Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
12.4.2008 | 10:23
Akureyri = litla Reykjavík
í gærmorgun þá fór ég ásamt bæjar og skrifstofustjóra Fjallabyggðar á tvo fundi til Akureyrar (litla Reykjavík) annarsvegar var ráðstefna um sveitarstjórnarétt og svo samráðsfundur Rarik með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi. Einnig komu bæjarfulltrúar og starfsmenn úr austurhluta Fjallabyggðar á fundina.
Við í vesturbænum fórum lengri leiðina sökum ófærðar um Lágheiði (lengsti þjóðvegur í þéttbýli á Íslandi). Þegar við komum efst í Bakkaselsbrekkuna þá er þar flutningabíll með tengivagna þversum í brekkunni og teppir alla umferð. ástæðan var einföld bílstjórinn tók sénsinn og lagði á brekkuna keðjulaus og því fór sem fór. Þessi gjörningur tafði okkur um hálftíma þannig að við komum beint á fundinn.
Fyrsti framsögumaður var Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og að vanda mjög skemmtilegur og líflegur, hef heyrt áður í Tryggva og má segja að hann flytji mál sitt vel svo eftir er tekið. Svo kom Sesselja Árnadóttir lögmaður hjá KPMG en hún er höfundur skýringarrits um sveitarstjórnarlög, einnig mjög áhugavert sem hún hafði fram að færa.
Nú var klukkan orðin þrjú og þá þurftum við að drífa okkur á samráðsfund Rarik með sveitarstjórnarmönnum ég og bæjarstjórinn hlupum enda með þeim spretthörðustu í sveitarstjórninni. Það var eins og við manninn mælt fundurinn að hefjast þegar við komum í hús.
Ég lýsi yfir ánægju minni með þá hjá RARIK að boða til slíks fundar en þeir voru með aðalfund og boðuðu til samráðsfundar í beinu framhaldi af honum. Rarik menn kynntu fyrirtækið og framkvæmdir sem þeir eru að fara í á Norðurlandi og er gaman að segja frá því að í Fjallabyggð á að framkvæma fyrir rúmar 200 milljónir 2008-2009. Það á að leggja nýjan streng um Héðinsfjarðargöng og svo á að byggja nýja dreifistöð á Siglufirði og leggja þá gömlu af. Við sveitarstjórnarmenn höfðum áður komið á framfæri við forstjóra Rarik áhyggjum okkar vegna skorts á heitu vatni og var meðal annars komið inná það á þessum fundi.
Það kom fram í máli forstjórans að þeir Rarik menn eru tilbúnir að koma að meira samstarfi við sveitarfélögin varðandi rekstur sem félli að því sem þeir eru að gera í dag, þetta fannst mér mjög áhugavert.
Nú eftir samráðsfundinn þá undirritaði forstjórinn undir samning við menningarsjóði í Norðurlandi vestra og eystra, var það vel og færðu forsvarsmenn landshlutasamtakanna Rarik þakkir og gjafir fyrir, síðan var boðið í léttar veitingar og þar hittust menn og ræddu hin ýmsu mál.
Ég hitti meðal annars Lárus Blöndal sem er fæddur og uppalin á Siglufirði en hann er lögfræðingur hjá RARIK gaman af því ekki séð hann í mörg ár, þarna var líka Björn Sverrisson starfsmaður Rarik í Stykkishólmi. Það er oft þannig að í svona samkomum að maður fær hlutina beint í æð og átti ég ágætis samtal við mann sem er hitaveitustjóri fyrir Norðurlandi staðsettur á Blönduósi og var það afar áhugavert samtal.
þarna fjölgaði í hópnum og meðal annars komu þeir sem höfðu farið í Jómfrúarsiglingu með nýju Grímseyjarferjunni og hitti ég vinkona mína Valgerði Sverrisdóttir og sagði hún mér að hún hefði orðið sjóveik en það var nú ekki að sjá á henni þarna, enda kjarna kona og ýmsu vön.
Þá var komið að því að halda heim á leið ég gerði félaga mínum og skólabróðir þann greiða að aka fyrir hann bíl til Siglufjarðar og verð að segja að það gekk bara ágætlega enda Ford jepplingur komin heim kl níu og ágætis degi í litlu Reykjavík lokið.
11.4.2008 | 10:05
Danskar mæður líkja ungabörnum sýnum við nafnspjöld
Klæðnaður ungbarna er nýjasta stöðutákn
danskra foreldra. Danir eyddu yfir 100
milljörðum íslenskra króna í barnaföt á
síðasta ári sem er mun meira en árið
áður.
Danskir markaðsfræðingar segja barnaföt
hafa bæst í hóp Jeppa og einbýlishúsa,
sem stöðutákn fyrir velgengni manna.
Burberries sundskýlur fyrir drengi og
Chloe kápur fyrir stúlkur eru orðin
algeng sjón í fataskápum danskra barna.
Þessar mæður í Valby eru sammála um að
það er ekki sama hvaða fatamerkjum börn
þeirra klæðast.
10.4.2008 | 14:45
Svanurinn vottar líka gæði andrúmsloftsins
Þetta eru gleði fréttir mörg fyrirtæki eru nú þegar að nota umhverfismerkið Svaninn á sínar vörur.
Norræna umhverfismerkið Svanurinn er einnig góður valkostur fyrir merkingar um gæði andrúmsloftsins. Þetta kemur fram í nýrri matsskýrslu um Svaninn, sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Eftirspurn eftir framleiðsluvöru sem merkt er umhverfisvæn fyrir andrúmsloftið hefur aukist og jafnframt eru neytendur tilbúnir að greiða meira fyrir hana.
Ekkert eitt kerfi er til vegna loftslagsmerkinga á framleiðsluvöru. En í skýrslunni kemur fram að neytendur telji umhverfismerkið Svaninn góðan valkost til að fá upplýsingar um losun koltvísýrings. Skaðsemi á andrúmsloftinu er nefnilega meðal þess sem metið er áður en vara fær umhverfisvottun með Svaninum.
Í matsskýrslunni er einnig fjallað um evrópska umhverfismerkið ESB-blómið. Fjallað er um tengsl þessara tveggja umhverfismerkinga og hvernig samhæfa megi notkun þeirra betur.
Umhverfismerkin Svanurinn og ESB-blómið eru ólík að sumu leyti: Svanurinn nær til 66 vöruhópa en Blómið eingöngu til 25 hópa. Svanurinn er fjármagnaður að miklu leyti með afnotagjöldum en Blómið að mestu fyrir opinbert fé. Norræna umhverfismerkið nýtur, samkvæmt skýrslunni, einnig meira trausts neytenda, meðal annars vegna góðrar markaðssetningar og kynningar.
Matskýrslan var fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni, en finnska Neytendarannsóknamiðstöðin í samstarfi við IIIEE (Internationalla institutet för industriell miljöekonomi) í Svíþjóð gerðu könnunina.
Umhverfismerkingar og Svanaskýrslan verður til umræðu á ráðstefnu sem haldin verður í Svíþjóð þann 22. apríl. Þar verður meðal annars rætt um samband ESB-Blómsins og Svansins, Svaninn og opinbera græna stefnu og Svaninn og loftslagsmálin.
Það eru Samþættingar- og jafnréttisráðuneytið, SIS, Umhverfismerking og Norðurlöndin í brennidepli sem standa fyrir ráðstefnunni.
Krækjur:
Nánar um ráðstefnuna
Vefsíða um Umhverfismerkið Svaninn
Nánar og panta skýrsluna
Umhverfissamstarf á Norðurlöndum
Tenglar:
Cecili Wilhelmsson
Mats Ekenger, umhverfisráðgjafi, Norrænu ráðherranefndinni
Myndatexti:
Umhverfismerkið Svanurinn
Vefsíða um Umhverfismerkið Svaninn: http://www.svanen.nu/
10.4.2008 | 11:44
Íslendingar úttaugaðir offitusjúklingar?
Þessi niðurstaða kemur kannski ekkert á óvart, heimilin skuldsett sem aldrei fyrr gengið í lausu lofti húsnæðisverð aldrei hærra leiguverð á húsnæði aldrei hærra skortur á leikskólaplássum og uppfyrirhaus foreldrar sem þurfa að vinna í tveimur til þremur vinnum geta hvergi geymt afkvæmin. Allt að verða vitlaust......bryðjum meira af tauga og geðlyfjum
Setjum alla þjóðina á róandi og sjáum hvað gerist.......
Lyfjakostnaður jókst um 5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 14:27
Þið verðið að opna fyrir innflytjendur
Rakst á þessa grein á Norðurlönd í dag finnst hún mjög áhugaverð og hvet fólk til að skoða hana.
Á norræna Davosfundinum í Riksgränsen í Svíþjóð hélt indverski prófessorinn Jagdish N. Bhagwati frá Columbia háskólanum áhugavert erindi um hvernig Norðurlönd eiga að laða til sín að vinnukraft og vera áfram samkeppnishæf.
-Hurðin á auðvitað ekki að vera galopin, en til þess að laða að velmenntað fók með nýjar hugmyndir, til dæmis frá heimalandi mínu, þá verðið þið að vera jákvæð gagnvart innflytjendum og auðvelda þeim sem koma ti landsins og læra tungumálið.
Undir yfirskriftinni Samkeppnishæf Norðurlönd í hnattvæddum heimi talaði Bhagwati einnig um að norræni lífstílinn hefði þýðingu fyrir aðra, því hann væri þægilegur og afslappaður.
-Ef þið viljið laða að fólk með góða menntun frá öðrum löndum er mikilvægt að fólk geti farið í leikhús, á veitingahús, í bíó og að það sé gott að mennta og ala börnin upp í landinu. Lífsstíll er mikilvæg forsenda þess að Ericsson, Nokia og önnur fyrirtæki eigi kost á því að laða að fólk, og ekki einungis það, heldur líka að halda því .
Nánar um hnattvæðinguna: http://www.norden.org/globalisering/sk/index.asp?lang=1
9.4.2008 | 10:58
Bæjarstjórinn Ragnfríður Reykás
Ég get ekki orða bundist yfir annars ágætum bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar Svanfríði Jónasdóttir. Það sem vekur undrun mína er einkum tvennt, annarsvegar ummæli hennar í fréttum Stöðvar2 þar sem hún telur framkvæmd Héðinsfjarðargangna tímaskekkju nær hefði verið að tvöfalda Múlagöng áður en byrjað yrði að bora Héðinsfjarðargöng.
Bíðum nú aðeins við þessi sami bæjarstjóri hélt lofræðu sl fimmtudag þegar þeim áfanga var fagnað að búið var að sprengja í gegn til Héðinsfjarðar og þetta væri stórt skref ekki bara fyrir Siglfirðinga heldur allt Eyjarfjarðarsvæðið. Ég sem bæjarfulltrúi var mjög glaður að heyra þessi orð bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar og skáluðum við fyrir framan myndavélina í tilefni þessa merka áfanga.
Síðan gerist það að heilbrigðisráðherra hefur fyrirskipað sameiningu heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og heilsugæslustöðva Dalvíkur og Ólafsfjarðar undir eina yfirstjórn. Búið er að vinna í þessu máli í nokkra mánuði og hafa framkvæmdastjórar áðurtalda stofnana unnið þá vinnu ásamt fleirum.
Með þessari sameiningu þá sjá menn ekkert annað en tækifæri á aukinni þjónustu og möguleika á útvíkkun starfseminnar, en nei bæjarráð Dalvíkurbyggðar sér ekkert nema neikvætt við þetta og nær að sameina heilbrigðisstofnanirnar við FSA.
Ég velti fyrir mér hvað þeim í Dalvíkurbyggð gangi til með þessu öllu saman? Veit af hrepparíg á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkurbyggðar en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég hefði haldið að gott væri fyrir byggðirnar við utanverðan Eyjafjörð að sameinast um sem flest mál og starfa sem ein heild.
Já meðan ég man þá sagði Svanfríður í útvarpsviðtali fyrir tæpum tveimur árum síðan að hún sæi fyrir sér sameiningu Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar innan tíu ára, var það Ragnfríður Reykás sem talaði þarna eins og ég hef á tilfinningunni að hafi talað opinberlega síðustu daga ma ma ma bara spyr?
En ég get ekki látið hjá líða að birta ályktun frá bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar sem var í Ólafsfirði í gær og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
1. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktar eftirfarandi vegna sameiningar heilbrigðisstofnunar og heilsugæslustöðva 2008-2009 við utanverðan Eyjafjörð.
Í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ákveðið hefur verið að sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Heilsugæsluna í Ólafsfirði og á Dalvík og er markmiðið að auka og styrkja þjónustuna við íbúana, nýta betur þekkingu fagfólks og skapa sterkari rekstrareiningar. Sameiningin skapar sömuleiðis möguleika á því að auka nærþjónustu við íbúana t.d. með reglubundnum komum sérfræðilækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til hinna ýmsu starfsstöðva á viðkomandi svæðum.
Bæjarstjórn fagnar þessum hugmyndum og telur þær eingöngu til þess fallnar að auka þjónustu íbúa við utanverðan Eyjafjörð. Einnig aukist líkur á að heilbrigðisþjónustan á svæðinu geti tekið við fleiri verkefnum t.d. frá FSA.
8.4.2008 | 11:55
BIÐ stjórnin
Þið munið kannski eftir Viðeyjar stjórninni nú eða Kóka Kóla stjórninni væri ekki við hæfi að nefna þessa ríkistjórn BIÐ stjórnina?
Af hverju jú það á ekkert að gera hvorki í þessu eldsneytismáli eða gjaldeyrismálum, tökum léttan landa sið og segjum öll í kór "þetta reddast"
Árni: Gerist ekkert á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2008 | 10:55
Mótvægisaðgerðir á sviði ferðaþjónustu (vonbrigði)
Þá er búið að úthluta styrkjum þeim sem ég hef nefnt nokkrum sinni hér á blogginu. Það fór eins og mann grunaði margir styrkir sem maður skilur ekki hvað liggur að baka þeim úthlutunum.
Á Siglufjörð komu 5,2 milljónir og er það vel en það sem að vekur furðu mína er að ekkert kom í hlut þeirra sem sóttu um í Ólafsfirði og veltir maður því að sjálfsögðu fyrir sér hvað veldur. Ég veit um umsókn frá Ólafsfirði sem var vel unnin í allastaði heilsutengdaferðaþjónusta og á bara eftir að fjölga störfum.
Ég var svo sem búin að nefna það áður að margir yrðu fyrir miklum vonbrigðum og er það svo sannarlega að koma í ljós við þessa úthlutun.
þegar ég skoðaði heimsíðu Byggðastofnunar og sá úthlutanirnar þá féllust mér alveg hendur verð að segja það.
Tekið af vef Fjallabyggðar
Að þessu sinni komu 5, 2 milljónir í hlut umsóknaraðila úr Fjallabyggð. Ferðaþjónusta Siglufjarðar ehf, Siglufirði fékk 1.000.000 til markaðssetning vetrarferðamennsku.
Rauðka ehf., Siglufirði fékk 1.200.000 vegna sjóstangveiði og skipulagning gönguferða á Tröllaskaga.
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Siglufirði fékk 3.000.000 til eflingar menningartengdrar ferðaþjónustu í Fjallbyggð.
Við mat á umsóknum var m.a. tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.
Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi
6.4.2008 | 19:36
Lokað á sunnudögum=fjölskylduvænt?
Þó að ég sé ekki mikið fyrir boð og bönn eða höft að margvíslegu tagi þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort að bráðnauðsynlegt sé að vera með allar þessar opnanir á sunnudögum í verslunum svona heilt yfir.
Nú gildir þetta mun meira á stóreyðslusvæðinu frekar en annarstaðar á klakanum að verslanir séu almennt opnar á sunnudögum, er það orðið svo að fjölskyldan fer saman á sunnudögum og gerir margskonar innkaup? Hef reyndar margoft séð foreldra í stórmörkuðum berjast við börnin sín sem eru ekki of fjáð að labba um ganga og skoða í búðir enda þeim eðlilegra að vera úti í leik eða íþróttum hreifa sig meira. væri ekki nær fyrir fjölskylduna að vera meira saman og þá ekki í búðarrápi?
Gæti það verið þjóðhagslega hagkvæmt að hafa verslanir lokaðar á sunnudögum?
Stórsektir fyrir að hafa opið á sunnudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2008 | 10:48
Bestur í heimi
Ég rakst á þessa grein í Analys Norden og er hún eftir Ragnhildi Sverrisdóttir blaðamann, Ragnhildur er með svolítið svartan húmor og það er húmor sem mér líkar vægast sagt afar vel.
Ég er svo hjartanlega sammála henni þar sem hún veltir fyrir sér þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu. Og að tengja þetta við einu skemmtilegustu "léttöl" auglýsingu er alveg snilld.
Hérna er linkur á grein Ragnhildar Sverrisdóttur
Í sjónvarpsauglýsingum fyrir íslenskan bjór sitja tveir íslenskir náungar við barborð og monta sig við erlendan ferðamann. Þeir hafa af nógu að taka. Hér á landi eru sterkustu karlar heims og fegurstu konurnar, við vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og við lögðum Breta að velli í Þorskastríðinu svokallaða þegar við færðum landhelgina út.
Auglýsingarnar eru mjög fyndnar, af því að þær ná að fanga vandræðalegasta einkenni smáþjóðarinnar: Þörfina til að upphefja sig í samfélagi hinna stærri og voldugri.
Kannski hefði átt að svíða undan þessum auglýsingum, en Íslendingar höfðu bara gaman af þeim, hölluðu sér aftur í sófanum, skelltu upp úr og hugsuðu sjálfsagt flestir með sér að þetta væri nú aldeilis rétt. Ísland væri best í heimi. Eða var ekki bullandi velmegun á landinu? Og voru íslensku bankarnir ekki að kaupa upp alla þessa útlendu banka? Íslensk fyrirtæki að kaupa upp fasteignir og verslunarfyrirtæki víða um heim? Áttum við ekki flugfélög um víðan völl, jafnvel í sjálfri Ameríku? Meira að segja stórverslunin Magasin í Danmörku er nú í eigu Íslendinga og landinn á líka Hotel DAngleterre. Og allir vissu að framtíðin lá í jarðvarma og þar voru Íslendingar fremstir í flokki.
Satt best að segja hafa Íslendingar verið alsælir með stöðu sína í hópi hinna stóru og voldugu undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar lásu líka í lífskjör okkar og sögðu hvergi betra að búa. Við höfðum loks fengið staðfestingu á yfirburðum okkar og gátum kennt heiminum svo margt. Við ætluðum meira að segja og ætlum okkur reyndar enn- að gera okkur gildandi með því að fá sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er enginn kotungsbragur á því.
Nú er ljóst að ekki verður litið til okkar sem fyrirmyndar í fjármálum á næstunni. Útrásin var fjármögnuð með ódýru, erlendu lánsfé, sem nú er horfið eins og dögg fyrir sólu. Krónan hrundi niður úr öllu valdi á örfáum vikum og Seðlabanki Íslands reynir að klóra í bakkann með hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. Þeir eru 15% og enn er krónan skjálfandi smámynt innan um dollara og evrur heimsins. Vörur hækka dag frá degi og því er spáð að matvælaverð, sem nú er það hæsta á Norðurlöndunum, muni hækka um allt að 20% á næstunni.
Bjórauglýsingarnar eru ekki lengur sýndar í íslensku sjónvarpi og vafasamt að svartsýn þjóðin myndi hafa húmor fyrir þeim núna.
Hvað gerum við nú?
Þjóðinni var skyndilega kippt niður á jörðina, eftir góðærisfyllerí síðustu ára. Fólk ærðist af ofurtrú á einum minnsta gjaldmiðli heims og tók lán í erlendri mynt til að kaupa hús og bíla. Þau lán eru núna að sliga fólk og margir sjá fram á að missa húsnæði sitt, verða að selja með bullandi tapi á fasteignamarkaði, þar sem verðið fer sífellt lækkandi.
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested