18.12.2008 | 10:17
Nýtt landslag
Eftirfarandi grein birtist í Bæjarblaðinu blaði okkar framsóknarfólks í Fjallabyggð.
Set hana hérna fyrir þau ykkur sem áhuga hafa á málefnum okkar í Fjallabyggð þar sem blaðið er eingöngu borið út í Ólafsfirði og Siglufirði.
Nýtt landslag.Lesandi góður.
Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Árið sem nú er að enda hefur verið mikið framkvæmdaár hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð og bera báðir byggðakjarnar þess augljós merki. Það er margt gott sem hefur verið gert en eins og alltaf er hægt að gera betur og á það jafnt við um okkur sem förum með stjórnun Fjallabyggðar og aðra sem hér búa og starfa.
Öll verðum við vör við breytt landslag í samfélaginu já og í öllum heiminum. Það hafa margir haft á orði að við í sveitarfélaginu Fjallabyggð höfum verið í kreppu undanfarin tíu til fimmtán ár það má kannski segja sem svo.
Af hverju segi ég þetta jú hér hefur ekki verið þensla og uppbygging eins og hefur verið á suðvesturhorni landsins og fyrir austan. Hér hefur störfum fækkað mjög mikið undanfarin ár og fólksfækkun sömuleiðis, þetta er þróun sem ekki hefur gengið að snúa við því miður. En margt hefur verið reynt og hefur verið sótt á ríkið að koma með störf sem svo sannarlega eiga heima hérna t.d. fjölgun starfa hjá Síldarminjasafni Íslands svo dæmi sé nefnt. En því miður hefur verið talað fyrir daufum eyrum ráðmanna.
Hvað er hægt að gera til að snúa vörn í sókn? Ég hef heyrt það nokkuð oft að sveitarfélagið Fjallabyggð sé ekki að gera neitt til að snúa þessari þróun við. Þá spyr maður sig á sveitarfélagið að fara útí fyrirtækja rekstur svarið er alveg ljóst í mínum huga það er NEI?
Hversvegna ætti sveitarfélagið Fjallabyggð að fara að stofna fyrirtæki? Það hefur nóg með að veita þá grunnþjónustu sem því ber skylda til, en í dag erum um 150- 170 stöðugildi hjá sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið Fjallabyggð fór af stað með kynningu Fjallabyggð er frumkvöðull með því var verið að vekja athygli fólks á því sem sveitarfélagið Fjallabyggð hefur uppá að bjóða.Sendur var magnpóstur á ungt fjölskyldufólk á suðvestur horni landsins.
Þetta fólk horfir nú til upprunans og spyr hvort ekki sé möguleiki að koma heim?
Eins og ég segi hérna framar þá hefur störfum fækkað mjög mikið á undanförnum árum og lítið komið í staðinn. Ég hef spurt þetta unga fólk hvort það gæti ekki hugsað sér að koma með hugmynd eða fyrirtæki með sér? Jú það er nefnilega svo að nokkrir aðilar hafa og eru að hugsa um það, þetta er það sem okkur vantar í okkar samfélag ungt og framtaksamt fólk fullt af eldmóði og krafti.
Það skal þá ekki standa á þeim sem þetta skrifar að styðja þá sem sýna vilja og áræðni til að skapa hérna eitthvað nýtt og uppbyggilegt fyrir samfélagið.
.
Nýtt landalag hefur skapast í samfélaginu já og á landinu öllu þetta eru mjög erfiðir tímar og eiga margir um sárt að binda. Við sem hér búum verðum að þjappa okkur enn frekar saman og moka okkur í gegnum þennan skafl, við íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar höfum í gegnum árin mokað okkur út úr stórum sköflum áður. En með samstilltu átaki okkar allra sama hvaða pólitískar skoðanir við höfum þá tekst okkur þetta þess er ég full viss.
Nú erum við bæjarfulltrúar allir sem einn að vinna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009 og fyrri umræða fór fram í Ólafsfirði 9 desember jólafundur bæjarstjórnar.
Það voru ekki fallegar tölur en við skulum hafa í huga að ekki er gert ráð fyrir aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram fjárlögin svo þarna er stór óvissuþáttur.
Í stuttu máli þá lítur þetta svona út við fyrri umræðu.
Skatttekjur 1.076.445.000
Félagsþjónusta -88.461.000
Fræðslu og uppeldismál -499.007.000
Æskulýðs og íþróttamál -175.294.000
Sameiginlegur kostnaður -165.469.000
Hafnarsjóður -36.085.000
Íbúðasjóður -18.564.000
Veitustofnun -50.828.000
Loka niðurstaða er sem sagt sú að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu er með niðurstöðu tölur uppá -95.458.000 .
En eins og áður segir þá á þetta eftir að taka töluverðum breytingu og þá til hins betra, við megum ekki fyllast örvæntingu. En við sem kosin vorum til þess að fara með stjórn sveitarfélagsins verðum að gæta okkar og hlúa sem best að þeim sem minnst mega sín og láta grunnþjónustuna hafa algeran forgang.
Það sést á þeim tölum sem hér eru að nánast helmingur tekna sveitafélagsins fer í rekstur fræðslu og uppeldismála og svo koma íþrótta og æskulýðsmál. Þetta tvennt stendur uppúr í fjárhagsáætlun okkar og hefur reyndar gert undanfarin ár.
Ég ætla að enda þessi skrif mín á ljóði eftir góðan dreng sem við mörg könnumst við en hann hét Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi e hann lést 27. mars síðastliðinn eftir mikla og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Það kom út ljóðabók eftir hann nokkrum dögum eftir andlát hans og nefnist hún Agnarsmá brot.....
HugarhiminnHugur þinn
Er sem himinn
Ýmist heiður og blár
Eða hrannaður skýjum
Hver hugsun er ský.
Sum eru sólbjört og létt
Önnur svargrá og þung.
En skýjafar allt
Er á þínu valdi.
Þú getur eytt öllum
Illviðrisskýjum
Svo heiðríkt verði
Á hugarhimni þínum.
Og þá skín sól
Ekki aðeins á þig
Heldur alla
Í návist þinni.
Minnstu þess ávallt
Að þú einn
Ert þinn veðurguð.
Hermann Einarsson Oddviti B-lista í Fjallabyggð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.