Leita í fréttum mbl.is

Mótvægisaðgerðir- fyrir hverja?

 Það hefur mikið verið rætt um svokallaðar mótvægisaðgerðir á mörgum vinnustöðum og innan margra sveitarstjórna eins og flest öllum er kunnugt um. Nú virðist sem þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir hafi mjög lítil og á mörgum stöðum alls engin áhrif, ég er ánægður með fyrirspurn Guðna Ágústsonar sem baunaði til forsætisráðherra eftirfarandi.

En við sem störfum í sveitarstjórnarmálum verðum ansi mikið vör við framtaksleysi og áhugaleysi stjórnvalda í þessum efnum.

Tökum sem dæmi byggðakvótann það er nú svo að af þeim kvóta sem búið er að úthluta hefur ekki veiðst nema um 17%, hvað veldur veit ég ekki nákvæmlega en þarna er eitthvað að og vilji til þess að ganga í þau mál er enginn að hálfu hins opinbera. Það þekkjum við í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Fyrirspurnin frá Guðna Ágústsyni er svohljóðandi: 

    1.      Hver er áætlaður tekjusamdráttur fyrirtækja og sveitarfélaga vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.


    2.      Hversu mörg störf má áætla að hafi tapast vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um bein eða óbein störf er að ræða og eftir sveitarfélögum.

    3.      Hversu háar fjárhæðir renna í formi mótvægisaðgerða úr ríkissjóði vegna niðurskurðar þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum ásamt yfirliti yfir hvaða framkvæmdir er um að ræða á bak við greiðslurnar, hvaða fjárhæðir er þegar búið að greiða og hvaða fjárhæðir á eftir að greiða, ásamt áætlun yfir hvenær þær greiðslur munu eiga sér stað, einnig er óskað eftir sundurliðun á því hvaða framkvæmdir sem falla undir mótvægisaðgerðir eru nýjar aðgerðir, ákveðnar eftir að ákvörðun um niðurskurð þorskkvótans var tekin, og hverjar eru flýting á framkvæmdum sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í fyrir þann tíma.

    4.      Hversu mikill hluti boðaðra mótvægisaðgerða verða útboðsskyldar framkvæmdir og hvernig hyggjast stjórnvöld tryggja að tekjur, beinar og óbeinar, af þeim framkvæmdum verði eftir í byggðarlögunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband