Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 10:08
Allt á kafi
Segja má að vetrarríki sé nú norðan heiða. Í morgun þegar ég fór út þá varð ég að troða snjó uppí mitti eftir þeirri götu sem ég bý við, en það er efst í bænum.
Ég var svo heppinn að á næstu götu fyrir neðan hafði bíll komist eftir götunni og gat maður þá labbað í hjólförunum. Það er ekki mikil fyrirstaða í þessum snjó svona púðursnjór og tekur þetta fljótt upp þegar hlýnar.
Ég hugsa með hryllingi til alls þess kostnaðar sem hlýst af þeim snjómokstri sem leggst á sveitarfélagið, en árið 2008 þá var kostnaður rúmar 22 milljónir og stefnir nú allt í svipað eða ekki meira. Vonandi fer nú að sjá fyrir endann á þessari ofankomu og sólin taki völdin.
tekið af vef Vegagerðar í morgun.
Mikil ófærð og ekkert ferðaveður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 17:31
Forsetinn í Fjallabyggð
þá er forsetinn á leið í heimsókn til okkar í Fjallabyggð en hann er væntanlegur til Siglufjarðar nk miðvikudag.
Ég velti fyrir mér hvort að búið verði að moka Lágheiðina en samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar þá átti að byrja að moka eftir 20 mars.
Forsetinn ætlar að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar að morgni miðvikudags og keyra síðan til Siglufjarðar og dvelja þar til loka dags heimsækja fyrirtæki og stofnanir síðan fara til Dalvíkur og gista þar.
Daginn eftir á síðan að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í Dalvík og Ólafsfirði, skemmst er þess að minnast að tvær konur úr bæjarstjórn létu sig hafa það að fara yfir Lágheiði á snjósleðum til að mæta á bæjarstjórnarfund og tók ferðalagið rúma klukkustund í stað þess að keyra lengri leiðina og tekur það um þrjár klukkustundir, þetta eru aðstæður sem við búum við þegar styttri leiðin er ekki fær en hún er ekki nema 60 km.
Ég velti fyrir mér hvort að heimsókn forseta komi til með að skila einhverju til okkar þá er ég að meina atvinnulega séð?
Í allri þeirri umræðu og öllu því hruni sem er að eiga sér stað á vinnumarkaðinum þá minnist ég þess að á síðastliðnum 10-15 árum þá hafa lagst af rúm 300 störf í sjávarútvegi og honum tengdum bara á Siglufirði.
Við þekkjum það hérna að niðursveiflan hefur verið gríðarleg og atvinnuleysi var hér áður mikið, en nú í allri svartsýnis umræðu þá eru blikur á lofti ný fyrirtæki eru að fara af stað skipum er að fjölga og framhaldsskóli verður reistur og starfsemin hefst í haust, segja má að horfur séu bjartari en verið hafa undanfarin ár.
En ljóst er að á Siglufirði er ekki að koma "stór" vinnustaður eins og var hérna áður fyrr eins og var þegar Síldarverksmiðjum ríkisins eða annað í þeim dúr starfaði, en fleiri smærri fyrirtæki eru að skjóta rótum og er það ekki slæm þróun að mínu mati.
Fyrir rúmu ári síðan þá var unnin skýrsla af sveitarfélaginu fyrir Forsætisráðuneytið um atvinnuástandið og tækifæri í sveitarfélaginu, það átti að vinna í þessu í septemberbyrjun á síðasta ári en svo kom bankahrunið og allt sem því fylgdi.
Nú hefur aftur kviknað ljós og blikur á lofti dusta skal rykið af skýrslunni og vinna sett í gang það eru mjög góðar fréttir og er ég þess full viss að þetta eigi eftir að skila nýjum störfum í Fjallabyggð áður en langt um líður.
Tekið að vef Fjallabyggðar
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heimsækir Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð í vikunni.
Forsetinn verður á Siglufirði á miðvikudag, í Dalvíkurbyggð fyrri part fimmtudagsins og í Ólafsfirði seinni partinn. Hann mun heimsækja fræðslustofnanir, menningarstofnanir, öldrunarstofnanir og valin fyrirtæki í sveitarfélögunum tveimur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 20:52
Þingsályktunartillaga Birkir J Jónssonar ofl verður loks að veruleika 16. mars 2009
Loksins sér fyrir endann á þessu mikla baráttumáli sem hinn ungi en í dag nokkuð reyndi þingmaður Framsóknarflokksins í NA kjördæmi Birkir J Jónsson hóf máls á 2005.
Í dag má sjá tilkynningu þess efnis að menntamálastýra Katrín Jakobsdóttir kemur til með að skrifa undir samkomulag og uppbyggingu um framhaldsskóla með höfuðstöðvar í Ólafsfirði Fjallabyggð.
Þegar ég fór í sveitarstjórn þá hefur þetta mál verið það sem ég hef talið skipta framtíð sveitafélagsins Fjallabyggðar mestu máli.
Ég hef einnig sagt að þetta er okkar stóriðja græn stóriðja sem kemur til með að "framleiða" ungt og vel menntað fólk. Þessi stóriðja kemur til með að skapa mörg ný störf og afleidd störf í sveitarfélaginu ,samfélagið okkar á eftir að breytast yngra fólki á eftir að fjölga kostnaður foreldra lækkar osfrv.
Ég er þakklátur núverandi menntamálastýru að sjá sér fært að ganga svo skörunglega í málið en það er ekkert launungamál að fyrirrennari hennar í starfi átti einhverja hluta erfitt að ganga frá undirskrift þó svo að skólinn væri kominn á fjárlög.
Tekið af www.dagur.net
Mánudaginn 16. mars nk. munu Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrita samkomulag um stofnun og uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Lesa meira
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2009 kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 15:03
Loksins, loksins sést ljóstýra
Vonandi verður hægt að fá þessa manneskju til að aðstoða við þá miklu rannsóknarvinnu sem framundan er.
Má búast við að drullan fari að koma upp á yfirborðið, spillingaröflin verður að uppræta og ná að draga fyrir dóm þá sem brutu af sér og ábyrgð bera á því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir.
Loksins sér maður ljósið í myrkrinu og vonandi á það ljós eftir að lýsa upp öll myrkraverkin sem allt lýtur út fyrir að hafi verið unnin á hinum ýmsu stöðum.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 11:35
Heilbrigðisráðherra veður reyk,,,,
Ekki skánuðu vinnubrögðin að neinu marki í Heilbrigðisráðuneytinu þegar Ögmundur tók við af Guðlaugi. Sem dæmi þá nefni ég áhuga ráðherra veikinda og heilbrigðis á því að sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Heilsugælur Ólafsfjarðar Dalvíkur og Akureyrar og Sjúkrahús Akureyrar undir eina yfirstjórn þrátt fyrir andstöðu allra framkvæmdastjóra sem hafa rætt við ráðherra og fært rök fyrir sínu máli.
Núverandi ráðherra eins og forveri hans talar um samstarf við sveitarstjórnir um málið en það vekur furðu okkar í sveitastjórn Fjallabyggðar að allt samstarf hefur verið það að skrifa okkur bréf og tilkynna það að svona verði gert þetta verði sameiningin og segið mér álit ykkar (sem skiptir engu máli).
Svona vinnubrögð og hreinlega valdníðsla stjórnvalda eru algerlega óásættanleg að mati sveitastjórnamann (allavega þeirra sem sátu bæjarráðsfund) það hefur verið horfið frá sameiningu annar heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva á Norðurlandi en eftir stendur þessi afar slæmi kostur sem á að "troða" í gegn.
Ég sem sveitarstjórnamaður get ekki sætt mig við svona valdníðslu og að ganga þvert á það sem framkvæmdastjórar stofnanna leggja til. Þess vegna leggur bæjarráð til við ráðherra að sameina eins og til stóð í upphafi Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslunnar á Ólafsfirði og Dalvík ef það gengur ekki eftir þá sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæsluna í Ólafsfirði sem vilja starfa náið með FSA svo sem með endurhæfingu á sjúklingum frá FSA osfrv. Þarna eru tækifæri á aukinni atvinnu og meiri og betri þjónustu.
Svo hef ég velt fyrir mér hvernig sé fyrir framkvæmdastjóra þessara stofnana að vinna við þær aðstæður sem uppi eru, hringlanda háttur ráðherra núverandi og fyrrverandi er algerlega óviðunandi það eru að koma kosningar og legg ég til að ráðherra láti kyrrt liggja, má svo búast við að enn einn ráðherra komist til valda og þá verði annað uppá teningnum?
þetta er ólíðandi aðstæður sem þessar stofnanir eru settar í og íbúar lifa við mikið óöryggi svo ekki sé meira sagt.
Meðfylgjandi er bókun frá bæjarráðsfundi sl fimmtudag. sjá nánar á www.fjallabyggd.is
7. 0903014 - Endurskoðuð áform um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi send til umsagnar.
Í erindi heilbrigðisráðherra, er sveitarfélaginu gefinn kostur á umsögn um endurskoðuð áform um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Bæjarráð Fjallabyggðar ítrekar fyrri umsagnir sínar til ráðuneytisins um sameiningar heilbrigðisstofnana og kannast ekki við að haft hafi verið samráð við sveitarfélagið um þessa tillögu sem liggur fyrir bæjarráði nú.
Bæjarráð er því mótfallið tillögunni.
Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að horfa til sameiningar heilbrigðisstofnana við utanverðan Eyjafjörð með nánu samstarfi við FSA.
3.3.2009 | 13:30
Öryggis tilfinning af varnargörðum
Ég verð að segja að ég finn til öryggistilfinningar af varnargörðunum sem búið er að reisa í Siglufirði. Þó svo að margir hafi orð á því að búið sé að eyðileggja fjallið og allt það þá er þetta spurning að verja byggðina og fólkið sem þarna býr.
Eftir að búið var að sá í garðanna s.l. sumar þá er óhætt að segja að útlitið er allt annað þeir falla mun betur inn í landslagið og svo er þetta orðin mjög vinsæl gönguleið hvort sem er fyrir ferðamenn eða heimamenn. Girðing er ofan á görðunum og hef ég heyrt í fólki sem er lofthrætt að það sé mikið öryggi fyrir það að hafa girðinguna.
Vonandi fer þessum framkvæmdum að ljúka í Bolungarvík því það er mikill munur að búa við þetta öryggi sem varnargarðarnir veita.
Það að þurfa ekki að yfirgefa heimili sitt þegar veður eru hvað verst og vályndust er mikill munur. En þetta þekkjum við margir íbúar á Siglufirði.
Varnargarður enn í smíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 13:10
Man United ríkisstyrkt félag
Í gærkvöldi samþykkti Bandaríkjastjórn að leggja AIG til 30 milljarða dala til viðbótar úr opinberum sjóðum en áður hefur fyrirtækið fengið 150 milljarða dala.
Ætli þeir fari ekki að stoppa auglýsingasamninginn við Man United, annar heyrði ég flotta skýringu á þessu með AIG þegar ég var á leik í Manchester borg fyrir nokkur síðan.....
A= Alex
I= is
G= going
62 milljarða dala tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 10:41
Ljósið í myrkrinu
Þetta eru góðar fréttir og hvet ég Össur til að halda áfram á sömu braut. Ef rétt reynist þá er komin vísir að nýjum atvinnutækifærum og aukinni tekjuöflun fyrir hnípna þjóð.
Ef tilvill er þetta ljósið í myrkrinu, við skulum vona að svo sé.
Auknar líkur á olíu á Drekasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested