Leita í fréttum mbl.is

Viku gamall draumur

Smá forsaga, ég vann hjá fyrirtæki í Rvík fyrir fjórum árum sem endaði í gjaldþroti.

Nú dreymdi mig að ég og Jóhanna Sigurðar forsætisráðherra vorum að þjarka um 20% leiðréttinga tillögu Framsóknarflokksins.

rvk_johanna_200

  Jóhann var stödd inni á skrifstofu framkvæmdastjóra þessa fyrirtækis sem fór í þrot og hún sat einnig í hans stól, við áttum orðaskipti og fannst mér hún vera alveg eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri þ.e.a.s. í allri framkomu. það urðu skoðanaskipti og raddir hækkuðu aðeins. 

Og andrúmsloftið var það sama og þegar ég og fyrrnefndur forstjóri áttum  samskipti undir starfslok fyrirtækisins.Ég veit ekki hvort það skiptir máli en forstjóri þessi fór illa með mig og dætur mínar sem tókum að okkur að þrifa í fyrirtækinu á sunnudögum.  

Þetta voru tekjur okkar til að komast saman í frí erlendis. Við áttum þarna inni dágóða upphæð sem við fengum ekki greidda, ég óskaði eftir að fá að taka þessa skuld út í vörum en var hafnað. 

Nú endar draumurinn á þá leið að við náðum ekki niðurstöðu og sat ég ennþá fyrir framan Jóhönnu og ekkert meira gerst við ennþá ósammála. Við þetta vakna ég.  

Mér er þessi draumur ofarlega í huga núna eftir að kosningaúrslit liggja fyrir.

Gaman væri að fá álit ykkar sem teljið ykkur geta ráðið drauminn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband