Leita í fréttum mbl.is

Að öðru leyti er mér slétt sama.“

Þetta er nöturlegt að lesa en því miður er ástandið að versna nú eru fleiri og fleiri að missa vinnuna. Og hvað gerist þá þeir geta ekki staðið í skilum með sýnar skuldbindingar eins og Svanberg Hjelm lýsir svo greinilega.

Og nú var að birtast frétt sem segir frá því að foreldrar eigi ekki fyrir hádegismat handa börnum sínum í skólanum, þetta er ótrúlegt að sé að gerast á Íslandi "stórasta landi í heimi"

Í nóvember 2008 sat ég ásamt um 600 manns fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og verð ég að segja að eftir að hafa hlustað á manneskju sem bjó í Finnlandi og upplifði kreppuna og þær hörmunar sem þar riðu yfir þá mátti heyra saumnál detta í salnum og ekki var laust við að tár runnu á mörgum kinnum þvílík var lýsingin.

það var þá almannrómur að það yrði að vernda börnin og fjölskyldurnar sem eru að missa allt sitt. Fjölskyldur flosnuðu upp börn lentu í eiturlyfaneyslu og já það voru sölumenn dauðans sem voru fyrir framan barnaskólanna að gefa börnum eiturlyf og fá þau til að ánetjast.

Ég hugsa með hryllingi um þessa frá sögn en því miður þá er ástandi á "stórasta landi í heimi" að verða ömurlegt og við sem ætluðum að læra svo mikið af óförum og mistökum frænda okkar í Finnlandi erum því miður að bregðast.

Þjóðin sem kaus yfir sig ríkisstjórn sem gaf sig út fyrir kosningar að vera velferðar og jafnaðar stjórn, situr ennþá á sínum þreytta og því miður krumpaða rassi og þjarkar um hvort að taka eigi upp aðildarviðræður við ESB eða hvort að leyfa eigi stóriðju hér eða olíuleit þar og kemst ekki að niðurstöðu meðan börn svelta fjölskyldur flosna upp og fólk flýr land.

Hvar er Búsáhaldabyltingin hvar er Bubbi sem söng fyrir utan Seðlabankann hvar eru ríkisstyrktu rithöfundarnir sem mótmæltu, eru þeir allir sáttir við ástandi eins og það er?

þetta er af vef pressunar.isog er að mínu mati lýsandi fyrir aðgerðaleysi þeirra sem fara með stjórn "stórasta lands í heimi"

Skjaldborg Ástu Ragnheiðar

Á kaffistofunni er mál manna að langt sé síðan ráðherra hafi verið tekinn jafn illilega í bólinu og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra í morgunþætti Bylgjunnar, Ísland í býtið.

Ríkisstjórnin undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur sem kunnugt er lýst því margsinnis yfir að skjaldborg verði slegin um heimilin og unnið sé baki brotnu að nauðsynlegum aðgerðum. Þetta ferli allt saman virðist hafa farið framhjá félagsmálaráðherranum, að minnsta kosti virtist Ásta Ragnheiður ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í umræddu viðtali.

Umsjónarmenn þáttarins höfðu mikinn áhuga á að heyra viðhorf félagsmálaráðherra til hugmynda talsmanns neytenda um leiðréttingar á íbúðalánum landsmanna. Svar ráðherrans var að hún hefði fengið umræddar tillögur á sitt borð á fimmtudag, en síðan hefði hún farið í helgarfrí og ekkert mátt vera að því að skoða þær frekar.

Nákvæmt svar félagsmálaráðherrans um umræddar tillögur var, að hún hefði „kíkt aðeins á þær."

„Síðan þá hefur ekki verið vinnudagur og ég verð að segja að ég átti erfitt með að skilja þær. Ég þarf betri yfirferð," sagði Ásta Ragnheiður ennfremur.

Á kaffistofunni er spurt hvort skjaldborg eigi aðeins að slá um heimilin í landinu á skrifstofutíma, milli 9 og 16?

mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband