9.1.2009 | 13:13
Áfram er ályktað en dugar það til?
Við í bæjarráði lögðum fram ályktun á bæjarráðsfundi í gær, en það er fyrsti fundur á nýju ári. Það er hörmulegt að byrja árið með slíkum aðgerðum sem boðaðar hafa verið af ráðherra heilbrigðis og heilsu niðurskurður sama hvaða afleiðingar hann hefur.
Það er einnig áhugavert þessi sameining sem sami ráðherra er að boða, og ætla að reyna að telja okkur fólkinu á landsbyggðinni trú um bætta þjónustu og aukið öryggi. Mikil er "fáviska" ráðherra svo ekki sé meira sagt.
Nei boðaður er niðurskurður sama hvað rausar og tautar og fólk á bara að láta þetta yfir sig ganga. Sjálfstæðisflokkurinn er að rústa ekki bara heilbrigðiskerfinu heldur er þessi stefna þeirra að rústa landinu og þegnu sínum. Það er nöturlegt að horfa uppá forgangsröðun hjá Sjálfstæðisflokknum það á að halda áfram með byggingu tónlista og ráðstefnu hús sem einkaaðili "skeit á sig " með og ráðherra skuldbatt ríkissjóð um rúmar 800 milljónir á ári næstu 35 árin til reksturs þessa frábæra og afar nauðsynlega verkefnis, eða hitt þó heldur.
Það er ekki oft sem ég er sammála þingmanninum Pétri Blöndal en ég tek undir hans orð þegar hann talar um það að láta tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina standa í þeirri mynd sem mynnisvarða um þá óráðsíu sem var hér í gangi. Þarna er gott útsýni og gæti verið áhugaverður ferðamannstaður.
Enn er ályktað í Fjallabyggð um aðgerðir heilbrigðis og heilsumála ráðherra og fylgir hún hér með.
Tekið af vef Fjallabyggðar
Ályktun frá bæjarráði
Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94647
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Ég tel að löngu sé tímabært að samræna þjónustu í heilbrigðiskerfinu betur en nú er. Við búum við það góðar samgöngur og samskipti á öllum sviðum. Ég tel mun skynsamlegra að taka á málinu eins og þeir gera í Óafsvík þar sem talað er um sóknarfæri í stöðunu. Sérhæfing stofnana er örugglega framtíðin og þá geta jafnvel skapast ný atvinnutækifæri á einhverjum stöðum. Við hér í Húnaþingi vestra höfum ekki verið með þjónustu fyrir fæðandi konur hér á svæðinu í mörg ár, ekki verið með skurðstofu í tæpa 4 áratugi og svona mætti telja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.