Leita í fréttum mbl.is

Áfram er ályktað en dugar það til?

Við í bæjarráði lögðum fram ályktun á bæjarráðsfundi í gær, en það er fyrsti fundur á nýju ári. Það er hörmulegt að byrja árið með slíkum aðgerðum sem boðaðar hafa verið af ráðherra heilbrigðis og heilsu niðurskurður sama hvaða afleiðingar hann hefur.

Það er einnig áhugavert þessi sameining sem sami ráðherra er að boða, og ætla að reyna að telja okkur fólkinu á landsbyggðinni trú um bætta þjónustu og aukið öryggi. Mikil er "fáviska" ráðherra svo ekki sé meira sagt.

Nei boðaður er niðurskurður sama hvað rausar og tautar og fólk á bara að láta þetta yfir sig ganga. Sjálfstæðisflokkurinn er að rústa ekki bara heilbrigðiskerfinu heldur er þessi stefna þeirra að rústa landinu og þegnu sínum.  Það er nöturlegt að horfa uppá forgangsröðun hjá Sjálfstæðisflokknum það á að halda áfram með byggingu tónlista og ráðstefnu hús sem einkaaðili "skeit á sig " með og ráðherra skuldbatt ríkissjóð um rúmar 800 milljónir á ári næstu 35 árin til reksturs þessa frábæra og afar nauðsynlega verkefnis, eða hitt þó heldur.

Það er ekki oft sem ég er sammála þingmanninum Pétri Blöndal en ég tek undir hans orð þegar hann talar um það að láta tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina standa í þeirri mynd sem mynnisvarða um þá óráðsíu sem var hér í gangi. Þarna er gott útsýni og gæti verið áhugaverður ferðamannstaður.

Enn er ályktað í Fjallabyggð um aðgerðir heilbrigðis og heilsumála ráðherra og fylgir hún hér með.

Tekið af vef Fjallabyggðar

Ályktun frá bæjarráði

Ályktun frá 119. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar 8. janúar 2009 um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir vanþóknun sinni á þeim niðurskurði sem yfirvöld hafa boðað á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær einhliða skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt og óskar eftir viðræðum sem fyrst vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að löngu sé tímabært að samræna þjónustu í heilbrigðiskerfinu betur en nú er. Við búum við það góðar samgöngur og samskipti á öllum sviðum. Ég tel mun skynsamlegra að taka á málinu eins og þeir gera í Óafsvík þar sem talað er um sóknarfæri í stöðunu. Sérhæfing stofnana er örugglega framtíðin og þá geta jafnvel skapast ný atvinnutækifæri á einhverjum stöðum. Við hér í Húnaþingi vestra höfum ekki verið með þjónustu fyrir fæðandi konur hér á svæðinu í mörg ár, ekki verið með skurðstofu í tæpa 4 áratugi og svona mætti telja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband