Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fundur með fulltrúum þriggja ráðuneyta

Ég fór á fund Halldórs Árnasonar skrifstofustjóra forsætisráðuneytis sl. fimmtudag ásamt þóri Kr bæjarstjóra Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Birki J Jónssyni formanni atvinnumálanefndar. Tilefni fundarins var umfjöllun um skýrslu þá sem ég vann fyrir sveitarfélagið vegna atvinnumála í Fjallabyggð.

Ásamt ofantöldum voru einnig á fundinum fulltrúi iðnaðarráðuneytis og menntamálaráðuneytis, Skemmst er frá því að segja að fundurinn var ágætur og farið vítt og breitt yfir sviðið. Stefnt er á að setja á laggirnar fimm manna starfshóp og á Fjallabyggð tvo fulltrúa. Stefnt er að taka til starfa í ágústbyrjun, en eins og er þá er stjórnsýslan komin í sumarfrí og þar af leiðandi gerist lítið á meðan.

Eftir fund fengum við okkur sæti við Austurvöll Café Paris og ræddum málin meðan beðið var eftir flugi aftur norður. Veðrið var alveg magnað og óhætt að segja að "erlendis bragur" hafi verið við kaffiborðin sem voru úti og fólk naut drykkja sinna hvort heldur var kaffi, öl eða léttvín. Ég velti fyrir mér hvort að yfirvöld séu hætt að (agnúast) út í þau veitingahús sem bera áfenga drykki út fyrir dyrnar?

það kom upp í huga minn í fluginu heim hvort að ekki hefði mátt hittast t.d  á Akureyri þar sem að fólk ráðuneytanna hefðu komið með flugi norður.

það er nú svo að það þykir alltaf sjálfsagt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi á fundi í borg óttans. Ég nefni annað dæmi sem mér finnst að mætti alveg endurskoða en það er þegar fulltrúar (oft þrír til fjórir) sveitarfélaganna eru boðaðir fyrir fjárlagnefnd Alþingis. En þar fær hvert sveitarfélag tuttugu mínútur til að fara yfir sín mál.

Væri ekki nær að alþingismennirnir kæmu til fundar við sveitarffélögin og þá væri hægt að setja fundi í kjördæmunum og halda þá kannski tvo fundi á sitthvorum staðnum innan kjördæmanna?

En þetta gerist kannski ekki fyrr en flugvöllurinn verður farinn úr Reykjavík, þá fer kannski ríkisvaldið að starfa víðar en í Reykjavík hver veit?


Í heimabæ ísbjarna

Ég fór á stjórnarfund SSNV í gær og var hann haldin á Sauðárkróki (heimabæ ísbjarna) óhætt er að segja að landtaka ísbjarna var mikið rædd manna á milli.

Félagið hefur í gegnum tíðina veitt Hvatningarverðlaun og nú var komið að fyrirtæki í Skagafirði og var það Sjávarleður sem fékk þau í þetta sinn. Nú margt annað var fjallað um og má þar nefna óánægju stjórnarmann með þá úthlutun sem svonefnd Norðvesturnefnd fékk í sinin hlut.

En það var lagt til atvinnulífsins 200-230 milljónir og er verið að bæta í þau opinberu störf sem fyrir eru. Óhætt er að segja að væntingar manna voru töluvert meiri, en að sjálfsögðu þakka menn fyrir það sem gert er og vonast jafnframt til að þetta verði upphafið að einhverju meira.

Ég ásamt Birki J formanni atvinnumálanefndar Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Þóri Kr bæjastjóra voru boðaðir á fund í forsætisráðuneytið á morgun og á að fjalla um skýrslu þá sem bæjaryfirvöld skiluðu af sér fyrir mánuði síðan. Ég hlakka til þessa fundar og hef fulla trú á að Fjallabyggð fái góðan stuðning frá hinu opinbera til eflingar atvinnulífsins því ekki veitir okkur af.

Annars var ég að fá ánægjulegar fréttir þess efnis að "passlega stórt" fyrirtæki hafi hug á að flytja starfsemi sína til Siglufjarðar, nóg er af auðu atvinnuhúsnæði, en þá kemur þetta með innvið samfélagsins er til nóg af húsnæði til sölu eða leigu? Nei því miður þá er það nú svo að ekki er um mikið framboð af slíku eða bara ekki neitt.

það kom bakslag í Búseta málið sem ég hef verið að vinna í undanfarið en ástæðan er einfaldlega sú að lánamarkaðir hafa lokað á lántökur eins og er. En við gefumst ekki upp það verður þá að finna aðrar leiðir og er verið að vinna í þeim, því get ég lofað. En auðvitað vildi maður sjá hlutina gerast miklu hraðar, þetta kemur með kalda vatninu eins og segir einhverstaðar.

Tekið af heimasíðu SSNV

Hvatningarverðlaun SSNV atvinnuþróunar til Sjávarleðurs hf á Sauðárkróki
24. júní 2008

Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.
Að þessu sinni er það fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki sem hlýtur verðlaunin vegna þess frumkvæðis og framsýni sem stjórnendur og starfsmenn hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins og þróunar á gæðavörum sem orðnar eru eftirsóttar innan lands og utan.


Sjávarleður hf. var stofnað árið 1995.
Stærstu eigendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Norðurströnd á Dalvík og Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri félagsins.

Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt metnað í þróun á vönduðum vörum og vinnur nú eitt fyrirtækja í Evrópu að sútun fiskroðs með þeim aðferðum sem þar eru notaðar. Ársverk hjá Sjávarleðri hf. eru sjö og vörur félagsins eru seldar um heim allan. Stærsti vöruflokkur félagsins er sútað fiskroð sem selt er til framleiðslu fatnaðar, skóbúnaðar og fylgihluta og hefur sjávarleðrið verið eftirsótt gæðavara. 


Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju

Ég var á báðum áttum með að fara í messuna sem Sr. Sigurður auglýsti með dreifibréfi í öll hús á Sigló í dag. Ég fór að huga að yngri dömunni minni og vinkonu hennar sem er hérna í heimsókn hjá okkur og fann þær á gervigrasvellinum að ganga tólf, já þær voru sko ekkert að fatta það að klukkan væri að ganga tólf enda veðrið alveg eins og best er á kosið logn og blíða. Svo þegar við erum að keyra heim þá spyr ég þær hvort að það væri ekki gaman að fara í miðnætur messuna og fræðast um uppruna Jónsmessu og af hverju hún er nefnd svo, þær voru til í það.

Nú skemmst er frá því að segja að mæting var góð og messan róleg og þægileg í alla staði, meðhjálparinn hringdi svo kirkjuklukkum klukkan tólf og hafði prestur á orði að vonandi yrði hann ekki kærður fyrir að raska ró bæjarbúa.  Sr. Sigurður spurði hversu margir vissu um nafngift þessar Jónsmessu, ekki fóru margar hendur á loft. En Jónsmessan er skýrð eftir Jóhannesi Skírara en hann var áður nefndur Jón, svo nú vitum við það.

það var magnað að koma út úr kirkjunni okkar svona seint að kvöldi  kvöldsólin skein svo fallega "hinum megin í firðinum" en svona tölum við, það er t.d. talað um að fara yfir um þegar skroppið er hinum megin í fjörðinn nú eða það er komið að handan þegar komið er þeim megin frá.

Ég hef farið á nokkrar kertamessur í vetur og líkar mér það vel róleg og notaleg kvöldstund þar sem mikið er sungið og síðan fá þeir sem Það vilja smurðar hendur sínar, vonandi er þetta komið til að vera svona Jónsmessa í Siglufjarðarkirkju.


Frítt í sund í Fjallabyggð fyrir grunnskólabörn

Ég var á 96. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, já þeir eru orðnir 96 omg en þar var þar samþykkt samhljóða að veita öllum grunnskólabörnum frítt í sund, þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum á landinu með ágætis árangri. Þeir sem greitt hafa fyrir árskort og önnur kort fá þau endurgreidd, ég vona svo sannarlega að börnin okkar og einnig öll börn á grunnskólaaldri sem heimsækja Siglufjörð og Ólafsfjörð komi til með að "fíla" þetta í botn.

Á fundinn kom Gunnar Smári framkvæmdarstjóri Seyru og fór yfir stöðu mála varðandi sorphirðu og moltugerðarmál, en Seyra hefur sótt um starfsleyfi fyrir flokkunarstöð og von er á svari frá Umhverfisstofnun á næstu dögum. Einnig kom Gunnar með tilboð frá Seyru varðandi sorphirðu og umsjón gámasvæðis. Bæjarráðsmönnum leist vel á tilboðin og verður málið skoðað vel og vandlega og þá ekki síst með tillit við þá starfsmenn sem hafa haft með þessi mál að gera og staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina.

Annars er það helst að frétta að framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í sveitarfélaginu, unglingavinnan á fullu og allt að gerast. Ég hlakka mikið til helgarinnar en þá er mikil Jónsmessuhátíð í Síldarminjasafninu í samvinnu við Fjallabyggð og skora ég á alla sem áhuga hafa á að heimsækja Síldarminjasafnið heim. Ég var að fá af því fréttir að fyrsta siglingakeppnin -Iceland midnight sun race- hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðuraðstæðna og er það miður.

Sigmar B Hauksson verkefnisstjóri sem hefur veg og vanda að þessari einstöku siglingu er fullur bjartsýni um að keppni þessi sem á næsta ári verður alþjóðlegur viðburður eigi eftir að slá í gegn og er ég sammála Sigmari, en Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um þetta verkefni.

Skoðið vef Fjallabyggðar til að sjá dagskrá Jónsmessuhátíðar...... 


Er á lífi annað en ísbirnir sem heimsækja Skagafjörð

Jæja er loksins komin aftur í samband við netheiminn eftir nokkra fjarveru vegna bilunar, sko í tölvunni. Skrítið að vera svona sambandslaus við netheiminn, ég þurfti að skreppa í borg óttans sl föstudag og var í vafa hvort að ég ætti að fara yfir Þverárfjall en eftir nokkra umhugsun var ákveðið að taka með hólkinn og það yrði sko ekkert stoppað til að fá sér ferskt loft eða vökva móður jörð.

Ég átti ágætis helgi í borg óttans fór meðal annars á landsleik í handbolta Ísland-Makedónar góður vinur minn bauð mér og fórum við í VIP stúkuna fyrir leik mikil stemming og góðar snittur, hitti meðal annarra góða vinkonu mína Gurrý handboltahetju núverandi þjálfara kvennaliðs Fyllis. Stemmingin var mögnuð en sárt að tapa það vantaði svo lítið uppá að klára þetta.

Nú síðan var haldið heim á mánudegi yngri geimsteinninn og foreldrar mínir með í för, þegar við erum komin á stað fáum við símtal þess efnis að annar ísbjörn sé komin á land nú á Skagatá nánar í túnfætinum á Hrauni. Ja hérna er þetta það sem koma skal ísbirnir í Skagafirði vikulega eða því sem næst? Eins og áður sagði þá var hólkurinn með í för svo það var látið vaða yfir Þverárfjall á löglegum hraða að sjálfsögðu. Skemmst er frá því að segja að allir komust heim óbitnir.

Ég velti fyrir mér hvort að þessi björgunar aðgerð yfir höfuð eigi rétt á sér? Á að leggja í allan þennan kostnað við að flytja þessar skepnur til sinna heimkynna sem þeir eru svo að flýja í stórum stíl að því er virðist, eða þá að þeir verða skotnir þar sem til þeirra sést? En ég held svo líka að ég hefði haldið til hafs hefði ég séð Þórunni Ísbjarnardóttir umhverfisráðherra birtast fyrir framan mig í þeirri múnderingu sem hún var í.


Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband