14.1.2009 | 00:45
Beðið eftir stórslysi eða dauðaslysi?
Ég hef spurt mig af því að undanförnu hvort að virkilega þurfi stórslys eða dauðaslys til þess að gerðar verði úrbætur á veginum á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar?
Það hafa fallið nokkuð mörg snjóflóð á þennan veg að undanförnu og í gegnum tíðina, eða 35 frá 2006 já 35.
Nú ber svo við að oftar en ekki er þetta að gerast á sama stað þ.e.a.s við Sauðanes. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur ítrekað óskað eftir við samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir byggingu vegsvala á þessu kafla.
Það á bara eftir að aukast umferðin um þennan veg með tilkomu Héðinsfjarðaganga og framhaldsskóla í Ólafsfirði, en fyrir þau ykkar sem ekki vita, að með tilkomu Héðinsfjarðaganga þá opnast hringleið um Tröllaskaga sem er opin allt árið.
sjá mynd af Tröllaskaga.
En því miður er talað fyrir daufum eyrum, þess vegna spyr ég þarf virkilega að verða stórslys eða þaðan af verra áður en úrbætur verða?
Tekið að vef www.ruv.is
Ólafsfjarðarvegur slysagildra
Ólafsfjarðarvegur er slysagildra vegna tíðra snjóflóða. Lögregluvarðstjórinn á Dalvík segir að grípa verði til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, en stórt snjóflóð féll á veginn um helgina.
Um er ræða um eins kílómetra kafla Dalvíkurmegin á Ólafsfjarðarvegi, en tíð snjóflóð á vegkaflanum síðustu misseri hafa verið bundin við nokkur gil við Sauðanes. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skráð 35 snjóflóð á þessu svæði frá því í mars árið 2006, sem öll féllu á veginn. Það sem af er vetri eru flóðin orðin á annan tug talsins.
Felix Jósafatsson, lögregluvarðstjóri á Dalvík, segir snjóflóðin að jafnaði 10-15 talsins á vetri og þau séu mörg hver í stærra lagi. Hann segir lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi vegfarenda á svæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.