Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þjóðin þarf á svona "frumkvöðlum" dugnaðrfólki að halda í dag,,

Siglfirðingur 7. ágúst 1942
SVEINN BENEDIKTSSON:
Tuttugu og fimm ára starfsafmæli
Óskars Halldórssonar, frumkvöðuls að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins.



Hinn 10. júní s.l. voru ár liðin 25 síðan Óskar Halldórsson hóf fyrst starfrækslu sína hér i Siglufirði. Hann kom hingað öllum ókunnur í þeim tilgangi að kaupa hér þorskalifur og bræða hana sjálfur, áhöldin hafði hann með sér, en þau voru 2 lifrarbræðslupottar, 10-15 tóm föt, dixill og drifholt.

Auk þess hafði hann í fórum sínum nokkur hundruð krónur peningum. Strax sama morguninn og hann kom, keypti hann lóð fyrir 300 krónur af Bessa gamla, við Álalækinn, undir lifrarbræðsluskýlið, keypti í það efni, fékk smið til að reisa það, og um kvöldið var "fabrikkan" komin upp og í fullum gangi.

Óskar gerði sjálfur allt í senn, keypti lifrina í samkeppni við Helga Hafliðason og Gránu, sótti hana á stöðvarnar um alla eyrina og inn undir Bakka, bræddi hann og setti lýsið á föt og var sinn eiginn beykir. Lifrina varð hann að flytja til "fabrikkunnar" með þeim hætti, að setja hana á fat og velta þeim síðan eftir bryggjum og blautum götunum að bræðsluskýlinu, því að um vagna, og því síður bíla, var ekki að ræða á þessum tíma, til slíkra flutninga. Óskar vann bug á öllum örðugleikum, fékk mikla lifur að bræða, réði sér aðstoðarmann við bræðsluna og hafði af henni allgóðan hagnað

Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan þetta gerðist. Óskar Halldórsson hefir meiri hluta þess tímabils verið einn helsti atvinnurekandi á Siglufirði. Hann hefir rekið síldarsöltun og útgerð í stórum stíl, og frystingu á beitusíld í stærri stíl en nokkur annar.

Hann keypti stöðina í Bakka, ystu stöðina við fjörðinn. Þar brotnuðu bryggjurnar og söltunarpallarnir árlega. Umfram þau vandræði, sem aðrir áttu við að stríða, og mörgum riðu að fullu, varð Óskar, eins og Egill Stefánsson hefir komist að orði: “að byggja nýja síldarsöltunarstöð árlega", og var það sannarlega ekki heiglum hent á þeim árum.

Hann hefir átt drjúgan þátt í byggingu og rekstri íshúsa og hraðfrystihúsa í Siglufirði, Ólafsfirði, Reykjavik, Sandgerði og Vestmannaeyjum. - Hann lét byggja hafskipabryggjuna í Keflavík. - Allt þetta nægir til þess að setja Óskar á bekk með athafnamestu mönnum á landinu.

Óskar hefir tekið mestan þátt í þeim hluta atvinnuvega landsmanna, sem voru áhættusamastir fjárhagslega, síldarsöltun og síldarútgerð, enda hefur hann oft átt við mjög mikla fjárhagsörðugleika að stríða. En hann hefir aldrei látið hugfallast. -

Óskar er allra manna hugkvæmastur, og sér alltaf aðrar leiðir út úr ógöngunum. Óskar hefir ekki aðeins fundið leiðir til þess að geta haldið rekstri sjálfs sín gangandi þau mörgu kreppu- og vandræða ár, sem hann hefir verið atvinnurekandi og koma honum á réttan kjöl, heldur hefir hann einnig fundið úrræði fyrir aðra.

Allir sáu það vandræða ástand, sem ríkti í síldarútvegi landsmanna, meðan hann byggðist eingöngu á síldarsöltunni og hinum smáu síldarbræðslum útlendinga. Þeir, sem við útveginn fengust, urðu flestir gjaldþrota annað eða þriðja hvert ár. Enginn sá leiðina út úr ógöngunum fyrr en Óskar Halldórsson.

Hann, lagði, vorið 1924, fram tillögur sínar til úrbóta í ítarlegri blaðagrein, sem hann birti í dagblaðinu Vísi í Reykjavik. þar leggur Óskar til, að ríkið reisi síldareiksmiðjur, sem taki við síldinni til vinnslu af framleiðendum, sjómönnum og útgerðarmönnum og greiði sannvirði fyrir hana, miðað við afurðaverð og vinnslukostnað. Óskar fylgdi málinu fast eftir, ritaði um það margar greinar og ræddi um það á fundum útgerðarmanna og Fiskifélagsins.

Þótt málið mætti mikilli mótspyrnu frá fyrrverandi forseta Fiskifélagsins og tómlæti hjá öðrum, tókst Óskari fljótlega að vinna marga áhrifamenn til fylgis við málið, þar á meðal Magnús heitinn Kristjánsson, síðar ráðherra. Hann bar fram þingsályktunartillögu um rannsókn málsins árið 1927.

Rannsóknin var síðan falin Jóni heitnum Þorlákssyni, sem leysti hana fljótt og vel af hendi. Lögin um byggingu fyrstu síldarverksmiðju ríkisins voru samþykkt 1928 og verksmiðjan reist 1930.

Ég fullyrði. að án frumkvæðis og íhlutunar Óskars Halldórssonar hefði þessi fyrsta ríkisverksmiðja ekki verið reist á þessum tíma, og þar sem þá fóru krepputímar í hönd, sé algerlega óvist, hvort orðið hefði úr byggingu ríkisverksmiðjanna, enn sem komið væri, ef ekki hefði þá verið riðið á vaðið.

Með þessu frumkvæði sínu hefir Óskar Halldórsson unnið síldarútvéginum og þjóðinni í heild, ómetanlegt gagn. Fyrir þetta afrek verður nafn hans skráð efst á blaði, er þeirra verður minnst. sem unnið hafa að framförum og eflingu síldarútvegsins síðustu 25 árin.

Óskar Halldórsson festi í fyrra kaup á þeim hluta Bakkevig stöðvarinnar gömlu, sem enn var eftir, og nú fyrir skömmu hefir hann keypt íshúseignina af Ásgeiri Péturssyni fyrir 300 þúsund krónur. Hann er nú búinn að fá leyfi ríkisstjórnarinnar til þess að reisa á þessum stað nýja síldarverksmiðju með 5.000 mála afköstum á sólarhring.

Ég vil að lokum óska þess, og ég veit að ég mæli fyrir munn margra, að Óskari takist að koma upp þessari nýju verksmiðju, og að hún verði honum jafn gagnleg, að sínu leyti, og ríkisverksmiðjurnar, - sem byggðar voru samkvæmt tillögum hans, hafa orðið öðrum.

Tekið af gamla vef www.sksiglo.is



FRÍSTJÓRNIN

Ég held að ekkert annað nafn komi til greina á þessa ríkisstjórn, þingforseti er mikið upptekin af því að vera í fríi. þetta er með eindæmum að flokkar sem tala um norræna velferðastjórn geti forgangsraðað málum með eins ÖMURLEGUM hætti og raun ber vitni.

Trúi ekki öðru en þeir sem haga sér svona fái sitt frí fljótlega algerlega óviðunandi vinnubrögð.

Ég auglýsi aftur eftir búsáhöldum til að berja á við Austurvöll


mbl.is „Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktar um sjávarútvegsmál

Á 38. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 19. maí þá var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Það er ljóst að skiptar skoðanir eru milli fólks hvar sem það stendur í pólitík og sitt sýnist hverjum um kosti og galla kerfisins eins og það er í dag.

Hagsmunir útgerða í Fjallabyggð og starfsfólks þeirra og byggðalagsins alls eru gríðarlega miklir. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan eru aflaheimildir á hvern íbúa einungis meiri  í Grindavík og Vestmannaeyjum.

Byggðalag kg. þorskígildi pr. íbúa
   
Gindavík 9.069
Vestmannaeyjar 7.145
Fjallabyggð 6.869
Snæfellsnes 6.837
Hornafjörður 6.380
Austfirðir - N 4.416
Austfirðir - S 3.710
Vestfirðir - S  3.562
Vestfirðir - N 3.423
Skagafjörður / Skagaströnd 2.597
Eyjafjörður 1.696
Reykjanes 815
Höfuðborgarsvæðið 219

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveiðistjórnunarkerfið og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna.

Það skiptir mjög miklu máli hvernig haldið er á fjöreggi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um hvernig mál hafa skipast, en það er engu að síður ljóst að fara verður afar varlega í allar stórtækar breytingar á stjórn fiskveiða.

Samdráttur í aflaheimildum hefur verið útgerðum vinnslu og sveitarfélaginu afar erfiður á síðari árum og hafa sjávarútvegsfyrirtækin reynt að laga sig að aðstæðum með hagræðingu og viðskiptum með aflaheimildir eins og hægt hefur verið, og þá oft skuldsett sig til framtíðar.


Að framansögðu varar bæjarstjórn Fjallabyggðar við breytingum á stjórn fiskveiða sem ekki eru gerðar í samráði við hagsmunaaðila í greininni og gætu valdið óstöðuleika og óvissu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.

Jafnframt hvetur bæjarstjórnin ríkisstjórnina til þess að vinna að varanlegri sátt um sjávarútvegsmál með víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila í greininni svo og sveitarfélög.

Þar lýsir bæjarstjórn Fjallabyggðar sig reiðubúna að koma að borðinu ef óskað verður eftir.

 


Nám á framhaldsskólastigi í Fjallabyggð

það var og hefur verið baráttumál okkar bæjarfulltrúa í Fjallabyggð að berjast fyrir því að framhaldsskóli rísi í Ólafsfirði. það var Birkir Jón Jónsson sem var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þessa efnis og svo gerðist það loksins í vetur að menntamálaráðherra sem var ekki búin að vera lengi í starfi undirritaði samning þess efnis að skólinn var stofnaður.

Ég hélt að nú í ljósi aðstæðna í samfélaginu að fólk hefði sýður efni á að senda börnin sín í burtu til náms á fyrsta ári í framhaldsskóla, en önnur virðist vera raunin hvað ásókn í skólann varðar á Siglufirði.

Eflaust eru skýringar á þessu eins og öllum öðrum hlutum en engu að síður þá hélt ég og margir aðrir að ásóknin yrði meiri hjá fyrsta árs nemendum.

Tekið af vef Fjallabyggðar

Nám á framhaldsskólastigi í Fjallabyggð

Ert þú að ljúka 10. bekk í vor?
Langar þig í skóla í haust eftir að hafa verið í fríi frá námi?
Ertu í fullri vinnu og langar að taka nokkur fög á framhaldsskólastigi?

Nú er tækifærið! – skoðaðu hvort framhaldsnám í Fjallabyggð hentar þér!

Framhaldsskóli í Ólafsfirði verður að veruleika og mun taka til starfa haustið 2010. Skólanefnd framhaldsskólans hefur verið stofnuð og bygginganefnd mun hefja störf fljótlega.  Á meðan beðið er eftir framhaldsskólabyggingunni hefur verið ákveðið að hefja námið í námsveri í fjarnámi ef næg þátttaka fæst. Áætlað er að námsverin verði þrjú, eitt á Siglufirði, annað í Ólafsfirði og það þriðja á Dalvík. Nemendur skrá sig í Verkmenntaskólann á Akureyri.

Kynningarfundir hafa verið haldnir í Ólafsfirði og á Siglufirði og rætt hefur verið við foreldra og nemendur sem eru að ljúka 10. bekk. Það er mikilvægt að fá þennan aldurshóp til að vera í    heimabyggð næsta vetur, svo hægt verði að fara af stað með 1. árgang framhaldsskólans. Eldri nemendur sem munu fara á 2. og 3. ár næsta vetur, hafa sýnt námi í heimabyggð áhuga og vilja koma heim og er það afar ánægjulegt.

Umsóknareyðublöð til að sækja um skólavist má finna á heimasíðu VMA og á skrifstofu skólans ásamt brautum og almennum leiðbeiningum um valið og útfyllingu valblaðs.

Nemendur eru hvattir til að hafa samband við Ásdísi Birgisdóttur námsráðgjafa í VMA eða Ingimar Árnason kennslustjóra fjarnáms til að fá svör við vangaveltum og möguleikum sem henta þeim.

Einnig er hægt að hafa samband við Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar í símum 464 9208, 898 8981 eða á netfangið karitas@fjallabyggd.is 

Dagskóli -  Tveggja ára brautir eða nám til stúdentsprófs

Þeir sem ætla að stunda nám sem lýkur með starfsréttindum eða stúdentsprófi, skrá sig sem dagskólanemendur og greiða skólagjöld í samræmi við það. Nauðsynlegt er að skrá á umsóknina hvar þeir eiga lögheimili, á Siglufirði eða Ólafsfirði. Lágmarks einingafjöldi eru 9 einingar en fullt nám eru 16-18 einingar.

Nemendur munu vera þátttakendur í félagslífi VMA og munu einingarnar sem nemendur ljúka verða að fullu metnar inn í VMA eða jafnvel aðra skóla. Nemendur munu stunda nám sitt í námsveri alla virka daga frá kl. 8 og fram á miðjan dag. Auglýst verður eftir framhaldsskólakennara sem mun halda utan um hópinn og aðstoða við skipulagningu náms, heimaverkefni o.fl.. Hann mun einnig kenna lífsleikni.

Nemendur verða í vikulegum tölvusamskiptum við kennara sína í VMA og fá send verkefni frá þeim vikulega sem nemendur vinna í einstaklings- eða hópavinnu. Einnig eru hugmyndir um að fagkennarar með framhaldsskólamenntun sem búsettir eru í heimabyggð, komi inn í kennslu. Þetta fyrirkomulag þekkist t.d. í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og hefur reynst mjög vel, enda eru nemendur að fá með þessu mikla aðstoð í náminu.

Ekki er búið að ákveða í hvaða húsnæði námsverið verður en ákveðin húsnæði koma til greina, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og munu nemendur fá að vita það fljótlega.

Vakin er athygli á því að nemendur sem stunda nám í heimabyggð sinni eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk frá Lánasjóði íslenskra námsmanna enda er eitt frumskilyrði fyrir styrk að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Lokadagur fyrir umsóknir um haustönn 2009 er 11. júní

Farnámsnemendur sem stunda vinnu

Nemendur geta valið sér eitt fag eða fleiri í fjarnámi, eða eins og þeir treysta sér til. Nemendur skrá sig í fjarnám á heimasíðu VMA og tiltaka hvar námsverið þeirra er staðsett. Einingar sem nemendur ljúka verða metnar af VMA. Hugmyndir eru uppi um að hafa námsverið eitthvað opið um helgar eða á kvöldin sem fjarnámsnemendur geta nýtt sér svo þeir einangrist ekki og geti komið saman, rætt málin og unnið að verkefnum.

Innritun á haustönn 2009 fer fram 5. til 16. ágúst 2009


Gegnsæi og jafnrétti heyr heyr

Var það ekki mjög ofarlega á loforðalistum ríkisstjórnarflokkana "jafnrétti og gegnsæi"

Það er forvitnilegt að fylgjast með vinnubrögðum vinstriflokkanna þar sem þeir vinna þvert á yfirlýst markmið.

Ungliða hreyfing VG hefur gert athugasemdir við skipan ráðherra í ríkisstjórn, en ef skoðuð er sagan þá kemur í ljós að formaðurinn hefur nú frekar haft horn í síðu kvenna en ekki.

Er þetta "NÝJA ÍSLAND" ?

 


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftmiklir nýliðar

þetta kemur mér skemmtilega á óvart verð að segja það. Ég þekki Gunnar Braga að einu góðu ósérhlífinn og fylginn sér kraftmikill og duglegur.

Hin tvö þekki ég minna en treysti þeim fullkomlega að fara með þessi miklu ábyrgðarstörf og óska þeim alls hins besta.

Ég er ánægður með að "nýliðarnir" fái þetta mikla tækifæri og þessa áskorun það má segja að Framsóknarflokkurinn er að endurnýjast á mörgum sviðum til hamingju með það.


mbl.is Gunnar Bragi þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun, "Neyðarpakki frá Tröllaskaga"

Tekið af vef www.sksiglo.is

SiglÓl ehf er hugarfóstur þriggja stórhuga sem sjá tækifæri til að nýta fiskislóg til að hjálpa nauðstöddum og um leið skapa atvinnu hér heima. Þeir buðu til hófs í tilefni opnunar á húsnæðinu. Hermann Einarsson leiðir okkur í gegnum viðtalið.


Neyðarpakki frá Tröllaskaga

Það var í lok síðasta árs um það leiti sem bankahrunið varð að við félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson ákváðum að stofna fyrirtækið SiglÓl ehf.

Siglol1_570



Hugmynd okkar gerir ráð fyrir að nýta fiskislóg til framleiðslu á próteini sem nýtist í framleiðslu á fyrstu hjálpar neyðarpakka á hamfærasvæði.  Þessi pakki á að fullnægja dagsskammti próteins fyrir einstakling.

Í neyðarpakkanum verður massi sem verður fyrir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúðir. Áframhaldandi þróun verkefnisins fer mikið eftir niðurstöðum rannsókna og vöruþróunar. Vitað er að þekking á framleiðslu sem þessari er allnokkur til í landinu og mun Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri kortleggja þá þekkingu.



Ekki er hægt að nefna eitt markaðssvæði en Rauði krossinn og UNICEF eru meðal þeirra sem kaupa slíka vöru. Þess má geta að íslenska ríkið er að láta mjög mikla peninga í hjálparstarf og viljum við kynna þessa vöru fyrir stjórnvöldum með það að markmiði að leggja þá líka til framleiðslu á vöru sem full þörf er fyrir og þannig skapa störf og fullnýtingu á hráefni sem var áður hent.

Einnig má geta þess að Norðmenn fara þá leið að kaupa vöru af innlendum framleiðenda og gefa svo til þeirra sem þess þurfa. Má segja að þannig skapist hagvöxtur í heimabyggð.



Nýnæmi fellst í því að fullnýta vöru sem er hent í dag. Staðan í dag er sú að búið er að gera leigusamning um húsnæði í eitt ár, keypt hafa verið frystitæki og fleiri tæki sem þarf til framleiðslunnar.

Verið er að ganga frá ráðningarsamningum við starfsmenn. Reiknað er með að starfsemin hefjist í næstu viku og verða þá til fjögur störf. Byrjað verður á að flokka fiskislógið og frysta síðan er það selt.
Samhliða verður áfram unnið að vinnslu próteins úr fiskislóginu í samvinnu við Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri.



Við óskum þeim félögum gæfu og góðsgengis og þökkum kærlega fyrir okkur.


Að öðru leyti er mér slétt sama.“

Þetta er nöturlegt að lesa en því miður er ástandið að versna nú eru fleiri og fleiri að missa vinnuna. Og hvað gerist þá þeir geta ekki staðið í skilum með sýnar skuldbindingar eins og Svanberg Hjelm lýsir svo greinilega.

Og nú var að birtast frétt sem segir frá því að foreldrar eigi ekki fyrir hádegismat handa börnum sínum í skólanum, þetta er ótrúlegt að sé að gerast á Íslandi "stórasta landi í heimi"

Í nóvember 2008 sat ég ásamt um 600 manns fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og verð ég að segja að eftir að hafa hlustað á manneskju sem bjó í Finnlandi og upplifði kreppuna og þær hörmunar sem þar riðu yfir þá mátti heyra saumnál detta í salnum og ekki var laust við að tár runnu á mörgum kinnum þvílík var lýsingin.

það var þá almannrómur að það yrði að vernda börnin og fjölskyldurnar sem eru að missa allt sitt. Fjölskyldur flosnuðu upp börn lentu í eiturlyfaneyslu og já það voru sölumenn dauðans sem voru fyrir framan barnaskólanna að gefa börnum eiturlyf og fá þau til að ánetjast.

Ég hugsa með hryllingi um þessa frá sögn en því miður þá er ástandi á "stórasta landi í heimi" að verða ömurlegt og við sem ætluðum að læra svo mikið af óförum og mistökum frænda okkar í Finnlandi erum því miður að bregðast.

Þjóðin sem kaus yfir sig ríkisstjórn sem gaf sig út fyrir kosningar að vera velferðar og jafnaðar stjórn, situr ennþá á sínum þreytta og því miður krumpaða rassi og þjarkar um hvort að taka eigi upp aðildarviðræður við ESB eða hvort að leyfa eigi stóriðju hér eða olíuleit þar og kemst ekki að niðurstöðu meðan börn svelta fjölskyldur flosna upp og fólk flýr land.

Hvar er Búsáhaldabyltingin hvar er Bubbi sem söng fyrir utan Seðlabankann hvar eru ríkisstyrktu rithöfundarnir sem mótmæltu, eru þeir allir sáttir við ástandi eins og það er?

þetta er af vef pressunar.isog er að mínu mati lýsandi fyrir aðgerðaleysi þeirra sem fara með stjórn "stórasta lands í heimi"

Skjaldborg Ástu Ragnheiðar

Á kaffistofunni er mál manna að langt sé síðan ráðherra hafi verið tekinn jafn illilega í bólinu og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra í morgunþætti Bylgjunnar, Ísland í býtið.

Ríkisstjórnin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur sem kunnugt er lýst því margsinnis yfir að skjaldborg verði slegin um heimilin og unnið sé baki brotnu að nauðsynlegum aðgerðum. Þetta ferli allt saman virðist hafa farið framhjá félagsmálaráðherranum, að minnsta kosti virtist Ásta Ragnheiður ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í umræddu viðtali.

Umsjónarmenn þáttarins höfðu mikinn áhuga á að heyra viðhorf félagsmálaráðherra til hugmynda talsmanns neytenda um leiðréttingar á íbúðalánum landsmanna. Svar ráðherrans var að hún hefði fengið umræddar tillögur á sitt borð á fimmtudag, en síðan hefði hún farið í helgarfrí og ekkert mátt vera að því að skoða þær frekar.

Nákvæmt svar félagsmálaráðherrans um umræddar tillögur var, að hún hefði „kíkt aðeins á þær."

„Síðan þá hefur ekki verið vinnudagur og ég verð að segja að ég átti erfitt með að skilja þær. Ég þarf betri yfirferð," sagði Ásta Ragnheiður ennfremur.

Á kaffistofunni er spurt hvort skjaldborg eigi aðeins að slá um heimilin í landinu á skrifstofutíma, milli 9 og 16?

mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband