Leita í fréttum mbl.is

Boccia mót Snerpu og sigurvegarinn níræður unglingur

Í gær fór fram hið árlega þorramót Snerpu í boccia og að venju þá er skorað á bæjarstjórn. Við tókum að sjálfsögðu áskorunni og mættu fulltrúar sveitarfélagsins vígreifir kl 10 í gærmorgun vel græjaðir í íþróttaskóm og allt sumir meira að segja í stuttbuxum því nú átti svo sannarlega að taka á því en í fyrra vorum við hreinlega tekin í kennslustund.

Og til að gera langa sögu stutta þá varð engin breyting á þrátt fyrir ágætis útbúnað og sumir höfðu meira að segja sýnt framför frá því í fyrra. Snerpu fólk rúllaði okkur upp og ég verð að segja að margt af þeirra fólki sýndi alveg magnaða takta svo ekki sé meira sagt enda íslandsmeistarar í þeirra röðum. En sigurvegar mótsins er án efa sómakonan og snillingurinn Hrefna Hermannsdóttir en hún verður níræð á þessu ári. Þvílíkt keppnisskap og taktar sem þessi lífsglaða kona sýnir, ætti að vera okkur öllum til fyrirmyndar ég verð að segja það að ég ætla svo sannarlega að vona að ég geti keppt í boccia þegar ég verð fullorðinn og geri þá helst eins og Hrefna vinni mótið.

Hún og Íris Eva voru svo sannarlega vel að sigrinum komnar, þeir sem þekkja mig vita að það er "smá " keppnisskap í kallinum og verð ég að segja að það var ekkert sérstakt að láta rúlla sér upp þarna í gær. Skotið var á krísufundi hjá fulltrúum bæjarstjórnar og ákveðið var að leita samninga við þjálfara og á þessu stigi málsins er ekki hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Ég ætla svo sannarlega að vona að þær viðræður beri árangur. Að móti loknu var svo komið saman og borðaður þorramatur og fleira góðgæti og síðan verðlaunaafhending og svo dansað undir fögrum tónum stórsveitar Sigurjóns Steinssonar hljómsveitarstjóra og allir skemmtu sér vel og mislengi.

Takk fyrir skemmtilegt mót Snerpufélagar og sjáumst að ári og þá verður bæjarstjórnin vonandi búin að æfa undir stjórn nýs þjálfara.

2008-03-01_21-23-32_071

á myndinni sjást þeir sem urðu í þremur efstu sætunum og Hrefna Hermannsdóttir með bikarinn góða. Fleiri myndir eru inná www.sksiglo.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 94431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband