Leita í fréttum mbl.is

Evrópa-Siglufjörður

Ég fór í gærkvöldi á fyrirlestur hjá Stefáni Má Stefánssyni prófessor í Evrópurétti, en hann var haldinn í Lionshúsinu á Siglufirði. Óhætt er að segja að eftir þennan fyrirlestur þá er ég og aðrir þeir sem þarna voru eru margs fróðari um ESB.

Stefán kom inná mjög mörg atriði sem mér voru algerlega ókunnug ég ætla ekki að fjalla neitt sérstaklega um einstök málefni en það var þó eitt sem vakti mikla athygli mína en það var það sem Stefán nefndi um allskyns undanþágur frá reglugerðum ESB.

Hann tók sem dæmi undanþágu frá hvíldartíma bifreiðastjóra sem samgönguráðherra er að sækja um. Taldi Stefán það enga möguleika að undanþága væri gefin frá slíku og færði rök fyrir því, þá spyr maður sig hvaða stefnu mótmæli bifreiðastjóra taka eftir að þeim verður það kunnugt?

Eftir að hafa hlustað á prófessor í Evrópurétti og hlustað svo á margann pólitíkusinn ræða aðild að ESB þá ráðlegg ég þeim sem áhuga hafa á málinu að kynna sér það á eigin forsendum því miður þá eru margir stjórnmálamenn að steypa þvílíkt að mér verður hreinlega óglatt.

Stefán hafðu þakkir fyrir og einnig þeir sem stóðu fyrir þessum fyrirlestri.

20080509_212357_017x_800 ESB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 94446

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband