21.5.2009 | 00:18
Bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktar um sjávarútvegsmál
Á 38. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 19. maí þá var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Það er ljóst að skiptar skoðanir eru milli fólks hvar sem það stendur í pólitík og sitt sýnist hverjum um kosti og galla kerfisins eins og það er í dag.
Hagsmunir útgerða í Fjallabyggð og starfsfólks þeirra og byggðalagsins alls eru gríðarlega miklir. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan eru aflaheimildir á hvern íbúa einungis meiri í Grindavík og Vestmannaeyjum.
Byggðalag | kg. þorskígildi pr. íbúa | |
Gindavík | 9.069 | |
Vestmannaeyjar | 7.145 | |
Fjallabyggð | 6.869 | |
Snæfellsnes | 6.837 | |
Hornafjörður | 6.380 | |
Austfirðir - N | 4.416 | |
Austfirðir - S | 3.710 | |
Vestfirðir - S | 3.562 | |
Vestfirðir - N | 3.423 | |
Skagafjörður / Skagaströnd | 2.597 | |
Eyjafjörður | 1.696 | |
Reykjanes | 815 | |
Höfuðborgarsvæðið | 219 |
Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveiðistjórnunarkerfið og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna.
Það skiptir mjög miklu máli hvernig haldið er á fjöreggi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um hvernig mál hafa skipast, en það er engu að síður ljóst að fara verður afar varlega í allar stórtækar breytingar á stjórn fiskveiða.
Samdráttur í aflaheimildum hefur verið útgerðum vinnslu og sveitarfélaginu afar erfiður á síðari árum og hafa sjávarútvegsfyrirtækin reynt að laga sig að aðstæðum með hagræðingu og viðskiptum með aflaheimildir eins og hægt hefur verið, og þá oft skuldsett sig til framtíðar.
Að framansögðu varar bæjarstjórn Fjallabyggðar við breytingum á stjórn fiskveiða sem ekki eru gerðar í samráði við hagsmunaaðila í greininni og gætu valdið óstöðuleika og óvissu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.
Jafnframt hvetur bæjarstjórnin ríkisstjórnina til þess að vinna að varanlegri sátt um sjávarútvegsmál með víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila í greininni svo og sveitarfélög.
Þar lýsir bæjarstjórn Fjallabyggðar sig reiðubúna að koma að borðinu ef óskað verður eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.