Leita í fréttum mbl.is

Sjór og snjór flæða

Seinnipart gærdagsins þá varð töluvert sjóflóð á Sigló, há sjávarstaða gerði það að verkum að smábátar flutu nánast yfir bryggjur og sjór flæddi um nokkrar götur neðst á eyrinni.

Mér er ekki kunnugt um tjón að völdum þessa, en í gegnum tíðina þá hefur það gerst að sjór hafi flætt á land og oft á tíðum valdið miklu tjóni á íbúðar og atvinnuhúsnæði.

Félagar úr björgunarsveitinni, bæjarstarfsmenn og trillukallar voru að bjarga verðmætum og afstýra frekari tjóni. Svo gerðist það í morgun að snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla og lokaði veginum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sent samgönguyfirvöldum erendi þess efnis að byggðar verði vegsvalir á þeim stað sem þessi snjóflóð eru hvað oftast að falla og eftir því sem ég best veit eru vegsvalirnar komnar á fjárlög.

það skipast skjótt veður í lofti ekki bara í fjármálaheiminum, fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég á ferð um Lágheiði til Ólafsfjarðar og veður hið besta svo ákveðið var að skella sér á fyrsta vetrardag skemmtun í Ólafsfirði í kvöld, en því miður þá verður ekkert úr því, verð bara með þeim í huganum og vona að þeir skemmti sér vel sem þar verða.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af vef sksiglo 

2008-10-24_20-24-46_0029_resize

2008-10-24_21-12-13_0040_resize


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband