Leita í fréttum mbl.is

Fækkun fólks á landsbyggðinni

Enn er fólki að fækka á landsbyggðinni t.d. í Fjallabyggð fækkar á milli ára um 73 í Dalvíkurbyggð fækkar um 15 og í sveitarfélaginu Skagafirði fækkar um 51 í Ísafjarðarbæ fækkar um 135 þetta eru óhugnanlegar tölur og hlýtur maður að spyrja sig af því hvað veldur?

Eru það fá atvinnutækifæri, er það fábreytt afþreying eða menntunarkostir litlir? Hvert ætli svo meirihluti þessa brottfluttu landsbyggðafólks hafi svo farið jú á suðvestur hornið, ætli það sé þá vegna þess að þar er meiri fjölbreytni í atvinnulífinu, fleiri afþreyingarmöguleikar fleiri menntunarkostir, spyr sá er ekki veit?

Er ekki svo komið að nú er fátækara og undirmálsfólkið að flýja höfuðborgarsvæðið og hvert fer það jú væntanlega út á land þannig að þróunin er þá þessi fátækir og undirmálsfólkið fer í litlu sjávarplássin og fólkið sem þaðan flýr fer á suðvestur hornið flott þróun eða hvað?

Er einhver leið að snúa þessari þróun við þ.e.a.s. þeir sem eru að gefast upp á því að búa á landsbyggðini vegna skorts á atvinnutækifærum og fjölbreytni í atvinnulífinu gefist kostur á að búa þar áfram?

Mörg sveitarfélög hafa komið með hugmyndir af lausnum en viðbrögð stjórnarliða eru engin.

Gæti ein leiðin verið sú að hið opinbera fjölgi atvinnutækifærum á landsbyggðinni það ætti að vera hægur vandi nú hefur Sjálfgræðisflokkurinn farið með landsstjórnina í rúm 16 ár, ætti hann ekki að fara að hysja uppum sig buxurnar í þessum efnum og láta verkin tala ekki bara kjálkanna, hann ætti að hafa stuðning Samfylkjukurlsins sem var nú ekki með svo lítinn loforðalista fyrir síðustu kosningar.

Ef þú lesandi hefur einhverjar hugmyndir að lausnum þá endilega sendu þær á stjórnarliðana því þar þarf að opna augu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband