Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
28.1.2011 | 13:48
Börnin borga,,,
Ekki þykir mér það byrja vel hjá nýrri bæjarstjórn Fjallabyggðar, man ekki eftir því að þeir sem þar sitja lofuðu að svíkja kosningarloforðin eins og fulltrúar Besta flokksins gerðu.
22 desember 2010 var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.
"Heildartekjur eru áætlaðar 1.616 m.kr. og þar af eru skatttekjur 885 m.kr. sem eru 54% af tekjum og framlag Jöfnunarsjóðs 230 m.kr. eða sem nemur 14% af tekjum.
Heildarútgjöld sveitarfélagsins eru áætluð 1.570 mkr. án fjármagnsliða. Þar af er launakostnaður 846 mkr. sem er 52% af tekjum.
Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2011 vegna A hluta sveitarsjóðs er jákvæð upp á 39 mkr.
Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 34 mkr. og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð að fjárhæð 11 mkr. (0,7% af tekjum).
Veltufé frá rekstri er áætlað 165 mkr. sem gerir 10,2% af tekjum.
Í þessari áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 100 mkr.
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu fyrir 20 mkr.
Hins vegar mun sveitarfélagið greiða niður skuldir um 83 mkr.
Handbært fé í árslok 2011 er áætlað 156 mkr." www.fjallabyggd.is
Nú er verið að gefa út gjaldskrár, það sem vekur mesta furðu mína er að það á að fara að rukka börn 8-15 ára í sund sem áður var frítt og talin góð forvörn tala nú ekki um ágætis búbót fyrir barnafjölskyldur. Það er sorglegt að byrjað er að ráðast á barnafjölskyldur sem átti að standa vörð um samkvæmt kosningarloforðum. Fróðlegt væri að heyra hvað þessi árás á barnafjölskyldurnar skili miklu í bæjarkassann. Er aukin hækkun gjaldskráa og þar af leiðandi aukin álagning á barnafjölskyldurnar í Fjallabyggð það sem fólk þarf ofan í allar aðrar skattapíningar sem herja á landanum?
14.1.2011 | 15:15
Niðurrif
Þá er komið að því sem að ég og margir aðrir óttuðumst þegar Síldarvinnslan keypti SR-Mjöl að verksmiðjunni á Siglufirði yrði lokað og tæki og tól seld til niðurrifs.
Þetta er mjög mikið áfall bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt fyrir Siglufjörð og bæjarbúa. Þær eru ófáar krónurnar sem bræðslan skaffaði í bæinn tekjur hafnarinnar voru ævintýralegar þegar mest gafst og tekjur starfsmanna góðar.
Ég var svo heppinn að starfa hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og síðar SR-Mjöl þegar bræðsla stóð yfir, þetta var oft mikil vinna langar vaktir en tekjurnar góðar og samstarfmennirnir skemmtilegir.Ég ætla ekki að rifja upp sögu bræðslu í Siglufirði við sem ólumst upp á staðnum munum eftir peningalyktinni reykinn lagði ekki ósjaldan yfir skólalóðina og inní kennslustofur og mörgum varð óglatt en þetta var vinna og það þýddi tekjur fyrir allt og alla enda bara talað um ,,peningalykt
Það sem mér sárnar einna merst er að það segir enginn neitt forsvarsmenn sveitarfélagsins sjá ekki sóma sinn í að bóka þó ekki væri nema að þeir hörmuðu í hverslags aðstæður mál væru komin. Fólkið sem sem talaði um atvinnu uppbyggingu og fjölskyldurnar í kosninga örmyndinni sem var sl vor. Í dag er raunin sú að atvinnu og markaðsfulltrúinn sem var í 50% starfi er hættur og enginn tekið hans starf. Það kom kannski líka berlega í ljós í október þegar göngin voru vígð. Fjallabyggð varð að aðhlátursefni, kaldvatnið tekið af í Siglufirði á sunnudeginum og helgina eftir komu gestir víða að lokuðum dyrum.
Það er starfandi atvinnu og ferðamálanefnd sem hefur haldið heila fjóra fundi frá því í júní 2010 ekki hefur hún heldur ályktað um þetta. Er ekki nauðsynlegt að sveitarfélagið hafi starfsmann sem sé tengiliður milli atvinnulífsins og stjórnsýslunnar? Ferðamennska er líka atvinna, það er mikil gróska og uppbygging í ferðamennsku í Fjallabyggð og er það vel.
Ég stóð fyrir undirskriftasöfnun 2007 þar sem skorða var á Síldarvinnsluna að hefja aftur vinnslu í verksmiðjunni sem var ein sú fullkomnasta og afkasta mesta á landinu og skrifuðu 230 nafn sitt á listann sem var afhentur verksmiðjustjóra sem þá var áður hafði bæjarstjórn falið bæjarstjóra að skrifa framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar og óska eftir upplýsingum um áframhaldandi starfsemi þeirra á staðnum.
Nú er það staðreynd að verksmiðjan er komin í eigu Spánverja og stendur yfir niðurrif á tólum og tækjum sem verða svo sett upp annarstaðar. Tími gamla bræðsluveldisins er endanlega liðinn. Eftir stendur í Siglufirði veglegt safn um sögu tól og tæki, við lifum orðið á forni frægð svona rétt eins og knattspyrnufélagið Liverpool.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested