19.10.2008 | 11:56
Mismunur á þenslusvæðum og ekki þenslusvæðum
Í þessari frétt endurspeglast ástandið á milli þeirra sveitarfélaga þar sem þenslan og fólksfjölgun hefur verið hvað mest síðastliðin 10-15 ár. Sveitarfélögin hafa verið að selja lóðir á ótrúlega háu verði meðan önnur sveitarfélög sem hafa ekki búið við fólksfjölgun hafa verið að borga með lóðum ef fólk fengist til að byggja.
Ég hitti bæjarfulltrúa og alþingismann úr Kópavogi á fundi síðastliðin vetur og ræddum við þessa stöðu, þ.e.a.s. lóðarverð og lánsmöguleika fólks frá þessum mismunandi landssvæðum. Hann var ekki að trúa mér þegar ég sagði honum frá því að við í Fjallabyggð borguðum með lóðum ef fólk vildi byggja meðan þeir t.d. í Kópavogi rukkuðu um jafnvel tugi milljóna fyrir sambærilega stærð af lóð.
Og svo tók nú steininn úr þegar ég sagði honum frá því að bankarnir sálugu Landsbankinn og Glitnir vildu helst ekki lána til fasteignakaupa úti á landi. En ég hafði af því fregnir að bankarnir vildu ekki lána á staði eins og Fjallabyggð og setti mig í samband við áðurnefnda banka og fékk það staðfest að áhugi væri enginn til að lána á slíka staði þar sem fólksfækkun væri.
Svona að lokum má geta þess að erfitt er að fá íbúð keypta á Siglufirði í dag og smærri einbýlishús liggja ekki á lausu, það hefur gerst að mikið að fólki hefur keypt sér eign á staðnum sem sína aðra fasteign og á hér athvarf sem það notar svo allt árið.
Ég tek undir með Halldóri formanni og Gunnari bæjarstjóra að reglur þær sem gilda eru barn síns tíma.
Og svona að lokum hvað hefur verið að bakvið það fasteignaverð sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu? Getur verið að bankarnir sálugu hafi keyrt upp fasteignaverðið, ljóst er að verktakar hafa farið hamförum og byggt langt umfram eftirspurn það er staðfest í dag?
Lögunum verður að breyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Sælir. Ég tek undir blogg Kristins Sigurjónssonar að meginstofni til. Ingibjörg Sólrún kom þessu okurkerfi lóða á með því að byrja borgarstjóraferil sinn á því að slá af 12-14.000 manna byggð sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins var með í skipulagsvinnu á Geldinganesi og var langt komin. Í framhaldi þessa gerræðis Ingibjargar Sólrúnar varð verulegur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu og ISG fór að bjóða upp fáeinar lóðir sem fáanlegar voru með þéttingar gamallar byggðar svo sem í Seljahverfi. Þarna fékkst fáránlega hátt verð. Þetta nýtti auðvitað dr. Gunnar Ingi sér ásamt með öðrum bæjarstjórum og snarhækkaði verð lóða hjá sér snimmhendis. Kópavogur naut góðs af framsýni Sjálfstæðismanna sem á undan dr. Gunnari voru sem höfðu undirbúið jarðveginn fyrir stækkun bæjarins m.a. með lagningu hins feykidýra, þá umdeilda, Kópavogsræsis, sem að samanlögðu varð til þess að dr. Gunnar gat með miklum hraða stóraukið framboð lóða - sem aftur vegna okurlóðaverðs varð bæjarsjóði stórkostleg tekjulind. Í þá sjóði gæti hagkvæmt rekinn bæjarsjóður núna sótt fé til að mæta innlögðum lóðum. Áður fyrr var lóðaverð metið með hliðsjón af kostnaði bæjarins við að leggja vegi og lagnir. N'una er það verð fundið og margfaldað með - tja kannski fjórum ? SIðlaust ?
Blogg Kristins :
18.10.2008 | 13:05
Þjófur tapar þýfi
Sveitastjórnir kvarta vegna skilagjalda á lóðum.
Sveitarstjórnir höfuðborgarinnar ákváðu að stórhækka lóðaverð, langt langt umfram gatnagerðagjöld. Þetta var og er ekkert annað en skattlagning sem á sér enga lagastoð, og ég kalla það þjófnað. Lóðaverðið fór í það að verða 4-falt gatnagerðagjöldin. Ef sveitastjórnirnar þurfa ekki að skila 1/4 af lóðunum, þá halda þeir eftir útlögðum kostnaði vegna gerð hverfanna. En þær væla eins og stunginn grís fyrir að þurfa að skila því sem þeir með „ólögmætum“ hætti höfðu af saklausum byggjendum sem flönuðu út í vitleysuna vegna gylliboða bankanna.
Fyrir mér er þetta eins og að hafa samúð með þjófi sem þarf að skila hluta þýfisins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.10.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.