17.12.2007 | 11:23
Ártalið á brún Hvanneyrarskálar 2007 - 2008
Það verður seint af Siglfirðingum tekið að uppátækjasemi þeirra hefur oft verið mikil. Eftirfarandi er á heimasíðu Skíðafélags Siglufjarðar og segir þar allt sem segja þarf um ljósin í Hvanneyrarskálinni.
Ártalið á brún Hvanneyrarskálar 2007 - 2008
Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar tendruð í 65. sinn Ártalið og ljósin á brún Hvanneyrarskálar voru sett upp og tendruð af félögum í Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg laugardaginn 15. desember 2007 Í ár er það í 65 sinn sem ljósin á brún Hvanneyrarskálar og ártalið neðan skálarinnar eru tendruð og þykir okkur í félaginu það mikil eljusemi og dugnaður af okkar fólki. Stjórn Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg þakkar þeim félögum sem að þessari vinnu koma kærlega fyrir þeirra framlag í þágu félagsins. En aðeins að sögu ljósanna: Saga ljósanna á brún Hvanneyrarskálar og ártalsins. Siglfirðingar eru frægir fyrir ýmislegt og þar með talin er sú uppfinning að lýsa upp fjallið ofan byggðarinnar og hefur sá siður verið tekinn upp á ýmsum stöðum á landinu eftir þeim framtakssömu dugnaðarforkum sem létu sér detta þetta í hug. Sagan ljósanna í Siglufirði er í stuttu máli þessi. Það var um áramótin 1947-1948 að nokkrir starfsmenn Síldarverksmiðja Ríkisins á Siglufirði ákváðu að útbúa olíukyndla og ganga með þá upp á brún Hvanneyrarskálarinnar og ætlunin var að láta loga á þeim fram yfir áramót þetta endurtóku þeir síðan fram til áramóta 1953-1954 en þá tóku félagar úr Skíðafélaginu við og hafa haldið þeim sið fram til dagsins í dag og vonandi um ókomna tíð, það var síðan árið 1953 að sá heiðurslistamaður Ragnar Páll ákvað að útbúa ártal sem myndi skreyta fjallið enn frekar og var það útbúið með olíukyndlum eins og línan á skálarbrúnin og var til að byrja með farið með olíukyndlana upp að Gimbraklettum og ártalið útbúið neðan klettanna. Þetta sá Ragnar Páll um að yrði gert allt til áramóta 1957-1958 en þá tóku Bjarni Þorgeirsson og Arnar ( Eini ) Herbertsson við því hlutverki og Bjarni Þorgeirsson er enn að en hann útbýr ásamt félögum sínum stafina í ártalinu. Eins og fram hefur komið þá báru menn olíuborna kyndla alla þessa leið frá árunum 1947 en það var síðan árið 1963 sem ákveðið var að útbúa rafmagnsseríu og enn þann dag í dag er notast við það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Birkir Jón Jónsson
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
-
Heiðar Lind Hansson
-
Ketilás
-
Sigurður Árnason
-
Vefritid
-
maddaman
-
Einar Björn Bjarnason
-
FUF í Reykjavík
-
Gestur Guðjónsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Rauða Ljónið
-
Samband ungra framsóknarmanna
-
Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.