Leita í fréttum mbl.is

Keppendur Midnight Sun Race eru farnir að tínast til landsins

Nú er aðeins rúm vika í hina nýju alþjóðlegu siglingakeppni Midnight Sun Race á Siglufirði sem verður haldin í fyrsta skipti á Jónsmessunni þann 20. júní n.k.
Fimm skútur, erlendar og innlendar, í þremur flokkum eru skráðar til keppni. Áhafnir þeirra er misstórar en búist er við að keppendur verði á milli 20 og 30.
Keppendur verða ræstir kl: 18:00 á laugardag. Siglt verður umhverfis Grímsey og til baka til Siglufjarðar. Keppendur sigla því yfir Norðurheimsskautsbaug og fá vottorð uppá það. Áætlað er að keppendur verði komnir í mark fyrripartinn á sunnudaginn 21. júní.
Mikil undirbúningsvinna liggur að baki keppninni, sérstaklega hvað varðar kynningu erlendis. Sigmar B. Hauksson hefur unnið að skipulagningu og kynningu keppninnar erlendis og væntir hann þess að keppnin verði eftirsótt í framtíðinni enda ein sinnar tegundar á svæðinu. Keppnin hefur þegar fengið umfjöllun í erlendum siglingablöðum og von er á erlendum blaðamönnum til að fylgjast með keppninni í ár.
Stefnt er að því að keppni þessi verði árlegur viðburður sem vaxi með hverju árinu og auki ferðamannastrauminn til Fjallabyggðar. Auk þess hefur verið unnið markvist að því síðastliðin tvö ár að kynna fyrir skútueigendum aðstöðu til vetrarlegu sem er til staðar á Siglufirði og þá þekkingu og þjónustu sem er á staðnum til viðgerðar og viðhalds á skútum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar, tengill HÉR
tekið af vef sksiglo.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94651

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband