Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Stórneytandi handtekinn á Lækjartorgi

Þetta er ekki frétt af fréttavef Baggalúts, fær mann til að velta því fyrir sér hvort að þetta verði nokkuð ekki frétt mjög fljótlega?
 
Neytandinn á langa innkaupasögu að baki.
frett_79_neytandi

Neytandi á fertugsaldri var fyrir stundu handtekinn í miðborg Reykjavíkur, klyfjaður innkaupapokum, þar sem hann hrópaði ókvæðisorð að klukkunni á Lækjartorgi og krafðist þess að fá að hitta yfirmann hennar.

Að sögn lögreglu reyndist maðurinn hafa mjög skerta verðvitund og er talið fullvíst að hann hafi orðið fyrir harkalegu verðbólguskoti í kjölfar mikillar neyslu undanfarið.


Lokasprenging í Héðinsfjarðargöngum vestri

Það var mikil gleði í gær þegar formleg sprenging var í Héðinsfjarðargöngunum, ég verð að segja að ekki átti ég von á þvílíkri sprengingu eins og varð göngin hreinlega nötruðu. Síðan var keyrt út og komið inn í Héðinsfjörðö og var þetta ólýsanleg tilfinning að koma keyrandi í þennan eyðifjörð. Næstkomandi sunnudag býður sveitarfélagið uppá rútuferðir milli 11-14 og skora ég á alla að nota sér það.

Af vef Fjallabyggðar:
Ígær var haldið upp á það að búið er að sprengja fyrri áfanga Héðinsfjarðarganganna þ.e. frá Siglufirði inn í Héðinsfjörð.
Samgönguráðherra ásamt föruneyti, bæjarstjórnarfólk, starfsmenn Vegagerðarinnar og fulltrúar verktaka og verkeftirlits voru á staðnum þegar samgönguráðherra sprengdi táknræna lokasprengingu. Að því loknu var skálað í koníaki og haldið til Bíó Café þar sem framhald var á hátíðarhöldunum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun svo bjóða öllum þeim sem þess óska í skoðunarferð inn í Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin milli klukkan 11:00 og 14:00 næstkomandi sunnudag.
Rútuferðir verða frá flugvellinum á um það bil 30 mínútna fresti en áætlað er að ferðin taki um 45 mínútur.
Hvatt er til að allir komi vel klæddir og skóaðir, en mikil bleyta og moldar leðja er víða í göngunum.

Hægt er að skoða myndir sem Steingrímur tók af lokasprengingunni á  http://old.sksiglo.is/gallery2/main.php?g2_view=core.ShowItem&g2_itemId=49522


Hvað er ríkið að taka til sín af seldum lítra

Gott framtak hjá atvinnubílstjórum styð það heilshugar, en það sem mér finnst vanta eru hreinar tölur frá hinu opinbera hvað er það að taka af seldum lítra.

Ég var staddur á fundi með samgönguráðherra á Siglufirði fyrir viku síðan og þær tölur sem hann nefndi fara enganveginn saman við það sem kemur frá fjármálaráðherra, svo spurt er hver er talan?


mbl.is Mótmælt við fjármálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólamáltíðir á Siglufirði

það var stór dagur í Siglufirði en 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar.  Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska.  Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði.  Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur. 

Á heimsíðu skólans segir að á þessum fyrsta degi hafi allt farið vel fram, nemendur voru stilltir og prúðir og ýsan rann ljúflega niður með kartöflum, hamsatólg og rúgbrauði.  Þó nokkrir fóru tvær ferðir enda ungt og orkuríkt fólk hér á ferð. Hægt er að skoða myndir á heimasíðu skólans http://www.sigloskoli.is/  tekið af vef Fjallabyggðar

Ég hef heyrt í mörgum foreldrum vegna þessa og er ekkert nema almenn ánægja með þetta framtak núverandi meirihluta. Það sem gleður mig einna mest er hvað umfjöllunin er jákvæð en eins og við flest vitum að þá heyrast neikvæðar raddir miklu hærra en þær jákvæðu, hvernig svo sem stendur á því.

 


N1 að kaupa sér góðvild viðskiptavina

Halló halló er ekki búið að taka viðskiptavinina í !!!!!!! lengi lengi.

Fjölmiðlar hlaupa upp til handa og fóta og flytja "gleði fréttir" af lækkun eldsneytis einn dag, já einn dag,,,,, þetta er flott auglýsing fyrir N1 og hvað skyldu þeir borga fyrir hana nákvæmlega ekkert.

Ingunn Sveinsdóttir segir "við fynnum fyrir miklum stuðningi og velvilja hjá viðskiptavinum" velvilja já til að lækka eldsneytisverðið meira en í einn dag er það ekki? 


mbl.is „Gríðarleg ánægja með lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lét þrjá hlaupa 1.apríl og er vinafærri fyrir vikið

Verð að deila með ykkur uppátækjum mínum með 1.apríl gabb, ég fór rúmlega átta í morgun á stjórnarfund SSNV á Hvammstanga. Meðan ég er að keyra þá datt mér í hug að plata einn góðan vin (var það fyrir þetta uppátæki) hringdi og bar mig mjög illa þóttist hafa gleymt skýrslu sem ég ætlaði að hafa með mér á fundinn hvort að hægt væri að faxa skýrsluna á skrifstofu SSNV og jújú þessi "vinur" ekkert nema almennileg heitin eins og alltaf svo sjálfsagt að hjálpa mér. ´

Stuttu seinna er hringt og skýrslan finnst ekki, ég leiðbeini í gegnum ruslið á skrifborðinu og viti menn skýrslan finnst eftir nokkur gröft og svo er hlaupið og faxað var reyndar búin að segja að upplýsingar um faxnúmerið væru hjá atvinnufulltrúanum sem er í hinum endanum á húsinu og þangað er hlaupið og númerið fengið.

Nú líður og bíður ég er að renna á Þverárfjall og skutla þá sms á þennan hjálpsama vin "1.apríl"  Það líður ekki á löngu eða þegar ég er aftur kominn í gsm samband að það kemur sms og það var ekki fallegt ég á samkvmt því ekki fleiri greiða inni.

Ótrúlegt hvað svona smá grín getur stytt manni stundi á svona langri og leiðinlegri keyrslu. En það er ekki allt búið enn þegar ég kem svo á skrifstofu SSNV á Hvammstanga þá kemur framkvæmdarstjórinn trítlandi með umslag merkt mér og segir að ég hafi fengið fax, já sæll takk fyrir það og þetta var á A3 blöðum. Ég varð þá að segja framkvæmdarstjóranum  að hann hafi verið að hlaupa 1.apríl svona óvart, ekki leiðinlegt.

Og svona til að kóróna daginn þá tók ég eitt símtal á heimleið og plataði góðan vin í neysluborginni sagðist vera að senda fax með pöntun og hvort að hún væri ekki við faxið, heyrðu jú bíddu aðeins ég ætla að labba að tækinu og eftir smá stund þá heyrist það kemur ekkert fax. Prufaðu að hoppa þrisvar og gáðu hvað gerist, ha hoppa? Já já hoppaðu ,bíddu Hemmi hvað meinarðu? Hvað dagur er í dag svo heyrist bar ooooooohhh þú ert skelfilegur djö.....

þessi dagur er alltaf skemmtilegur verð að segja það........ vinunum fækkar en ég held að þetta verði fyrirgefið eftir nokkra daga.


Héðinsfjarðar göngin koma

Nú, þann 3. Apríl, verður hátíð í Fjallabyggð vegna Héðinsfjarðarganga. Þá verður haldið upp á þann áfanga að náðst hefur að sprengja göng í gegn milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, alls 3650 metra leið. Áfram verður unnið að sprengingum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar, um 6900 metra leið, og er áætlað að verkinu öllu ljúki í árslok 2009. Verkið er unnið af Háfelli og tékkneska verktakafyrirtækinu Metrostav. Tugir tékka frá Metrostav hafa unnið við göngin og hafa þeir verið afar vinnusamir og þægilegir á allan máta. Á sínum tíma voru samgöngur til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar torsóttar. Úrbót varð árið 1967 þegar Strákagöng voru opnuð til Siglufjarðar og árið 1990 Þegar göng um Ólafsfjarðarmúla voru tekin í notkun. Nú glittir í góða tengingu þessara tveggja byggðakjarna þegar Héðinsfjarðargöng klárast árið 2009. Frá þeim tíma munu íbúar Fjallabyggðar ekki þurfa að reiða sig á Lágheiðina sem á það til að vera ófær eða torsótt nokkurn hluta vetrar.   

Mikilvæg byggðatenging 

Nýju Héðinsfjarðargöngin munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á samfélagið í Fjallabyggð og voru í reynd forsenda þess að fyrrum sveitarfélög á svæðinu sameinuðust í eitt sveitarfélag. Sú sameining hefur gengið vel fyrir sig en mun ekki nýtast að fullu fyrr en göngin opna. Jarðgöngin munu einnig efla þéttbýliskjarnana við Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði, hafa jákvæð áhrif uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, en tillögu um slíkan skóla flutti Birkir J. Jónsson, alþingismaður,og er ný búið að ráða framkvæmdarstjóra yfir þeirri framkvæmd. Að auki munu göngin hafa mjög góð áhrif á ferðaþjónustuna á Norðurlandi öllu. Nú þegar hefur verið unnið gott starf við að undirbúa samstarf heilbrigðisstofnana á svæðinu og annarra slíkar þjónustu sem veitt er á Siglufirði og í Ólafsfirði. Ljóst er því að göngin skapa nýtt og langþráð sóknarfæri í byggðamálum Tröllaskagans og Eyjafjarðarsvæðisins.  

Eljusamir frumherjar 

Árið 1990 lagði frumherjinn Sverrir Sveinsson, Framsóknarflokki, fyrst fram þingsályktunartillögu um jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla. Meðflutningsmenn Sverris að tillögunni voru Halldór Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds, Árni Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Hafa þessir menn alla tíð stutt göngin af eljusemi. Þótt á engan sé hallað skal einnig nefnt að tveir menn, þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, áttu afgerandi þátt í að verkinu var hrundið í framgang. Samgönguráðherrar á hverjum tíma hafa einnig lagt sitt lóð á vogarskálarnar ásamt heimamönnum, nú síðast Kristján L. Möller. Afar góð samstaða er um Héðinsfjarðargöngin í Fjallabyggð og íbúana alla hlakkar mikið til að sjá þau verða að veruleika. Þess er skamms að bíða. 


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband