Leita í fréttum mbl.is

Útskrift,jól og allt það

Loksins vaknar kallinn af blogg dvalanum, nei svona án gríns þá var ég með bilaða tölvu sem ég tók svo með mér í heimsókn í borg óttans þann 19, fékk vélina úr viðgerð daginn eftir frábær þjónusta það hjá Vodafone verð að segja það.

Aftur að heimsókn í borg óttans en þann 21 þá var eldri demanturinn að útskrifast úr gamla hippaskólanum MH það var stoltur faðir sem fylgdist með og tók fullt af myndum ekki laust við að eitt og eitt tár runnu, þetta var magnað augnablik, snögglega kom upp í huga önnur útskrift fyrir ekki svo mörgum árum síðan en það var á Akureyri 17 júní í MA það var hjá móður demantsins og finnst mér svo svaka stutt síðan, en svona líður nú tíminn hratt.

Laugardaginn 22 var brunað á Sigló ótrúlegt en satt þann dag var meiri snjór og hálka í Kópavogi en á Siglufirði "gott að búa í Kópavogi en betra að búa á SiglóLoL" það var einkar skemmtileg ferð sem ég og demantarnir áttum nýstúdentinn hélt sér vakandi alla leið uppá Kjalarnes en þá tóku við 25 diskar með jólalögum og sungið með af krafti enda aðalsöngkona úr Gréase þ.e.a.s í uppfærslu Snælandsskóla forsöngvari, og pabbinn mjámaði með þetta var alveg frábær ferð.

Svo komu jólin gaman að rölta í miðbænum á Sigló á Þorláksmessukvöld fullt af fólki og bongó blíða nú á aðfangadag var svo snæddur jólamatur hjá mömmu og pabba eins og venja hefur verið í áratugi rjúpa og svín sem klikkar aldrei, síðan var tekið til við að útdeila pökkum og allir fengu eitthvað fallegt það er alveg óhætt að segja það.

Vonandi hafa allir haft það jafn gott og ég og mínir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband