Leita í fréttum mbl.is

Hún ropaði við eyrað á mér og vakti mig af værum draumi

Ég er að hjóla á Honduni minni (Shadow 1100) það er hásumar og fjöllin og náttúran í mikilli nálægð þetta er dásamlegt líf. Ég er rifinn úr þessum draumi með ekki neinu smá ropi ég trúi þessu ekki af hverju núna þegar ég er að hjóla og fýla náttúruna í botn.

Ropið eykst og ég glaðvakna þeim fjölgar þessum elskum skjannahvítar og svo fínlegar og mjúkar, "ómissandi  á jóladiskinn"hafa ákveðið að setjast í garðinn hjá mér og klukkan er ekki nema hálfsjö og það á sunnudagsmorgni, ég ligg í rúminu og hugsa með mér það hefði mátt fresta þessu þó ekki vær nema um klukkutíma þá hefði ég verið búin að hjóla meira og allir sáttir.

En þar sem ég ligg í rúminu glaðvaknaður þá byrjar þessi fallegi þrastasöngur og þá er ekki annað hægt en að fara brosandi á fætur og setja kaffi á könnuna og fagna sólríkum sunnudagsmorgni.

Svona er að vakna í kyrrðinni á Sigló, ekki amalegt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband