Leita í fréttum mbl.is

Mótvægisaðgerðir á sviði ferðaþjónustu (vonbrigði)

Þá er búið að úthluta styrkjum þeim sem ég hef nefnt nokkrum sinni hér á blogginu. Það fór eins og mann grunaði margir styrkir sem maður skilur ekki hvað liggur að baka þeim úthlutunum.

Á Siglufjörð komu 5,2 milljónir og er það vel en það sem að vekur furðu mína er að ekkert kom í hlut þeirra sem sóttu um í Ólafsfirði og veltir maður því að sjálfsögðu fyrir sér hvað veldur. Ég veit um umsókn frá Ólafsfirði sem var vel unnin í allastaði heilsutengdaferðaþjónusta og á bara eftir að fjölga störfum.

Ég var svo sem búin að nefna það áður að margir yrðu fyrir miklum vonbrigðum og er það svo sannarlega að koma í ljós við þessa úthlutun.

þegar ég skoðaði heimsíðu Byggðastofnunar og sá úthlutanirnar þá féllust mér alveg hendur verð að segja það.

Tekið af vef Fjallabyggðar

 

Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009. Styrkirnir voru auglýstir í janúar s.l. og voru 160 milljónir króna til úthlutunar. Umsóknarfrestur rann út 5. febrúar og bárust alls 303 umsóknir. Alls hlutu 77 verkefni styrk.
Að þessu sinni komu 5, 2 milljónir í hlut umsóknaraðila úr Fjallabyggð. Ferðaþjónusta Siglufjarðar ehf, Siglufirði fékk 1.000.000 til markaðssetning vetrarferðamennsku.     
Rauðka ehf., Siglufirði fékk 1.200.000 vegna sjóstangveiði og skipulagning gönguferða á Tröllaskaga.    
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Siglufirði fékk 3.000.000 til eflingar menningartengdrar ferðaþjónustu í Fjallbyggð.

Við mat á umsóknum var m.a. tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa.
Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 94494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband