Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Byggjum upp aðstöðuna í Skarðinu,,,

Með tilkomu Héðinsfjarðargangna þá er gert ráð fyrir aukinni aðsókn í skíðaparadísina í Skarðinu. Ljóst er að Eyjafjarðarsvæðið og Tröllaskagi bjóða uppá einstakt skíðasvæði sem nær frá Grenivík í austri til Siglufjarðar í vestri. Í boði eru misjöfn svæði og allri geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú velti ég því fyrir mér hvort að ekki verði einn aðgöngumiði sem gildir á öll svæðin, staðreyndin er sú að á Akureyri er önnur afþreying t.d leikhús, bíó fjölbreytt úrval veitingastaða og mikið framboð af gistirými. Nú er ekki svo að hinir staðirnir hafi ekki líka eitthvað að bjóða í afþreyingu matsölustöðum og gistingu þeir hafa það að sjálfsögðu bara í minna minna mæli.

Á laugardaginn síðasta þá var ég staddur á Dalvík og tók þar þátt í vígslumóti hjá blakklúbbnum, en það var verið að taka í notkun glæsilegt íþróttahús til hamingju með það Dalvíkurbyggð. Nú er að ljúka uppbyggingu glæsilegs sundlaugasvæðis í Ólafsfirði eða austurbæ Fjallabyggðar og þegar því er lokið er komin mjög góð aðstaða og frábær afþreying fyrir börn og fullorðna. Næsta skref hjá Fjallabyggð ætti að vera að byggja upp aðstöðu fyrir skíðafólk í Skarðinu, það er ekki nóg að hafa þrjár lyftur ef aðstaðan er svo nánast engin. Á öllu þessu svæði eru tvö salerni og það í þjónustuskálanum sem er svo lítill að aðeins örfáir komast það fyrir. Nú þegar liggur fyrir skýrsla sem fyrri sveitastjórn lét gera varðandi uppbyggingu svæðisins og ætti ekki að vera flókið að koma þeirri vinnu sem til þarf í gang. Ef áhugi núverandi sveitastjórnar er á málinu þarf að koma þessu verkefni inní gerð fjárhagsáætlunar og hefjast handa við uppbyggingu ekki seinna en vorið 2011. Ef á að byggja upp á ferðamennsku þá hlýtur þetta að vera mikilvægur þáttur í þeirri framkvæmd. Ég ætla ekki að eiða orðum á þá hugmynd já og undirskriftalista vegna byggingu nýrrar líkamsræktarstöðvar í Ólafsfirði,  það er nýleg líkamsræktarstöð í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði sem allir íbúar og gestir hafa aðgang að. Hvort að sú framkvæmd var skynsöm eða ekki er svo annað mál en þetta er það sem búið er að gera og verður ekki aftur tekið. Hefjum uppbyggingu á skíðasvæðinu í Skarðinu og gerum það með sóma.


Landsbyggðina ætti að leggja niður,,,,,,

Eitthvað á þessa leið þætti mér eðlilegast að núverandi ríkisstjórn ætti að gefa út. Þau skilaboð hafa komið frá Norrænu velferðarstjórninni að niðurskurður í heilbrigðisgeiranum skuli fara að mestu fram hjá þeim sem fjærstir eru höfuðstað kreppunnar þeas stór Reykjavíkursvæðinu. Það er ótrúlegt að verða vitni að því að nokkrir embættismenn sem kunna á exel skulu komast upp með það að setja fram annað eins rugl í niðurskurði á heilbrigðissviðinu. Vinnubrögðin eru sér liður og að hlusta svo á ráðherra tala um samstarf til þess að leysa vandann. Eru ekki orð til alls fyrst en ekki exel skjal?

sjá www.siglfirdingur.is en í gær fór fram borgarafundur á Siglufirði vegna skerðingar á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

 


Forsætis og fjármálaráðherra hafa verið launþegar Alþingis samanlagt í 57 ár

Þegar talað er um sátt og sáttalausnir nýja Ísland og ný vinnubrögð á þessum erfiðu tímum þá hlýtur maður  að velta fyrir sér hvort að þeir sem setið hafa svona lengi við kjötkatlanna eru réttu aðilarnir í þau verkefni? Er ekki talað um að maður verði samdauna sínu umhverfi? Ég velti því fyrir mér hvort að þeir sem hafa svona langa reynslu hafi þá víðsýni og vilja til að breyta hlutunum? Er ekki líka talað um að eftir því sem maður eldist verði hlutirnir í fastari skorðum. Ég kom til vinnu á gamall gróinn og  góðan vinnustað fyrir nokkrum árum og viti menn þar voru starfsmenn með 25 - 30 ára starfsreynslu gott og vel, þannig vinna alltaf svipuð framleiðsla. En svo gerist það að það verður til ný deild við fyrirtækið og hvað gerist þá? Jú þeir sem höfðu unnið þarna sem lengst "áttu" sín bílastæði og höfðu lagt þarna í 25 - 30 ár og að ætlast til þess að menn færu að leggja bílum sínum annarstaðar það var nánast glæpur. En sem betur fer þá höfðust breytingar í gegn eftir að menn ræddu málin og sáu þá að þeir tepptu aðgang að eigin þjónustufyrirtæki og jú það var nú svo að þetta var þeirra hagur að fólk hefði greiðan aðgang að öllum deildum fyrirtækisins. Og svo var ekki eins og það þyrfti að leggja langt frá fyrri lögn nei ekki nema 20 metrar eða svo. En svona verður þetta oft eftir því sem maður dvelur lengur á sama stað þá verður maður samdauna sínu umhverfi tekur illa breytingum og verður blindur á einfaldar lausnir.


Fjallabyggð við tökum vel á móti þér/ eða hvað?

Helgina 2. -3. október 2010 var mikil hátíð í Fjallabyggð Héðinsfjarðargöng voru vígð og sveitarfélagið bauð í kaffi og meðlæti. Það var mikill fjöldi samankominn í Fjallabyggð þessa helgi enda mikið um að vera og eftirvæntingin að fara í gegnum Héðinsfjarðargöng mjög mikil. Í Héðinsfirði var áætlað að við vígsluna hafi verið um tvö þúsund manns og fjöldi þeirra sem fóru í kaffiboðið í íþróttahúsið í Ólafsfirði var hreint ævintýralegur. Þetta gekk alveg ágætlega fyrir sig og hef ég ekki heyrt annað en allir hafi fengið að smakka á kræsingunum, sumir kannski meira en aðrir en er það ekki alltaf svo?

Mikil gleði var í báðum bæjarhlutum austur og vesturbæ veitingastaðir opnir og fjöldinn allur af fólki að gera sér glaðan dag. Á sunnudeginum var umferðaþunginn mikill bíll við bíl allan daginn enda veðrið með því besta sem hægt er að hugsa sér það var eins og góður sumardagur.

Siglfirðingar hafa í gegnum tíðina þótt höfðingjar heim að sækja og gestrisnir með eindæmum. Á sunnudeginum þegar sveitarfélagið býður heim og fjöldi gesta mjög mikill þá ákveða einhverjir bæjarstarfsmenn að taka af kalda vatnið af bænum um morguninn og fram eftir degi.  Já og það á sunnudeginum sem er fyrsti dagur eftir opnun gangnanna og eins og áður segir bærinn smekkfullur af gestum. Þetta þýddi það að það var ekki hægt að hleypa niður úr klósettum og sundlaugin lokuð ekkert kalt vatn. 

Nú veltir maður því fyrir sér hvað veldur því að þessi tiltekni sunnudagur er valinn til þess að taka kalda vatnið af bænum?

Helgina eftir er sama blíðan og stöðugur straumur í gegnum göngin ekki reyndist hægt að leigja þau undir spjótkast eða keilu eins og Spaugstofumenn létu í veðri vaka í sínum fyrsta þætti á stöð 2.

En hvað gerist þá jú tvö mjög vinsæl veitinga og kaffihús Hannes Boy og Harbor Café eru lokuð. Fólk vafraði um bryggjusvæðið sem er orðið hið huggulegasta og tóku á dyrahúnum en allt kom fyrir ekki það er LOKAÐ. Einhverjir fóru og fengu sér kaffi á Torginu og Allanum en bakaríið var líka LOKAÐ. Bensínstöð Olís var hinsvegar opin og var mér sagt að í gær sunnudag þá hafi verið 20 mín bið eftir kaffi slíkt var álagið. http://www.sksiglo.is/is/news/i_sol_og_sumaryl_2

Já Olís vinur við veginn stóð alveg undir merkjum í gær í það minnsta. Ég fékk símtöl frá gestum sem voru að koma til Siglufjarðar í heimsókn og skoða göngin og Héðinsfjörð í fyrsta skipti og ætla ég ekki að hafa eftir þau orð sem fólkið viðhafði varðandi opnun á veitingastöðum og bakaríi. í framhaldi af þessum uppákomum þá velti ég því fyrir mér hvort að þetta sé það sem koma skal. Og sveitarfélagið geti breytt um slagorð?  

Fjallabyggð við viljum ekki gesti.


Héðinsfjarðargöng vígð

 Nú, þann 2. október, verður hátíð í Fjallabyggð vegna vígslu  Héðinsfjarðarganga. Þá opnast göng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar, 6,9 km löng og önnur milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar 3,7 km. Verkið var unnið af Háfelli og tékkneska verktakafyrirtækinu Metrostav. Á sínum tíma voru samgöngur til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar torsóttar. Úrbót varð árið 1967 þegar Strákagöng voru opnuð til Siglufjarðar og árið 1990 þegar göng um Ólafsfjarðarmúla voru tekin í notkun. Nú sér fyrir endann á tengingu þessara tveggja byggðakjarna. Mikil breyting verður á því í framtíðinni þurfa íbúar Fjallabyggðar ekki að reiða sig á Lágheiðina sem á það til að vera ófær eða torsótt stóran hluta vetrar.  

Mikilvæg samgöngubót

Nýju Héðinsfjarðargöngin munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á samfélagið í Fjallabyggð og voru í reynd forsenda þess að fyrrum sveitarfélög á svæðinu sameinuðust í eitt. Sú sameining hefur gengið vel fyrir sig en mun nú nýtast að fullu þegar göngin opna. Jarðgöngin munu einnig efla þéttbýliskjarnana við Eyjafjörð því með göngunum verður til samfellt atvinnusvæði sem nær frá Akureyri til Siglufjarðar með ríflega 20 þúsund íbúum. Það getur meðal annars leitt til fjölbreyttari starfa, minna atvinnuleysis, hærri launa, lægra vöruverðs og fjölbreyttari verslunar og þjónustu. Auk þess skapast margvísleg ný tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Ólafsfjörður og Siglufjörður hafa um langt skeið þurft að glíma við hnignun í frumframleiðslu og umtalsverða fólksfækkun sem dregið hefur úr lífsgæðum á svæðinu. Með göngunum verður þessari þróun vonandi snúið við og er það ein meginröksemdin fyrir fjárfestingunni sem í þeim felast.

 Rannsókn á samgöngum og byggðaþróun

Háskólinn á Akureyri hefur unnið að rannsóknarverkefninu Samgöngubætur og byggðaþróun: Félagsleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif Héðinsfjarðarganga á mannlíf á norðanverðum Tröllaskaga. Verkefninu er ætlað að leggja heildstætt mat á stöðu Fjallabyggðar og þær breytingar sem vænta má á samgöngumynstri, búsetuþróun, efnahagslífi, opinberri þjónustu og félagslegum auð í kjölfar opnunar ganganna. Jafnframt er verkefninu ætlað að styrkja fræðilegan grundvöll fyrir mati á samfélagslegum áhrifum jarðgangagerðar á landinu almennt. Rannsóknin hófst haustið 2008 og er áætlað að hún standi til ársloka 2012. Hún er unnin með tilstyrk Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar sem veitti styrk til hennar árin 2009 og 2010. Tólf kennarar og sérfræðingar við Háskólann á Akureyri hafa jafnframt tekið virkan þátt í rannsókninni. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, átti frumkvæði að rannsókninni og hefur stýrt henni frá upphafi. 

Eljusamir frumherjar

 Árið 1990 lagði frumherjinn Sverrir Sveinsson, Framsóknarflokki, fyrst fram þingsályktunartillögu á Alþingi um jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarðarmúla. Meðflutningsmenn Sverris að tillögunni voru Halldór Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds, Árni Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Hafa þessir menn alla tíð stutt göngin af eljusemi. Þótt á engan sé hallað skal einnig nefnt að tveir menn, þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, áttu afgerandi þátt í að verkið varð að veruleika. Samgönguráðherrarnir Sturla Böðvarsson og Kristján L. Möller hafa einnig lagt sitt lóð á vogarskálarnar ásamt heimamönnum. Nú er að rætast stór draumur. Mikil tilhlökkun er í heimamönnum að fá almennilegar samgöngubætur á milli þessara svæða sem og þann hring sem opnast á Norðurlandi. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru ekki lengur endastöð.    

Hermann Einarsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Fjallabyggð


Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband