Leita í fréttum mbl.is

Er fréttastofa Rúv á hælunum?

Það var gaman að sjá formann bæjarráðs Fjallabyggðar trítla í gegnum göngin í Héðinsfjörð, loksins er einangrun Héðinsfjarðar rofin og nú bíðum við eftir formlegri sprengingu ráðherra og fylgdaliðs.

Hef heyrt af því að gera eigi snúningsplan í Héðinsfirði og þegar formlegu sprengingunni lýkur gefst bæjarbúum kostur á að keyra í gegn þennan eina dag.

Það sem vakti athygli mína af fréttaflutningi þessum er einkum tvennt fyrir það fyrsta Stöð2 birti á mánudaginn ítarlega og vel unna frétt meðal annars sýndar myndir af starfsmönnum Metrostav og Háfells þegar þeir fögnuðu áfanganum, en frétt Rúv sólarhring seinna var mun styttir og snubbóttari (að mínu mati).

En það sem mér fannst einna ömurlegast hjá Páli sjónvarpsstjóra og fréttaþuli var að í tíu fréttunum þá var farið yfir helstu fréttir klukkan sjö og viti menn ekki minnst einu orði á þessa frétt jú afsakið þeim tókst klukkan sjö að fara rangt með hver var verktaki og urðu að leiðrétta.

Nei það þótti til dæmis merkilegra að fjalla enn og aftur um eldgamla hauskúpu og er búið að tyggja á þessari ekki frétt síðan á sunnudag og kom svo í ljós að hún hefur verið notuð sem öskubakki af eigandi sínum.

Þetta fær mann til að hugsa um hlutleysi fréttamanna og þá væntanlega fréttastjóra, en það er mörgum ljóst að mjög margir meðal annars fjölmiðlamenn eru á móti þeirri framkvæmd sem Héðinsfjarðargöng eru og reyndar með margar aðrar framkvæmdir úti á landi.

Ég skil ekki hvernig (sá afar leiðinlegi mitt mat) Egill Silfur Helgason getur fullyrt án nokkurs rökstuðnings að þessi framkvæmd sé sú vitlausasta í sögu lands og þjóðar, og er á launum hjá mér og öðrum já með sinn eigin sjónvarpsþátt.

Ég sem skyldugreiðandi af Rúv og að auki gamall skólabróðir Þórhalls Gunnarssonar Kastljós (forstjóra) krefst þess að fá þó ekki væri nema þrjátíu mínútur á viku til að segja mínar skoðanir og er ég líka tilbúin að taka nokkra í viðtala og leifa þeim að hafa nokkur orð.

Að mínu mati er það bara sanngjörn krafa og ég er ekki leiðinlegri en rauðkrullaða silfrið að sögn vina minna og eru þeir ekki fáir skal ég segja ykkur, ég hef von bráðar söfnun undirskrifta og óska eftir stuðningi ykkar lesendur góðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hermann – Þú ættir að lesa góða grein í Viðskiptablaðinu eftir Andrés Magnússon, á blaðsíðu 22 frá 28. mars, það er í dag er ég skrifa þetta. Þar fjallar Andrés meðal annars um fréttaflutning og “hlutleysi” fréttamanna á RÚV,
Athygliverð grein. Steingrímur.

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband