21.2.2008 | 20:18
Loðnubrestur og allt á leið til helvítis,,,
Það eru sorgarfréttir af blessaðri loðnunni, hún er týnd eða hvað? Það virðist ekki vera sama hver leitar þ.e.a.s. hvort það er Hafrannsóknarstofnun eða loðnuskipstjórar, mér finnst afar merkilegt að heyra frá skipstjórum sem halda því fram að það sé nóg af loðnu fyrir sunnan land og þeir hafi tilkynnt það til Hafró en þeir hafi ekki áhuga á að leita eða hreinlega hafi enga trú á þessum upplýsingum.
Það er nú svo að Siglufjörður hefur verið sá kaupstaður sem hefur farið hvað verst út úr viðskiptum við silfur hafsins, en eins og allir vita þá var fyrsta stóriðja landsins í kringum síldina á Sigló, og síðan tók loðnan við nokkuð seinna. Ég var starfsmaður hjá SR eða Síldarverksmiðjum ríkisins síðar SR mjöl og var ég kyndari en það er sá er stjórnaði eldþurrkuninni á loðnunni. Þetta er í kringum 1991 og voru þá um 30-40 manns á launum hjá SR.(Gætu hafa verið fleiri)
Nú í lok árs 1999 þá er tekið í gagnið nýtt þurrkhús gömlu eldþurrkararnir aflagðir og settir lofþurrkarar í þeirra stað endurbætur og fjárfesting upp á um 2 milljarða já 2 milljarða. En viti menn núna 9 árum síðar þá eru nýir eigendur SVN búnir að gefa það út að verksmiðjan verði aflögð og búnaður hennar verði rifin niður og seldur ef hægt verður.
það hefði þótt létt geggjaður(eða örugglega einn af englum alheimsins) sá aðili sem hefði haldið því fram árið 1999 að þessi stórkostlega og fullkomna verksmiðja yrði aflögð árið 2008.
Síðastliðin 2 ár þá hafa verið 3 starfsmenn á launaskrá hjá hinum nýju eigendum en voru 30-60 fyrir 10 til 15 árum.
Svona er nú komið fyrir mörgum þeim stöðum sem hafa treyst eingöngu á það sem hafið hefur gefið okkur, og hver er afleiðingin jú það fækkar að sjálfsögðu á stöðunum.
Það er alveg ljóst að mótvægisaðgerðir verða að fara að virka beint til þeirra sem verst verða úti í þessum hamförum sem dynja yfir þessa daganna.
Sveitarfélögin eru mörg hver að skila tillögum til þeirra nefnda þ.e.a.s. Norðvestur og austur nefnda. Fjallabyggð er að vinna tillögur sínar og aðila atvinnulífsins til afgreiðslu til nefndar á vegum Forsætisráðuneytisins og verður þeirri vinnu lokið í enda mars.
Það eru líka mörg tækifæri hringinn í kringum landið en það sem að oft vantar er stuðningur frá ríkinu til að hrinda stórum hluta þessara framkvæmda í gagnið, en Geir og Össur hafa gefið boltann og er hann núna hjá sveitarfélögunum og verður sendur til baka og þá vonandi sem oftast í netið hjá þeim félögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Já einmitt en reyndar var það fyrst núna sem verksmiðjan var aflögð með formlegum hætti. Aflagningn hófst um leið og Samherjamenn (les böðlar landsbyggðarinnar) keyptu fyrirtækið með manni og mús fyrir nokkrum árum. Náðarskotið var bara að ríða af núna eftir margra ára hleðslu.
Það má helst skilja á grátkórnum sem treður upp og tekur óbeðið aukalög hér og þar um landið að Neskaupstaður, Vestmannaeyjar og fleiri staðir séu á leið í auðn vegna loðnubrests. Engu að síður er það svo að fáir ef nokkrir staðir á landsbyggðinni hafa þurft að taka aðrar eins dýfur í sjávarútvegi og veiðum og Siglufjörður. Síðast þegar ég leit út um gluggan var þó líf að sjá á götunum og nokkur uppistandandi hús.
Staðurinn hefur byggðist alfarið í kringum beinin úr sjónum og það sem var utaná þeim en nú er nánast öll vinnsla og veiðar farin annað eða horfin. Menn hafa einfaldlega fundið aðrar lausnir. Að vísu verður að segja að atvinnulífið gæti alveg þolað meiri fjölbreytni og fleiri lausnir. En það koma dagar og vonandi ráð.
Grisemor, 22.2.2008 kl. 15:57
Ég gleymdi reyndar að geta nafns.
Með kveðju:
Halldór Þormar Halldórsson
Grisemor, 22.2.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.