Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
13.9.2008 | 15:37
Iðnaðar Össur var gestur Fjallabyggðar í gær
Það var góður dagur í Fjallabyggð í gær, Össur og Einar aðstoðarmaður hans komu til móts við okkur á Ketilás í gærmorgun um kl 9. Síðan lá leið til Ólafsfjarðar en Jón ELDING sá reyndi rútubílstjóri sá um að ferja okkur á milli bæjarhluta, það var skemmtileg stemming í rútunni á leiðinni en fyrsti viðkomustaður var á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði og teknir með starfsmenn og gestir síðan lá leiðin á fyrsta viðkomustað en það var í höfuðstöðvar verktaka við gangnagerðina. Þar fengum við góða kynningu hjá Sigurði Oddssyni, Oddi og Guðmundi sem fóru yfir stöðu mála varðandi vatnið og annað sem hefur komið uppá síðan var farin vettvangsferð inní göngin ráðherra var svo áhugasamur og fór alveg í botn gangnanna ég hélt að hann ætlaði um borð í borinn slíkur var ákafinn . Ég fékk þessa mynd frá Oddi Sigurðssyni sem er eftirlitsmaður við verkið en hún sýnir ágætlega landfræðilega stöðu okkar í Fjallabyggð.
Síðan lá leiðin á lóð við grunnskólann en þar ætlum við að reisa nýjan framhaldsskóla og fór Jón Eggert verkefnistjóri yfir málin með ráðherra, eftir það lá leiðin í tvö fyrirtæki fyrst var skoðuð starfsemi hjá Sigurjóni Magnússyni sem er að smíða slökkvi og sjúkrabíla, og síðan lá leiðin í Vélfag til Bjarma og félaga en þar eru menn að smíða fiskvinnsluvélar með fanta góðum árangri, hafa meira að segja fengið fyrirspurnir frá Íran. Þetta eru alveg mögnuð fyrirtæki og mikil mannauður og þekking þar á ferð.
Snæddur var svo hádegismatur í Höllinni og bragðaðist hann mjög vel allir tóku vel til matar síns fiskur að hætti hússins og kaffi á eftir. Nú var kominn tími til að halda í vesturbæinn til Siglufjarðar margar sögur og mikið rætt á leiðinni þegar við komum að Heljartröðinni þá kemur frændi mömmu Hannes Baldvinsson um borð og ætlar að vera með leiðsögn yfir Skarsveginn sem og hann gerði með miklum bravúr, en við sem þekkjum hann vitum að hann er gríðarlega pólitískur og notar hvert tækifæri í þeim efnum og kom nokkrum sögum af fólki frá fyrri tíð skemmtilega að í frásögn sinni um kennileiti og fleira í þeim dúr á ferð yfir Siglufjarðarskarð.
Nú fyrsti vinnustaður sem var heimsóttur heitir Seigur en þar tók Gunnar Júlíusson á móti okkur og sýndi þá plastbáta og sagði okkur af sölumálum fyrirtækisins en þeir eru meðal annars að selja frændum okkar í Noregi. Síðan lá leiðin í fjarvinnslu SPS og þar skoðaðar aðstæður og fengum við kynningu á þeirri starfsemi. Eftir þetta var farið í höfuðstöðvar RARIK en það er stofnun sem heyrir undir iðnaðarráðherra og var vel tekið á móti okkur þar af Birni Jónassyni og öðrum starfsmönnum góðar veitingar í boði og Björn fór ítarlega yfir stöðu mála varðandi það að heitavatnið sé að skornum skammti á Sigló.
Össur meðtók þessar upplýsingar og svo er það bæjaryfirvalda að fylgja þessu eftir. Síðan var skroppið í gegnum göngin til Héðinsfjarðar og staldrað þar við um stund og segja má að margir þeir sem voru að koma þarna í fyrsta skipti urðu hissa þegar þeir sáu hversu stuttur vegurinn verður milli gangnamunna í firðinum en hann er um 600m.
Eftir þetta lá leiðin í höfuðstöðvar SPS og farið yfir stöðu mála varðandi þau verkefni sem SPS menn hafa verið að vinna í að fá til sín, margir tjáðu sig um stöðu mála og var það gott.
Nú eftir þetta allt saman var svo boðið til kvöldverðar í Bátahúsinu og þar héldu menn ræður og ræddu málin sín á milli, ég verð að segja frá því að vinur minn Birkir Jón tók sig til og söng Rósina til ráðherra með miklum sóma en drengurinn syngur helv,,, vel fólk klappaði mikið fyrir þessari uppákomu og ekki hægt að sjá annað en að Össur var glaður með sinn kollega á þinginu.
Óhætt er að segja að heimsóknir sem þessar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið það er gott bæði fyrir ráðherra og sveitarstjórnarmenn að hittast á staðnum þ.e.a.s. þeir komi á staðinn og geti þá séð með eigin augum hvernig ástandið er. Össur hafðu þakkir fyrir að gefa þér tíma með okkur og fyrir góðan dag.
11.9.2008 | 23:45
Flugvöllurinn öryggistæki
Í kvöld kl 20 var blásið til fundar hjá Framsóknarféögunum á Siglufirði, bæjarmálin rædd af miklum eldmóð.
það voru um tuttugu manns á fundinum og er ég nokkuð sáttur með þá mætingu, ég verð að minnast á veitingarnar sem eru alltaf í boði á þessum fundum okkar þær eru alveg "meiriháttar" en konurnar í eldrafélaginu sjá um þær, pönnukökur, kleinur og hnallþórur svo eitthvað sé nefnt.
En eins og áður sagði þá voru mörg mál rædd og óhætt er að segja að mesta hitamálið hafi verið byggðakvótinn, en sú umræða er árleg og margar skoðanir í þeim efnum eins og gefur að skilja.
Ég skautaði yfir framkvæmdir sumarsins í stórum dráttum, Birkir fór yfir einstaka liði en hann er einnig formaður atvinnumálanefndar og kom þar af leiðandi inn á þau mál. Nokkrir nefndar menn gerðu svo grein fyrir hinum ýmsu málum, gott að fara svona yfir hlutina og skiptast á skoðunum gaman að heyra í gömlu refunum úr pólitíkinni hvernig þeir gerðu hlutina hérna áður fyrr og svo fram eftir götunum.
Nú fundurinn kom svo með ályktun í lokin og er hún svohljóðandi.
Framsóknarfélögin á Siglufirði mótmæla því harðlega að Siglufjarðarflugvöllur verði aflagður. Um er að ræða mikilvægt öryggismál fyrir íbúa Fjallabyggðar. Jafnframt veitir flugvöllurinn marga möguleika við uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins. Framsóknarfélögin skora því á samgönguráðherra að standa vörð um Siglufjarðarflugvöll.
Eins og áður sagði þá spunnust miklar umræður um hin ýmsu mál og var flugvallarmálið eitt þeirra, góður fundur sem lauk svo um 23:00
10.9.2008 | 22:51
Stökk 5.42 metra og jafnaði Íslandsmetið
Tekið af vef Fjallabyggðar
hann væri mjög ánægður með árangurinn, enda jafnaði hann núverandi Íslandsmet. Hann sagði alla aðstöðu til fyrirmyndar og ótrúlega upplifun að vera staddur þarna úti. Það hafði þó rignt mikið þegar hann stökk. Hiti væri yfirleitt á bilinu 25-40 gráður. Hann hafði þó varla tíma til að tala við okkur þar sem hann var á leið að fá sér feitan hamborgara.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 00:07
30. fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar
Óhætt er að segja að þessi fundur okkar í bæjarstjórn Fjallabyggðar hafi verið með þeim lengri en hann hófst kl 17 á Siglufirði í dag og lauk rúmlega 22 í kvöld.
Mörg mál voru til afgreiðslu og umræðu en bæjarstjórn fundaði síðast í Júlí og eftir það fór bæjarráð með stjórnsýsluvaldið. ég sit einnig í bæjarráði og er næsti fundur nk fimmtudag og er hann nr 103 ég hef þá setið 102 fundi og er ég mjög ánægður með þann árangur. við ræddum meðal annars um allar þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað í sumar t.d. nýbygging við leikskólann í Ólafsfirði gatnaframkvæmdir í Siglufirði og svona mætti lengi vel telja.
það er nú samt svo að alltaf má gera meira og ég tala nú ekki um betur, en það er nú svo með okkar samfélag að þeir eru ófáir "sérfræðingarnir" á öllum sviðum þegar kemur að framkvæmdum. Vonandi verða þeir í framboði til næstu kosninga, þá verður sveitafélagið ekki á flæðiskeri statt.
Pólitíkin er að komast á fullt við ætlum að vera með félagsfund í Framsóknarfélögunum í Fjallabyggð á fimmtudagskvöldið og verða bæjarmálin rædd ofan í kjölinn og maður lifandi veitingarnar þær eru all svakalegar get ég sagt ykkur, nú svo má segja frá því að Össur iðnaðarráðherra og ofurbloggari ætlar ásamt fríðu föruneyti að heimsækja okkur í Fjallabyggð nk föstudag ég hlakka mikið til að hitta Össur skemmtilegur náungi þar á ferð, Birkir Jón hefur nauðað í honum að koma og loksins fann Össur tíma fyrir okkur. Svo nk mánudag á að heimsækja fjárlaganefnd Alþingis og er eins gott að koma vel undirbúin fyrir þann fund, vinna þarf á laugardag og sunnudag að þeirri heimsókn.
Svona rétt í lokin þeim til upplýsinga sem tóku eftir því að nokkrar holur voru grafnar í gamla malarvöllinn þá var verið að taka jarðvegssýni vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda Búseta á svæðinu, en málið er loks að þokast á stað aftur eftir töluverða bið.
9.9.2008 | 23:44
Sigurjón formaður?
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2008 | 10:43
Framhaldsskóli í Fjallabyggð með höfuðstöðvar í Ólafsfirði
Þá sér loks fyrir endann á því að skólinn verði að veruleika, þessi hugmynd ungs þingmanns okkar og bæjafulltrúa Birkis Jóns framsóknarmanns er loks orðin að veruleika, það var góður fundur með Jóni Eggerti verkefnisstjóra sem fram fór á Ólafsfirði og svo þremur tímum síðar á Siglufirði sl fimmtudag.
Það er ekki svo ósjaldan að ljóðlínurnar "urð og grjót uppí mót ekkert nema urð og grjót" hafi komið ansi oft uppí hugann undan farin misseri, við höfum mætt mikilli andstæðu ansi margra það verður að segjast eins og er og hef ég meðal annars fjallað um það hér áður á bloggi mínu, en til að gera langa sögu stutta þá er staðan núna þannig að héraðsráð Eyjafjarðar fer með málefni skólans.
Ástæðan er einfaldlega sú að héraðsráð hefur í gegnum tíðina komið að uppbyggingu framhaldsskóla við Eyjarfjörð í gegnum tíðina t.d VMA ogMA og fellur Fjallabyggð undir héraðsnefnd Eyjafjarðar í dag, en þetta nær frá Grenivík í austri og til Siglufjarðar í vestri og er stefnt að því að sveitarfélögin verði búin að skrifa undir samning með þátttöku í byggingarkostnaði fyrir 10 október.
Eins og lagt hefur verið upp þá verður skipuð fagnefnd sem verði verkefnisstjóra til halds og traust m.a. varðandi námsframboð, rekstur og húsnæðismálin. Skólinn verður undir eftirliti héraðsnefndar og eftir að undirskrift hefur farið fram þá verður skipuð byggingarnefnd sem verður skipuð fimm aðilum 2 frá menntamálaráðuneyti 1 frá fjármálaráðuneyti og 2 frá heimamönnum.
Það er gert ráð fyrir 70 milljónum á fjárhagsáætlun ríkisvaldsins árið 2009 40 milljónir í rekstur og 30 milljónir í hönnun og framkvæmdabyrjun.
Það kom meðal annars fram á fundi verkefnisstjóra á íbúafundunum að ljóst væri að skólahúsnæðið yrði ekki tilbúið haustið 2009 eins og stefnt var að í upphafi, og þá spunnust upp umræður um hvort að hefja ætti skólastarfið engu að síður þ.e.a.s. haustið 2009 og þá með hvaða hætti?
Það er tvennt í stöðunni í fyrsta lagi að fresta skólanum til haustsins 2010 eða að hefja skólastarfið 2009 og þá í fjarfundaformi á þremur stöðum fyrsta starfsárið. Eftir nokkra umræðu þá heyrist manni á að fólk sé tilbúið í að hefja reksturinn haustið 2009 og þá með þeim hætti sem áður sagði.
Ég var fyrst mjög efins með annað en að hefja starfið í fullbúnu húsi, en eftir að hafa hlustað á mörg sjónarmið þá tel ég ekkert vit í öðru en að hefja starfið í fjarfundabúnaði, ein ástæðan er sú að væntingin er mjög mikil að skólinn taki til stafa önnur ástæða er að gerð Héðinsfjarðargangna er eitthvað á eftir áætlun nú tala menn um mars 2010. Svo má ekki gleyma félagslega þættinum en krakkarnir hafa félagsskapinn hvert af öðru sem er mikilvægt.
Ef það verður ofan á að fjarfundarformið verður fyrir valinu þá sé ég þetta þannig fyrir mér að kennt verði í þremur stofum með kennari á einum stað í hvert skipti, það ætti ekki að vera neitt vandamál að finna hentugt húsnæði undir þessa starfsemi.
Við verðum að vera jákvæð í garð þessarar framkvæmdar og styðja hana með ráðum og dáðum og stefnum ótrauð á að fá glæsilegan menntamálaráðherra til að skrifa undir í Ólafsfirði 10 október.
5.9.2008 | 00:15
Frumburðurinn tvítugur í dag en þá var líka verkfall,,,,
Að hugsa sér að tuttugu ár séu liðin síðan geimsteinninn kom í heiminn, ég man eins og gerst hafi í gær já svei mér þá. Meðgangan gekk ekki vel það á víst að vera svo að konur þyngjast en nei ekki móðir hennar Mörtu minnar hún var meira og minna rúmliggjandi og gubbandi meirihluta meðgöngunnar. Við áttum okkur ákveðna ÆLU staði á leiðinni frá Kópavogi og á Landsann, já þetta var alveg ótrúleg meðganga, svo gerist það að komið er að fæðingu við gerum okkur klár og erum að koma okkur út í bíl þegar nágranni okkar stoppar okkur á bílastæðinu og fer að spjalla hann segir síðan eftir smá stund hvort að hann sé að tefja okkur ja við erum eiginleg á leið á fæðingardeildina og eins og við manninn mælt hann verður eins og ræfill og biður okkur í öllum guðanna bænum að láta hann ekki tefja okkur og koma okkur af stað sem og við gerum.
Þarna var nú svo komið að ÆLU staðirnir voru ekki lengur til staðar og við bæði farin að þyngjast já mar tók nú þátt í þessu með móðurinni, síðan er komið á spítalann og þá er okkur vísað til einhverrar konu í viðtal. Ég var nú ekki alveg að skilja þetta það átti að fæða barna en ekki vera að kjafta eitthvað, nú skemmst er frá því að segja að við vorum ekki búin að vera lengi þarna inni í loflausu herberginu að mér fannst Þegar ég þurfti nauðsynlega að komast út það var að líða yfir kallinn. Já nú er komið að ykkur hetjunum að segja nokkur vel valin orð gerið svo vel,,,,
Jæja eftir að þær hafa spjallað og kallinn komin með lit í andlitið þá er komið að því að koma sér í stellingar og á stofu, eftir nokkurn tíma þá kemur í ljós að ekki er allt með felldu og það þarf að taka röntgen mynd. En viti menn röntgenlæknar eru í VERKFALLI ég trillaði móðurinni í rúminu ásamt hjúkrunarfræðingi í einhverjum undirgöngum og síðan tók við eilífðar bið eftir einhverjum til að lesa úr myndunum en það kom loks læknir frá Garðabæ.
Ég man bara að ég var að fara á límingunum og móðirin sárkvalin en hún stóð sig eins og hetja. Nú loks kemur niðurstaða barnið er sitjandi omg ég ætla ekkert að fara nánar út í fæðinguna en hún gekk vel, það kom drauma prinsessa í heiminn.
Ég gleymi seint þeim degi þegar hjúkrunarkona bauð mér te og brauðsneið með osti þarna í fæðingarherberginu já já nei takk þetta var örugglega vel meint en listin var vægast sagt engin. Mér var sagt að ég hafi staðið mig vel og móðirin stóð sig eins og hetja.
Þegar ég kom heim um kvöldið þá hringdi vinur minn í blokkinni sem tafði okkur þarna á planinu, en þá höfðu þau skötuhjú beðið spennt eftir að ég kæmi heim. Hann sagði mér seinna að kærastan hafði skammað hann all svakalega fyrir að tefja okkur.. :)
En ég verð að segja nú þegar þið sem eruð að eignast sitt fyrsta barn og ljósmæður í verkfalli, farið ekki á taugum það er mjög gott og hæft fólk á spítalanum það er ég alveg viss um.
Marta mín hjartanlega til hamingju með daginn þú ert alger perla.
1.9.2008 | 20:11
Er Samfylkingin að valta yfir íhaldið?
Ætli það sé ekki farið að fara um einhverja íhaldspúka núna þegar þessi þjóðarpúls er tekinn?
ég þekki nokkra sem eru alveg að ærast yfir þessum "yfirgangi" Samhristingsins og allt það blaður sem einstaka ráðherrar hafa haft gagnvart efnahagslífinu og mörgum stórum málum. Ætli Einar Ben sé nokkuð ánægður með ummæli hæstvirts viðskiptaráðherra gagnvart olíufélogunum en tengist ekki Einar einhverju olíufélaganna?
Ég spáði þessari ríkisstjórn lífi til tveggja ára ætli það verði svo langt frá því, ja hver veit?
Samfylkingin með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 12:45
Örnefni í Sigluneshreppi
Ég var viðstaddur opnunar á vef sem fjallar um örnefni í Sigluneshreppi en formleg opnun var um verslunarmannahelgina og fór fram í Gránu verksmiðjuhúsi Síldarminjasafnsins.
Það eru þeir öðlingar og áhugamenn um örnefni Hannes Bald, Páll Helga og Örlygur sem hafa haft veg og vanda að þessari miklu vinnu og hafi þeir miklar þakkir fyrir.
Ég set inn vefslóðina á þennan skemmtilega vef og skora á alla þá sem áhuga hafa á örnefnum og einnig þá sem eru eða ætla að ganga á fjöll í og við Siglufjörð.
http://www.snokur.is/hvanndalir.html
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested