29.9.2008 | 22:38
Davíð ók og Geir var farþegi um borð. Samfylkingunni var ekki boðið með.
Tekið af heimasíðu Valgerðar Sverrisdóttur Össur hefur sagt um Valgerði að hún sé skæðasti stjórnarandstæðingur og hann sé hálf hræddur við hana, kannski ekki að ástæðulausu.
Atburðir dagsins eru dramatískir og alvarlegir. Þeir færa okkur heim sanninn um að allt er í heiminum hverfult og að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, svo að gripið sé til þekktra orðatiltækja.
Orð sérfræðingsins Richards Thomas hjá Merrill Lynch-bankanum, sem hann lét falla seinni partinn í júlí, rifjast upp fyrir mér við þessa atburði. Hann velti upp í alvöru hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að halda að sér höndum þar til íslensku bankarnir væru svo illa staddir að hægt væri að þjóðnýta þá. Starfandi forsætisráðherra á þeim tíma, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði í framhaldinu að svona ummæli dæmdu sig sjálf og velti fyrir sér hvort einhverjar annarlegar hvatir lægju að baki svona staðhæfingu.
En hvað gerðist í dag?
Á meðan forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var staddur í New York til að tala fyrir aðild Íslands að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, gerðist ýmislegt hér heima. Í fyrsta lagi missti Ísland af þátttöku í gjaldeyrisskiptasamningum sem bandaríski Seðlabankinn gerði við nágranna okkar á Norðurlöndum. Stjórnvöld urðu tvísaga um það hvort reynt var að hoppa upp í þann vagn eða ekki. Eftir á að hyggja hefur túlkun efnahagsráðgjafa forsætisráðherra sennilega verið sú rétta, þ.e.a.s. að Seðlabanki Íslands hafi ekki viljað vera með.
Hafði hann önnur plön?
Í morgun greindi Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, frá því að Glitnir væri kominn í þrot vegna erfiðrar lausafjárstöðu og að ríkið myndi eignast 75% í bankanum með kaupum á hlutafé upp á u.þ.b. 84 milljarða íslenskra króna. Gengið væri út frá genginu 5 en það stóð í 16 s.l. föstudag. Davíð greindi einnig frá því að eignasafnið væri gott og að forsvarsmenn Glitnis hefðu átt frumkvæði í málinu með því að leita til ríkisvaldsins. Í framhaldinu hefur stjórn Stoða (áður FL-group) óskað eftir greiðslustöðvun.
Þar er Baugur stór eigandi.
Í dag kemur fram í viðtali við formann stjórnar Glitnis að það hefði verið hægt að fara aðrar leiðir en þá sem farin var. Glitni hafi hins vegar einhverra hluta vegna verið hafnað um lán til þrautarvara gegn traustum veðum. Gjaldeyrisskiptasamningur, eins og sá sem Ísland missti af, hefði skipt máli í þessari stöðu.
Glitnir hafi einfaldlega verið settur í þá stöðu að hafa ekkert val.
Rétt er að hafa í huga að Alþingi samþykkti lántöku í vor upp á 500 milljarða króna til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Einungis hluti þeirrar heimildar hefur verið nýttur og standa eftir af henni um 370 milljarðar króna. Ráðherrar hafa hælt sér af að taka ekki frekari lán vegna þess kostnaðar sem það hafi í för með sér.
Þess má geta að Byggðastofnun tók nýlega lán á góðum kjörum og fór létt með það.
Það vekur athygli að Landsbankinn gefur út yfirlýsingu í dag og fagnar aðgerðum stjórnvalda og telur þær skjótar og ákveðnar og beri vott um skýran vilja til þess að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og fjármálakerfis. Landsbankinn telur aðgerðina jákvæða auk þess sem hún muni leiða til tækifæra á frekari sameiningu fjármálastofnana hér á landi.
Einn af stjórnarmönnum í Landsbanka Íslands er Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Allt það sem hér er sagt gefur tilefni til efasemda um að nauðsynlegt hafi verið að fara þá leið sem farin var. Hvers vegna ætlar ríkið að kaupa 75% hlut í Glitni í stað þess að eyða lægri fjárhæðum af skattfé almennings í slíkar fjárfestingar og leysa málið að öðru leyti með lánveitingu ef þörf var á? Komast þarf til botns í því hvort nægjanlega traustar tryggingar voru ekki boðnar gegn slíkri lánveitingu.
Myndin sem birtist af lykilpersónum í málinu eftir fundarhöld í nótt var táknræn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.