Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Taka þarf tillit til allra eða hvað?

Þessi á vel við í dag Wink

> Brandari dagsinns...

> Jólahlaðborð í danska fyrirtækinu.

> 2. desember

> Til allra starfsmanna:

> Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins,

> julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentínu þann 20 desember.

> Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila

> vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur

> jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma

> með jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.

> Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi

> 3. desember

> Til allra starfsmanna:

> Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku

> vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg

> samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis

> árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki

> jólasöngvar.

>

> Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi

> 7.desember

> Til allra starfsmanna

> Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið

> af eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt

> borð. Með gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en

> vil um leið benda á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi.

> 9. desember

> Til allra starfsmanna

> Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr

> megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta

> rétt hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa

> ekki að sitja við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu

> fá hommar og lesbiur blómaskreytingu á borðin sín.

> ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?

> Tina Johansen

> fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi

> 10. desember

> Til allra starfsmanna

> Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi

> verður notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að

> hafa reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða

> 14. desember

> Til allra starfsmanna

> Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo

> innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki.

> Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til tunglsins

> 20.desember til að sitja eins langt frá dauða-grillinu og þið mögulega

> getið.

>

> Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið

> að tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég

> hef sjálf heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn!

>

> Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið

> farið í kóma!

> Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni.

> Til allra starfsmanna

>

> Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine

> Johansen góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni

> kort með góðum óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið

> að það verður ekki nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. Þið megið taka

> ykkur frí allan daginn þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað.

> Gleðileg jól!

> Frederik Lindstrøm

> Starfsmannastjóri


Íslendingar í næst-neðsta sæti af Norðurlöndunum í PISA könnuninni

Athyglisvert svo ekki sé meira sagt.

Í viðtali á mbl.is segist Þorgerður Katrín menntamálaráðherra þokkalega sátt samt vonsvikin og við erum að gefa eftir.

Skólasamfélagið ráðuneytið sveitarfélögin og kennslustofnanir landsins verða að taka þetta alvarleg.

Við verðum að líta til tímanns sem gefinn er til lesturs, kennsluhátta og viðhorfs."

Danir gerðu átak í lestrarkunnáttu og skilningi og skilaði það þeim árangri svo eftir er tekið, er þetta ekki eitthvað sem við verðum að horfa til.

Finnar eru með kennaramenntun sem vert er að horfa til að mati ráðherra, fréttamaður spurði hvort að þeir væri ekki líka með hærri laun? Jú eitthvað aðeins hærri laun.

Er það málið hækka bara launin og þá batnar kennslan?

Snýst þá þetta um það að kennarar eru með svo léleg laun (ekki sammál) að það kemur niður á vinnunni þeirra, ja þeir kennarar sem ég þekki hafa meiri metnað en það að láta slíkt hafa áhrif á árangur nemenda sinna það er ég viss um.

Hvernig á sveitarfélagið að koma að bættum árangri nemenda sinna?

Það er nú svo í dag, þá fást menntaðir kennarar ekki til starfa á mörgum stöðum úti á landi og svo ber nú einnig við á stór höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári.

Eru það launin sem gera það að verkum að árangur íslendinga er ekki betri en raun ber vitni

 


Þarf að senda innkaupa afrakstur með fraktflugi til íslands?

Hvað er að gerast með okkur íslendinga, eftirfarandi frétt er á ruv.is

Kaupæði Íslendinga vekur athygli

Lágt gengi Bandaríkjadals hefur hvatt Evrópubúa í verslunarferðir vestur um haf, þar á meðal ófáa Íslendinga. Fréttatímaritið Time Magazine, fjallar um þetta kaupæði í nýlegri grein og ræðir við íslenskan ferðalang.

Íslendingar eru tíðir gestir í Minneapolis - koma þangað með beinu flugi - og í grein Time Magazine er rætt við sölustjóra hótels í nágrenni verslanamiðstöðvarinnar Mall of America, sem sýndi blaðamanni stóran sal, þar sem farangur - eða afrakstur innkaupa íslensku gestanna var geymdur - margir þeirra sögðust hafa keypt inn fyrir hátt í 5000 dollara - um 300.000 krónur.

það verður nóg að gera hjá tollurum í Leifsstöð þegar þessir afrekshópar koma til landsins en er ekki ákveðin upphæð sem miðast við hvað má koma með til landsins?

Svona í framhaldi af þessu þá sá ég á vef www.sksiglo.isað fyrrverandi vinnufélagar mínir í SR-Bygg eru að koma sér fyrir í gömlu Aðalbúðinni.

Ég vil óska þeim til hamingju með það framtak, það verður líflegt við Aðalgötuna með opnun í þessu gamla verslunarhúsnæði í hjarta bæjarins.


KK og Ellen sungu norðangaddann burt í Herhúsinu á Sigló

Þar sem ég átti að vera í jólahlaðborði með samnemendum mínum og öðru Hólafólki en vegna ófærðar komst ég ekki , svo þá var um að gera að skella sér á tónleika þeirra systkina, en ég hef farið á marga tónleika hjá KK enda minn uppáhalds tónlistarmaður.

Þessir tónleikar í gærkvöldi verða öllum sem þar voru ógleymanlegir þvílíkir snillingar það verður ekki af þeim tekið.

Byrjað var á að tilkynna að söngkonan væri stífluð og vakti það mikinn hlátur viðstaddra, síðan komu þau á sviði fyrst Ellen og síðan KK Ellen með stóra rúllu af snýtupappír og KK með kaffibollan.

Húmorinn í þeim er alveg meiriháttar stóribróðir byrjaði að segja frá nýútkominni plötu Ellenar og þar var ekki laust viða að hún færi hjá sér, hann sagði að hún hafi tekið með sex eintök og tónleikaferðalagið væri nýhafið, en hann væri sjálfur með hundrað eintök af gömlum KK diskum, þetta var nóg salurinn sprakk úr hlátri.

Það var farið vítt og breitt yfir músíksviðið allt frá sálmum og í villtasta blús.

það er eitt sem ég verð að segja frá en þannig var að þau áttu ömmu sem var meðal annars ljóðaskáld og KK er að segja frá heimsóknum til hennar en amman spáði í bolla fyrir fólk og lá hann þá stundum á skráargatinu og fylgdist með.

Amman hafði ort ljóð um jólin og KK gerði lag við og nú átti að flytja þetta, nema hvað Ellen byrjar að hlæja og hlæja og hún gat ekki hætt KK þráaðist við og reyndi að halda áfram en ekkert gekk hann byrjaði að hlæja og salurinn hló og hló þau reyndu fjórum sinnum en allt kom fyrir ekki það endaði alltaf á sama veg hláturinn var yfirsterkari söngnum.

Í upphafi tónleika þá nefndi KK eitthvað á þá leið að það ætti eitthvað sérstakt eftir að gerast og ég held að þetta sérstaka hafi verið þessi uppákoma með ljóð ömmunnar. Sú gamla var kannski með í anda og hafði þessi skemmtilega truflandi áhrif á þau hver veit?

Ég veit að þau verða með tónleika í Hólakirkju 2.des skora á samnemendur mína og alla aðra sem staddir eru á Hólum að mæta, þið verðið ekki svikin að því. 

 Ásta og Hálfdán sem eiga og reka Herhúsið hafið mestu þakkir fyrir að koma þessum menningar viðburði á, en listamenn ætu að gefa þessu húsi og þeim möguleikum sem þar eru meiri gaum.

www.herhusid.is skoðið þetta.


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 94419

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband