Leita í fréttum mbl.is

Nýsköpun, "Neyðarpakki frá Tröllaskaga"

Tekið af vef www.sksiglo.is

SiglÓl ehf er hugarfóstur þriggja stórhuga sem sjá tækifæri til að nýta fiskislóg til að hjálpa nauðstöddum og um leið skapa atvinnu hér heima. Þeir buðu til hófs í tilefni opnunar á húsnæðinu. Hermann Einarsson leiðir okkur í gegnum viðtalið.


Neyðarpakki frá Tröllaskaga

Það var í lok síðasta árs um það leiti sem bankahrunið varð að við félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson ákváðum að stofna fyrirtækið SiglÓl ehf.

Siglol1_570



Hugmynd okkar gerir ráð fyrir að nýta fiskislóg til framleiðslu á próteini sem nýtist í framleiðslu á fyrstu hjálpar neyðarpakka á hamfærasvæði.  Þessi pakki á að fullnægja dagsskammti próteins fyrir einstakling.

Í neyðarpakkanum verður massi sem verður fyrir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúðir. Áframhaldandi þróun verkefnisins fer mikið eftir niðurstöðum rannsókna og vöruþróunar. Vitað er að þekking á framleiðslu sem þessari er allnokkur til í landinu og mun Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri kortleggja þá þekkingu.



Ekki er hægt að nefna eitt markaðssvæði en Rauði krossinn og UNICEF eru meðal þeirra sem kaupa slíka vöru. Þess má geta að íslenska ríkið er að láta mjög mikla peninga í hjálparstarf og viljum við kynna þessa vöru fyrir stjórnvöldum með það að markmiði að leggja þá líka til framleiðslu á vöru sem full þörf er fyrir og þannig skapa störf og fullnýtingu á hráefni sem var áður hent.

Einnig má geta þess að Norðmenn fara þá leið að kaupa vöru af innlendum framleiðenda og gefa svo til þeirra sem þess þurfa. Má segja að þannig skapist hagvöxtur í heimabyggð.



Nýnæmi fellst í því að fullnýta vöru sem er hent í dag. Staðan í dag er sú að búið er að gera leigusamning um húsnæði í eitt ár, keypt hafa verið frystitæki og fleiri tæki sem þarf til framleiðslunnar.

Verið er að ganga frá ráðningarsamningum við starfsmenn. Reiknað er með að starfsemin hefjist í næstu viku og verða þá til fjögur störf. Byrjað verður á að flokka fiskislógið og frysta síðan er það selt.
Samhliða verður áfram unnið að vinnslu próteins úr fiskislóginu í samvinnu við Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri.



Við óskum þeim félögum gæfu og góðsgengis og þökkum kærlega fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband