Leita í fréttum mbl.is

Vodafone bjargaði bæjarráði

Ég má til með að setja á  "blað" upplifun mína og samherja í bæjarráði Fjallabyggðar í gær.

Þannig er mál með vexti að bæjarráð er að hitta alla forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins, en verið er að vinna í fjárhagsáætlun fyrir 2009.

Ákveðið að byrja í Ólafsfirði og enda svo í dag á Siglufirði, nú við lögðum af stað bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og fjármálastjóri lagt af stað kl 8 og ákveðið að fara Lágheiði enda ekki nema 60km á milli bæjarhluta.

það rigndi á Sigló þegar við leggjum af stað allir í betri fötum og blankskóm, það byrjar svo að hríða þegar komið er í Almenninga enda kannski ekki við öðru að búast kominn í Skagafjörðinn heimkynni ísbjarna á Íslandi.

Áfram er haldið bæjarstjórinn keyrir (sunnlendingur) mikið skrafað og málin rædd í þaula enda gott í þessum ferðum að fara yfir stöðuna. Nú við erum svo að leggja í hann á Lágheiði þegar við náum tveimur jepplingum sem eru á sömu leið fyrstu bílar og ekið rólega.

Svolítill snjór er kominn efst á heiðina og vill ekki betur til en svo að fremsti bíllinn rennir útaf, sem betur fer ekki á neinni ferð og nær að stoppa áður en í óefni er komið.

Á nákvæmilega sama stað komu ég og formaður bæjarráðs að bíl fyrr í vetur sem hafði farið útaf en því miður þá fór hann á hliðina en enginn slys á fólki.

Við stoppum og spjöllum við ökumanninn ungur drengur en rétt á eftir okkur kom öflugur jeppi sem náði að draga hann upp.

Við komum í Ólafsfjörð um 9:30 og strax stokkið í kaffikönnuna og heilsað uppá liðið, síðan tóku við fundir með starfsmönnum og stóðu þeir til kl 15:20.

Þá var komið að því að halda heim í vesturbæinn hvort á nú að fara Lágheiði eða lengri leiðina í gegnum Dalvík; Öxnadalinn og Skagafjörð ekki vænlegur kostur enda tekur þetta tæpa þrjá tíma.

Við höldum á Lágheiði allavega prufum og ég fullur bjartsýni að þetta sé nú ekkert mál, það er farið að reyna svolítið að jeppann þegar við komum að Bakka.

Fjármálastjórinn hringir og lætur vita að við séum á leið uppá heiðina. Nú það gerist svo að jeppinn festist við ekki kominn á há heiðina og búmmm pikkfastur.

Bæjarstjórinn (sunnlendingur:) ) við stýrið nú eru úr vöndu að ráða við utan símasvæðis allir taka upp gemsanna ekkert merki og allir á blankskóm og engin skófla í bílnum. 

það var varla hægt að vera verr útbúinn, ég fer út og byrja að sparka og krafla frá dekkjunum, Jónína labbar aðeins lengra og kemur með þær gleðifréttir að það sé ekki svo mikill snjór framundan.

Það voru tveir kuldagallar og húfur og vettlingar í bílnum Óli og Egill skella sér í galla og byrja að moka með plastlokinu af kassanum sem gallarnir eru geymdir í og þar sem skóflurnar áttu að vera líka....

Ég fer inní bíl að ná í mig smá hita og viti menn síminn minn hringir já Vodafone IS takk fyrir  þetta er félagi minn að upplýsa mig um stöðu verkefnis sem við þurftum að skila af okkur. Langt síðan ég hef verið svona ánægður að heyra í símanum hringja.

Ég þurfti svo mikið að flýta mér að segja honum að við værum fastir uppá Lágheiði og biðja hann að hringja og senda björgunarsveitina að bjarga bæjarráði. það var eins og þetta væri mitt síðast símtal á ævinni, allavega hlógu þau mikið Jónína og Þórir bæjar og bílstjóri..

Við vorum ekkert að segja mokstursmönnum okkar frá því að björgunarsveitin væri á leiðinni að sækja okkur enda eins gott þeir mokuðu undan bílnum og við ýttum honum svo í gegnum skaflinn.

Nú það varða að halda áfram hvergi hægt að snúa við og viti menn við komumst niður af heiðinni og stoppuðum á innsta bænum í Fljótunum og fengum að hringja og afturkalla björgunarsveitina en hún var sem betur fer ekki kominn neitt langt.

Og viti menn við græddum hálftíma á þessu brasi okkar en það sem er skemmtilegast er að segja frá því að við mokuðum upp bílinn í jakkafötum með bindi og blankskóm.

Svo var núna að enda bæjarstjórnarfundur og þurftu bæjarfulltrúar í Ólafsfirði að koma lengri leiðina en í þetta ferðalag fara um 6 tímar. Já við bíðum spennt eftir því að það opnist á milli með Héðinsfjarðargöngum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband