Leita í fréttum mbl.is

Þjónustuhöfn í Siglufirði

Á bæjarstjórnafundi 26. janúar var meðal annars samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2009.

Niðurstaða B hluta er neikvæður um 137. mkr en A hluti sýnir jákvæða niðurstöðu um 27 mkr.

Heildartekjur A og B hluta eru 1.604 milljónir kr. og þar af eru skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs 1.144 milljónir kr. eða sem nemur 71,2%. Skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs hækka um 11 mkr. frá árinu 2008 m.v. endurskoðaða áætlun eða um 1%.

Heildarútgjöld bæjarsjóðs eru 1.559 mkr. án fjármagnsliða.  Þar af er launakostnaður 856 mkr. eða 55%.  Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 156 mkr. og er rekstrarniðurstaða neikvæð að fjárhæð 110 mkr. samanborið við 178 mkr. samkvæmt endurskoðaðri áætlun 2008.

Fjárfestingar ársins nema 118 mkr. og reiknað er með að selja eignir fyrir 9 mkr.

Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti er gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 184 mkr. eða sem nemur 11,5%.  Er hér um að ræða hækkun um 0,9 mkr. miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun 2008.

Bregðast verður við hallarekstri með einhverju móti á ákveðið hefur verið að fá ráðgjafafyrirtæki til þess að taka út rekstur þjónustumiðstöðva og skóla í Fjallabyggð, það þarf að fara vel yfir alla þætti og þegar tengingin er komin þá næst fram hagræðing á ýmsum sviðum þess er ég fullviss.

Einnig það að athuga möguleika á frekari tekjum fyrir hafnirnar og er þetta eitt skref í þá áttina.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.


Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á stjórnvöld að skoða vel og kynna allar ákjósanlegar staðsetningar þjónustuhafna fyrir væntanlegar olíurannsóknir og olíuleit.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar bendir á frábærar aðstæður á Siglufirði.  Á Siglufirði eru náttúrulegar og landfræðilegar hafnaraðstæður afar hagstæðar með góðum stækkunarmöguleikum.  Í Fjallabyggð er þegar sú þjónusta sem þarf til, flugbraut fyrir innanlandsflug og stutt er í alþjóðaflugvöllinn á Akureyri.  Það eitt og sér hlýtur að skipta miklu máli við val á þjónustuhöfnum.  Bæjarstjórn Fjallabyggðar ítrekar því þá afstöðu sína að ekki verði rasað um ráð fram við ákvörðun sem þessa og hagkvæmur kostur eins og Siglufjörður verði skoðaður vandlega áður en farið er út í dýrar framkvæmdir annars staðar.
Afgreiðsla 17. fundar staðfest á 34. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta heitir að sýna frumkvæði og fyrirhyggju, auk þess sem nauðsynlegt er  að nýta þau mannvirki sem til eru í landinu. Að gera hagkvæmni athugun er því mjög skynsamleg og rökrétt leið í stöðunni. Hið besta mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband