Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
29.9.2010 | 13:41
Trefill 11,3 km að lengd.
Þessi frétt birtist á www.siglo.is í gær og fjallar um trefil sem vaskir prjónarar hafa prjónað að undanförnu. Fjöllistakonan Fríða Gylfadóttir fékk þessa hugmynd og hrinti henni í framkvæmd með þessum flotta árangri.
Fríða Gylfadóttir var í gærkvöldi ásamt hópi af duglegu prjónafólki að taka á móti síðustu bútunum í trefilinn.
Vel hefur gengið á lokasprettinum og er trefillinn nú orðinn 11,3 km að lengd.
Það styttist nú í stóra daginn og verður trefillinn saumaður saman í Héðinsfirði við hátíðlega athöfn.
Þetta verkefni er búið að sameina fjölmargt fólk víðsvegar um landið í hlýhug til Fjallabyggðar auk þess sem fjöldi fólks beggja vegna Héðinsfjarðar hefur komið saman og átt góða stund við prjónaskapinn.
Árangur erfiðisins er nú kominn ljós og eru það rúmlega þúsund manns sem hafa lagt hönd á plóg.
Komandi helgi verður lengi í minnum höfð og laugardagurinn 2. október verður framvegis merkisdagur í sögu bæjarins.
Trefillinn er skýrt dæmi um það hversu mikilvæg þessi göng eru fyrir íbúa á svæðinu og er það einstætt afrek hjá prjónafólki að ná 11,3 kílómetrum á ekki lengri tíma.
27.9.2010 | 13:15
Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði
Eftirfarandi grein er tekin af vef www.siglo.is
Ég vil fagna framtaki rekstraraðila skíðasvæðisins með það að bjóða nemendum 1. og 2. bekkjar við Grunnskóla Fjallabyggðar frítt í lyftur í vetur ég hefði reyndar kosið að þetta ætti við alla nemendur grunnskólans. Nú heyrist að skíðadeild Leifturs komi ekki til með að stunda æfingar í Skarðinu heldur eigi að æfa á Dalvík og í samstarfi við skíðafélag Dalvíkur. Hvað veldur veit ég ekki en ef þetta er rétt er þá ekki komið að því að taka niður lyftuna í Ólafsfirði og setja hana í Skarðið þar sem vantar lyftu til að tengja á milli T lyftu og bungu lyftu? Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála.
"Nú þegar haustið er komið kemur að því að skíðasvæðið í Skarðsdal opnar og er stefnt á að opna fyrstu daganna í nóvember og vera með opið til loka apríl á næsta ári.
Jarðvegsvinna stendur yfir á öllu svæðinu og er lokið við vinnu á Búngusvæði þar sem lyftusporið var lagfært og grjóthreinsun og á T-svæðinu var lyftuspor lagfært en jarðvegsvinna stendur nú yfir á Neðstasvæðinu og í framhaldinu verður unnið við uppsetningu á snjógirðingum og nú er vonandi að við þurfum ekki eins mikinn snjó til að starta svæðinu.
Valló ehf sem rekur skíðasvæðið í Skarsdal á Siglufirði hefur tekið þá ákvörðun að bjóða öllum grunnskólabörnum í 1 og 2 bekk frítt í lyftur í vetur og öðrum grunnskólabörnum í Fjallabyggð Vetrarkort á kr. 3.000.- og öllum framhaldsskólakrökkum í Menntaskóla Tröllaskaga og öðrum krökkum frá Fjallabyggð sem eru í framhaldsskólum Vetrarkort á kr. 5.000.-
Vetrarkort gilda frá opnun að hausti 2010 til vors 2011.
Rekstraaðili skíðasvæðisins gerir ráð fyrir því að mörg börn í Fjallabyggð nýti sér þetta tilboð og nýti svæðið sér til skemmtunar og yndisauka og að sjálfsögðu skíðafélögin bæði til æfinga og keppni á komandi vetri. Verður þá gaman að sjá þegar krakkar bæði úr austurbænum og vesturbænum koma í Skarðsdalinn. Til gamans má geta að skíðasvæðið í Skarðsdal var opið í 100 daga síðastliðinn vetur og gestir ríflega 10 þúsund, spennandi verður að sjá hvað Héðinsfjarðargöng gera fyrir svæðið en nú þegar hafa hópar boðað komu sína á komandi vetri."
Heimasíða svæðisins er: skard.fjallabyggd.is
25.9.2010 | 18:25
Til hamingju Ísland
Gríðarleg ánægja sem fylgir því að keyra í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 22:08
Biggi Run lagðist á Aðalgötuna á Sigló
Stöðvaði för strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 13:45
Starfshópur um hagræðingu í rekstri ríkisins
Tillögur um hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2010 | 12:54
Opnun Héðinsfjarðarganga
Dagskrá 2. okt
Ágætu íbúar Fjallabyggðar.
Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil.
Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar verður að veruleika þar sem allir taka þátt í að sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og samtengt sveitarfélag.
Íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og gestir þeirra og Vegagerðar munu streyma í Héðinsfjörð og verða við vígslu á göngum sem tengir Fjallabyggð saman, samgöngulega séð.
Allir eru boðsgestir þennan dag og hefur bæjarstjórn ákveðið að bjóða gestum í veglegt kaffisamsæti þar sem bæjarbúar Fjallabyggðar sameinast og drekka kaffi með sínum gestum.
Tíu rútur munu stöðugt aka um Héðinsfjörð, á milli bæjarkjarna, til að koma í veg fyrir umferðar öngþveiti í göngum og eða í Héðinsfirði. Lögð er rík áhersla á öryggi íbúa og að flestir geti komið á staðinn og verið við opnun og vígslu þessara stórkostlegu mannvirkja.
Til að tryggja aðkomu bæjarbúa að vígslunni verður komið fyrir búnaði í báðum byggðarkjörnunum þannig að íbúar geti fylgst með þessum atburði beint í gegnum skjávarpa.
Kaffisamsætið verður í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Í Ólafsfirði að þessi sinni.
Undirbúningsnefnd hafði hér úr vöndu að ráða er varðar staðarval fyrir svo marga gesti en niðurstaða hennar og bæjarráðs byggir á skoðun á eftirtöldum forsendum m.a..
1. Góð aðkoma að íþróttamiðstöðinni
2. Stórt og mikið hús í eigu Fjallabyggðar
3. Þjónustufólk á einum stað
4. Kostnaður við hljóðkerfi og annan búnað tekur mið af einu húsi
5. Heildarfjármagn frá vegagerð og bæjarfélagi hafði áhrif
6. Ávörp verða flutt á einum stað
7. Skemmti og gamanmál á einum stað
8. Betri umferðarstjórnun
9. Boðsgestir á vegum Vegagerðar eru bundnir flugi og geta ekki farið á milli staða
10. Gott fordæmi - bæjarbúar Fjallabyggðar sameinist þennan gleðidag á einum stað.
Vil hér í lokin nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa unnið að þessu verkefni og látið þennan dag verða að veruleika. Fjallabyggð byggir á ótrúlegri sögu og menningu. Bættar samgöngur verða til að gjörbreyta ferðaþjónustu á norðanverðum Tröllaskaga á næstu árum og saga svæðisins og menning mun nú verða öllum aðgengilegri.
Fjallabyggð verður nú í alfaraleið. Ráðherrar, fyrrum þingmenn og núverandi, bæjarfulltrúar núv
erandi og fyrrverandi eiga miklar þakkir fyrir tvö stórvirki sem bæta munu mannlífið Í Fjallabyggð á næstu árum.
Saga Fjallabyggðar er rétt að hefjast en Héðinsfjarðargöng og Menntaskólinn á Tröllaskaga er gott veganesti inn í framtíð sem byggir á að íbúar ákváðu að sameinast, ná því markmiði að vera vel yfir tvö þúsund til að halda uppi og standa undir þeirri þjónustu sem bæjarbúar kjósa hverju sinni.
Við sem íbúar skulum njóta þessa dags og helgarinnar, margt annað verður til skemmtunar og fróðleiks þessa helgi og vil ég þakka þeim fjölmörgu sem munu gera helgina eftirminnilega.
Sú dagskrá verður auglýst sérstaklega.
Hafið þakkir fyrir góðan undirbúning og viðtökur ágætu bæjarbúar sameinuð stöndum við.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
22.9.2010 | 17:41
Vaknaður af blogg dvala
Jæja þá er spurning að taka upp á því að blogga mörum örugglega til ama. Óhætt er að segja að af mörgu er að taka í þeim fréttum og ekki fréttum sem dynja á okkur.
Satt best að segja þá hlakka ég mikið til þess að Héðinsfjarðargöng verða vígð 2.okt næstkomandi en þá fyrst verður hægt að tala um sameinað sveitarfélag. Það að þurfa að keyra 60 km á milli bæjarhluta er ótækt svo ekki sé meira sagt. Ég er því brennimerki brenndur að þurfa að hafa skoðun á flestum hlutum og finn mig knúinn til að segja og skrifa mínar skoðanir og birta þær á þeim vettvangi sem tiltækur er eins og þessu bloggi og svo fésbókinni. Það er svo ykkar að ákveða hvort að þið lesið það sem ég hef fram að færa. Skoðanir ykkar eru svo að sjálfsögðu vel þegnar svo framalega sem að þær eru innan velsæmismarka.
Ég ætla að blogga um fréttir líðandi stundar sem mér þykir áhugaverðar einnig hef ég ákveðið að fjalla um líðandi stundir úr daglegu lífi og reyna að sjá skoplegu hliðina á því. Ég hef áður sagt að það samfélag sem ég ólst uppí og bý í núna hefur orð á sér fyrir svartan húmor það er eitthvað sem mér líkar og hef gaman af.
Mikið hefur breyst síðan ég ritaði á þessum vettvangi síðast og þá kannski sem snýr að mér persónulega þá hef ég flutt á milli bæjarhluta færði mig frá þöglu nágrönnum mínum (gamla kirkjugarðinum) við Háveg nyrst í suðurbæinn. Læt þetta nægja í bili enda komin með strengi í fingurna eftir allan þennan slátt á lyklaborðið,,,, gott í bili.
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested