Leita í fréttum mbl.is

Lengi getur vont versnað

Ég verð að segja að mér stendur ekki á sama varðandi þróun mótmæla og einnig viðbrögð lögreglu. Ég hef miklar áhyggjur af því að þetta endi með líkamstjóni eða einhverju verra, það er rafmagnað loftið reiði og biturð er að brjótast út í miklum mæli.

Uppákoma eins og í dag þar sem að mér sýnist lögregla hafi farið á taugum veit ekki á gott, við skulum ekki gleyma því að lögregluþjónn er líka mennskur og er að sinna vinnu sinni.

Hann getur misst stjórn á sér alveg eins og þeir sem mótmæla og þá er fjandinn laus óeirðir er ekki það sem þjóin þarf á að halda þessa stundina.

Við getum mótmælt með því að sýna samstöðu af hverju ekki að mæta saman fjölskyldufólk, eldri borgarar, námsmenn öryrkjar og allir þeim sem vettlingi geta valdið. Af hverju gat allur þessi hópur fólks mætt á úti tónleika á Menningarnótt? 

Ég skora á fólk að leggja niður vinnu fara úr skólunum og safnast saman á Austurvöll og sýna samstöðu, tugi þúsunda saman á svo táknrænan hátt virka betur en eggja og málningarkast í hús að mínu mati.

Og svona að lokum fyrir ríkisstjórnina

Að gera meira af því sem er ekki að ganga, fær hlutina ekki til að ganga betur

 Charles J. Givens
mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yrði það ekki frábært ef allir myndu þora að leggja niður vinnu í einn til tvo daga, safnast saman á Austurvelli og halda eina góða útihátíð?

En því miður held ég að það verði mjög erfitt að sannfæra alla að leggja niður vinnu sína!  Þá má þó reyna og ég vona svo sannarlega að allir taki nú þátt í því að koma þessu pakki í burt svo við getum fengið saman að byggja upp Nýtt Ísland

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Sammála. Góðar athugasemdir.

Einar Sigurbergur Arason, 21.1.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Akkurat!     Laugardagsmótmælin hafa engu skilað!   Þessi virka og voru friðsamleg - mjög hæfileg Ghandisk mótmæli!!!

Ragnar Eiríksson, 21.1.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband