði sem mér voru algerlega ókunnug ég ætla ekki að fjalla neitt sérstaklega um einstök málefni en það var þó eitt sem vakti mikla athygli mína en það var það sem Stefán nefndi um allskyns undanþágur frá reglugerðum ESB.
Hann tók sem dæmi undanþágu frá hvíldartíma bifreiðastjóra sem samgönguráðherra er að sækja um. Taldi Stefán það enga möguleika að undanþága væri gefin frá slíku og færði rök fyrir því, þá spyr maður sig hvaða stefnu mótmæli bifreiðastjóra taka eftir að þeim verður það kunnugt?
Eftir að hafa hlustað á prófessor í Evrópurétti og hlustað svo á margann pólitíkusinn ræða aðild að ESB þá ráðlegg ég þeim sem áhuga hafa á málinu að kynna sér það á eigin forsendum því miður þá eru margir stjórnmálamenn að steypa þvílíkt að mér verður hreinlega óglatt.
Stefán hafðu þakkir fyrir og einnig þeir sem stóðu fyrir þessum fyrirlestri.
10.5.2008 | 10:15
Þarf hann þá ekki að skipta um lið?
Aumingja Steven Gerrard ef hann ætlar að vinna Englandsmeistaratitilinn þarf hann þá ekki að skipta um lið? Það er ekki að gerast að Liverpool sé að blanda sér í baráttuna um þann titil og hefur ekki gerst undanfarin 18 ár. Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir eins góðan leikmann og Gerrard er að hafa ekki landa Englandsmeistaratitlinum.
Ég sé ekki fyrir mér að ég fari nokkurn tímann frá Liverpool en ég vil ekki líta um öxl og segja að ég hafi aldrei verið í baráttunni um titilinn, segir Gerrard.
![]() |
Steven Gerrard: Í titilbaráttu á næsta tímabili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 08:05
Setja skal í lög að konum sé fullnægt af eiginmönnum....
Ja hérna hér, ég rakst á þessa grein á www.eyjan.isog verð að segja að þetta vekur forvitni mína. Hvernig er málum háttað í Eucador gagnvart konum er litið á þær eingöngu sem kynverur og þær eigi bara að hugsa um börn og heimilið, og lifi ekki eðlilegu kynlífi. Spyr sá er ekki veit, gaman væri að heyra sjónarmið þeirra sem þekkja til mála í Eucador. Ég velti líka fyrir mér hvernig á að vera hægt að sanna það fyrir rétti að fullnæging hafi ekki fengist????
Vinstrisinnuð stjórnmálakona í Ecuador, María Soledad Vela, hefur lagt fram frumvarp um að konur hafi rétt til kynferðislegrar fullnægju með eiginmönnum sínum.
Þær sem ekki lifa fullnægjandi kynlífi með eiginmönnunum geta lagt fram kærur, samkvæmt tillögunum.
Í upphafi gengu kvenréttindasjónarmið út á réttinn að lifa lífinu frjáls, en lögin vinda upp á sig og varða nú menntun, atvinnu, húsnæði og margt fleira.
Nú vill María Soledad Vela bæta kynlífinu við.
Vela tilheyrir stjórnmálaflokknum PAIS og hefur verið virk í mannréttindabaráttu í landi sínu. Hún segir litið á konur í Ecuador sem kynverur eingöngu og til að hugsa um börn og heimili. Nú vill hún að þær láti í sér heyra hvað varðar kynlífið.
Stjórnarandstaðan gefur ekki mikið fyrir tillögurnar og segir þær fáránlegar. Persónulegt líf fólk eigi ekki að draga fyrir dómstóla.
6.5.2008 | 23:31
Grænlensk matreiðslubók fær alþjóðleg verðlaun
Sá þetta á vef www.norden.org og vakti strax athygli mína.
Grænlenska matreiðslubókin Igaassat uppskriftir, sem Anne Sofie Hardenberg tók saman, hefur fengið mikilsvirt alþjóðleg verðlaun. Matreiðslubókin hlaut þriðju verðlaun í stóru matreiðslubókasamkeppninni, Gourmand Awards, sem haldin var í apríl.
Matreiðslubók Hardenberg keppti í flokki matreiðslubóka eftir kvenkokka. Keppt var um verðlaun í 40 flokkum og tóku samtals 26 þjóðir þátt í keppninni.
Hefðbundnar grænlenskar uppskriftirnar í matreiðslubók Hardenberg eru að mestu byggðar á réttum úr laxfiski, loðnu og selkjöti. Grænlenska bókaútgáfan Atuakkiorfik gefur bókina út.
Anne Sofie Hardenberg vinnur ötullega að því vekja athygli á og glæða áhuga fólks á grænlenskum mat og hráefni, ekki síst á alþjóða vettvangi. Hún hefur skrifað fjölmargar matreiðslubækur og tekist vel að vekja áhuga á grænlenskum mat í fjölmiðlum.
Hardenberg er jafnframt einn af matarsendiherrum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir áætlunina Nýr norrænn matur og matargerðarlist. Markmiðið með áætluninni, sem hrint var af stað haustið 2006, er að kynna norræna matargerðarlist og gæði norrænna matvæla og samhliða því að vekja athygli á hönnun og ferðaþjónustu sem tengist mat. Norrænu ríkisstjórnirnar vinna að því að gera Norðurlönd sýnilegri á gnægtaborði heimsins, og verja í þeim tilgangi 23 milljónum danskra króna til verkefnisins.
Nýr norrænn matur og matargerð: http://www.nynordiskmad.org/
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 21:01
Fjölhæfur starfsmaður Metrostav
Óhætt er að segja að einn af starfsmönnum METROSTAV sem er verktaki við gerð Héðinsfjarðargangna er með næmt auga fyrir fallegu myndefni og hefur hann farið á kostum við myndasmíði sína hérna í Fjallabyggð.
Ég rakst á þessa grein á www.sksiglo.is í dag en þar eru þessar fallegu myndir eftir hann sem er í daglegu tali er kallaður Angel en heitir Václav Anděl
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested