9.5.2009 | 14:05
Nýsköpun, "Neyðarpakki frá Tröllaskaga"
Tekið af vef www.sksiglo.is
SiglÓl ehf er hugarfóstur þriggja stórhuga sem sjá tækifæri til að nýta fiskislóg til að hjálpa nauðstöddum og um leið skapa atvinnu hér heima. Þeir buðu til hófs í tilefni opnunar á húsnæðinu. Hermann Einarsson leiðir okkur í gegnum viðtalið.
Neyðarpakki frá Tröllaskaga
Það var í lok síðasta árs um það leiti sem bankahrunið varð að við félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson ákváðum að stofna fyrirtækið SiglÓl ehf.
Hugmynd okkar gerir ráð fyrir að nýta fiskislóg til framleiðslu á próteini sem nýtist í framleiðslu á fyrstu hjálpar neyðarpakka á hamfærasvæði. Þessi pakki á að fullnægja dagsskammti próteins fyrir einstakling.
Í neyðarpakkanum verður massi sem verður fyrir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúðir. Áframhaldandi þróun verkefnisins fer mikið eftir niðurstöðum rannsókna og vöruþróunar. Vitað er að þekking á framleiðslu sem þessari er allnokkur til í landinu og mun Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri kortleggja þá þekkingu.
Ekki er hægt að nefna eitt markaðssvæði en Rauði krossinn og UNICEF eru meðal þeirra sem kaupa slíka vöru. Þess má geta að íslenska ríkið er að láta mjög mikla peninga í hjálparstarf og viljum við kynna þessa vöru fyrir stjórnvöldum með það að markmiði að leggja þá líka til framleiðslu á vöru sem full þörf er fyrir og þannig skapa störf og fullnýtingu á hráefni sem var áður hent.
Einnig má geta þess að Norðmenn fara þá leið að kaupa vöru af innlendum framleiðenda og gefa svo til þeirra sem þess þurfa. Má segja að þannig skapist hagvöxtur í heimabyggð.
Nýnæmi fellst í því að fullnýta vöru sem er hent í dag. Staðan í dag er sú að búið er að gera leigusamning um húsnæði í eitt ár, keypt hafa verið frystitæki og fleiri tæki sem þarf til framleiðslunnar.
Verið er að ganga frá ráðningarsamningum við starfsmenn. Reiknað er með að starfsemin hefjist í næstu viku og verða þá til fjögur störf. Byrjað verður á að flokka fiskislógið og frysta síðan er það selt.
Samhliða verður áfram unnið að vinnslu próteins úr fiskislóginu í samvinnu við Rannsóknarstofa í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri.
Við óskum þeim félögum gæfu og góðsgengis og þökkum kærlega fyrir okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.