Leita í fréttum mbl.is

Grunnskóli Siglufjarðar tryggðu sér sæti í úrslitum í Skólahreysti 2008

Grunnskóli Siglufjarðar tryggðu sér sæti í úrslitum í Skólahreysti 2008, sem fram fer í Laugardalshöll 17. apríl nk. Tvær keppnir fóru fram í Íþróttahöllinni Akureyri í gær, þar sem alls 18 skólar kepptu í tveimur riðlum. Í fyrri riðlinum kepptu skólar úr dreifbýli, alls ellefu lið. Keppnin var jöfn og spennandi og voru það lið Reykjahlíðarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Siglufjarðar sem leiddu keppnina allan tímann þar til Grunnskóli Siglufjarðar hafði sigur.

Lið Grunnskóla Siglufjarðar hafði titil að verja frá fyrra ári. Þau komu kappsfull til leiks og augljóslega ákveðin í að taka vel á því. Guðrún Ósk Gestsdóttir sigraði í armbeygjunum, tók 48 stk. Ástþór Árnason tók 25 dýfur og náði fyrsta sæti.

Spennustigið var hátt fyrir síðustu grein, hraðaþraut. Þá var Grunnskóli.Siglufjarðar með 36,5 stig og Dalvíkurskóli aðeins hálfu stigi á eftir þeim eða með 36 stig. Svava og Anton frá Grunnskóla Siglufjarðar sigruðu hraðaþrautina og innsigluðu þar með sigur skólans og náði liðið sér samtals í 58,5 stig.

Glæsilegt hjá krökkunum og er maður stoltur af þessu glæsilega íþróttafólki, en hún Guðrún Ósk Gestsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins á Siglufirði fyrir nokkrum dögum síðan, til lukku krakkar og svo er bara að taka titilinn þegar í úrslitakeppnina er komið.


siglo5 grunnskóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband