Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Þjóðar atkvæðagreiðslu

Er það alfarið í höndum borgarstjóra geimverunnar að taka ákvörðun um staðsetningu flugvallarins? Getur verið að geimveran átti sig ekki á að höfuðborgin sem fær stórann hluta útsvarstekna og fleiri gjalda af þeirri þjónustu sem landsmenn allir þurfa að sækja til höfuðborgarinnar? Vill geimveran kannski líka losna við háskóla sjúkrahús, sjávarútvegsráðuneytið ofl ofl? Er kannski kominn tími uppstokkunar á staðsetningu ríkisstofnana? Þau eru nokkur sveitarfélögin sem hafa lýst yfir áhuga á að hýsa áður nefndar stofnanir og fleiri til.
mbl.is „Flugvöllurinn verður hér til 2024“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtoginn,,,

Eftir því sem ég sé forsætisráðherra oftar í sjónvarpi en það er eini vettvangurinn sem ég get litið hana augum þar sem ég bý ekki í 101 heldur norður í landi þá sýnist mér á öllu að ráðherrann er þreyttur. Það er svo sem ekki von enda álagið á henni og öðru því fólki sem vinnur á Alþingi mjög mikið.

Ég velti líka fyrir mér hvort að ráðherra ráði við verkefnið ráðherrann er jú komin nálægt sjötugu, ekki það að ég sé að gera lítið úr eldra fólki það er af og frá. Verkefnið finnst mér þess eðlis að það þarf fullfríska og nánast ofur manneskju til að valda því. Mér finnst það varla leggjandi á eldriborgara.

Svo er önnur hlið á þessu öllu saman en hún er sú hvort að á sem lengst hefur starfað á Alþingi er hann í takti við atvinnulífið og fólkið í landinu, ja ég get vitnað um það að núverandi forsætisráðherra hefur ekki heimsótt mitt sveitarfélag svo mánuðum skipti, en það er kannski ekki nauðsynlegt að mati ráðherra þetta er svo fámennt byggðalag.

Oft er talað um að fólk verði samdauna sínu umhverfi og einangrist getur verið að svo sé í tilfelli forsætisráðherra? Síðast þegar hún var á almennum vinnumarkaði sem flugfreyja þá voru  DC-8- þotur aðal vélar flugflotans og þá hét félagið Loftleiðir. 

Tekið af vef Alþingis "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962-1971. Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971-1978. "

Þá voru líka að koma til sögunar tölvur tekið af vef Skýrslutæknifélag Íslands.

 

- “Einmenningstölva” í flokki IBM miðtölva -

Árið 1975 setur IBM á markaðinn nýja tölvu,

IBM System/32

, sem markar mikil tímamót.

Henni var svo lýst í grein í Morgunblaðinu 6. júlí 1975:

Þessi nýja tölva er á stærð við meðalstórt skrifborð. Fyrir rúmum áratug fyllti slík tölva stórt herbergi.

Á disklingi sem hægt er að lesa inn í tölvuna rúmast jafn miklar upplýsingar og á 3000 gataspjöldum.

Fyrirferðarlitlir innbyggðir diskar tölvunnar geta verið frá 5 milljón stafa og allt að 9 milljón

stafa. Prentari tölvunnar skrifar um 100 línur á mínútu. Stjórnandi tölvunnar vinnur við venjulegt

vélritunarborð og fylgist með á litlum sjónvarpsskermi.

Tímamótin fólust í því að nú var komin fram á sjónarsviðið tölva sem allflest fyrirtæki réðu mjög

auðveldlega við að fjárfesta í. Við þetta má segja að orðið hafi sprenging í fjölgun og notkun

tölva hér á landi."

Eins og sjá má þá hefur margt breyst frá því forsætisráðherra var á almennum vinnumarkaði. En þetta skiptir kannski engu máli ráðherra hefur senilega "updatað" sig...


Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband