20.5.2009 | 00:13
Nám á framhaldsskólastigi í Fjallabyggð
það var og hefur verið baráttumál okkar bæjarfulltrúa í Fjallabyggð að berjast fyrir því að framhaldsskóli rísi í Ólafsfirði. það var Birkir Jón Jónsson sem var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þessa efnis og svo gerðist það loksins í vetur að menntamálaráðherra sem var ekki búin að vera lengi í starfi undirritaði samning þess efnis að skólinn var stofnaður.
Ég hélt að nú í ljósi aðstæðna í samfélaginu að fólk hefði sýður efni á að senda börnin sín í burtu til náms á fyrsta ári í framhaldsskóla, en önnur virðist vera raunin hvað ásókn í skólann varðar á Siglufirði.
Eflaust eru skýringar á þessu eins og öllum öðrum hlutum en engu að síður þá hélt ég og margir aðrir að ásóknin yrði meiri hjá fyrsta árs nemendum.
Tekið af vef Fjallabyggðar
Nám á framhaldsskólastigi í Fjallabyggð
Ert þú að ljúka 10. bekk í vor?
Langar þig í skóla í haust eftir að hafa verið í fríi frá námi?
Ertu í fullri vinnu og langar að taka nokkur fög á framhaldsskólastigi?
Nú er tækifærið! skoðaðu hvort framhaldsnám í Fjallabyggð hentar þér!
Framhaldsskóli í Ólafsfirði verður að veruleika og mun taka til starfa haustið 2010. Skólanefnd framhaldsskólans hefur verið stofnuð og bygginganefnd mun hefja störf fljótlega. Á meðan beðið er eftir framhaldsskólabyggingunni hefur verið ákveðið að hefja námið í námsveri í fjarnámi ef næg þátttaka fæst. Áætlað er að námsverin verði þrjú, eitt á Siglufirði, annað í Ólafsfirði og það þriðja á Dalvík. Nemendur skrá sig í Verkmenntaskólann á Akureyri.Kynningarfundir hafa verið haldnir í Ólafsfirði og á Siglufirði og rætt hefur verið við foreldra og nemendur sem eru að ljúka 10. bekk. Það er mikilvægt að fá þennan aldurshóp til að vera í heimabyggð næsta vetur, svo hægt verði að fara af stað með 1. árgang framhaldsskólans. Eldri nemendur sem munu fara á 2. og 3. ár næsta vetur, hafa sýnt námi í heimabyggð áhuga og vilja koma heim og er það afar ánægjulegt.
Umsóknareyðublöð til að sækja um skólavist má finna á heimasíðu VMA og á skrifstofu skólans ásamt brautum og almennum leiðbeiningum um valið og útfyllingu valblaðs.
Nemendur eru hvattir til að hafa samband við Ásdísi Birgisdóttur námsráðgjafa í VMA eða Ingimar Árnason kennslustjóra fjarnáms til að fá svör við vangaveltum og möguleikum sem henta þeim.
Einnig er hægt að hafa samband við Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar í símum 464 9208, 898 8981 eða á netfangið karitas@fjallabyggd.is
Dagskóli - Tveggja ára brautir eða nám til stúdentsprófs
Þeir sem ætla að stunda nám sem lýkur með starfsréttindum eða stúdentsprófi, skrá sig sem dagskólanemendur og greiða skólagjöld í samræmi við það. Nauðsynlegt er að skrá á umsóknina hvar þeir eiga lögheimili, á Siglufirði eða Ólafsfirði. Lágmarks einingafjöldi eru 9 einingar en fullt nám eru 16-18 einingar.
Nemendur munu vera þátttakendur í félagslífi VMA og munu einingarnar sem nemendur ljúka verða að fullu metnar inn í VMA eða jafnvel aðra skóla. Nemendur munu stunda nám sitt í námsveri alla virka daga frá kl. 8 og fram á miðjan dag. Auglýst verður eftir framhaldsskólakennara sem mun halda utan um hópinn og aðstoða við skipulagningu náms, heimaverkefni o.fl.. Hann mun einnig kenna lífsleikni.
Nemendur verða í vikulegum tölvusamskiptum við kennara sína í VMA og fá send verkefni frá þeim vikulega sem nemendur vinna í einstaklings- eða hópavinnu. Einnig eru hugmyndir um að fagkennarar með framhaldsskólamenntun sem búsettir eru í heimabyggð, komi inn í kennslu. Þetta fyrirkomulag þekkist t.d. í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og hefur reynst mjög vel, enda eru nemendur að fá með þessu mikla aðstoð í náminu.
Ekki er búið að ákveða í hvaða húsnæði námsverið verður en ákveðin húsnæði koma til greina, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og munu nemendur fá að vita það fljótlega.
Vakin er athygli á því að nemendur sem stunda nám í heimabyggð sinni eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk frá Lánasjóði íslenskra námsmanna enda er eitt frumskilyrði fyrir styrk að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.
Lokadagur fyrir umsóknir um haustönn 2009 er 11. júní
Farnámsnemendur sem stunda vinnu
Nemendur geta valið sér eitt fag eða fleiri í fjarnámi, eða eins og þeir treysta sér til. Nemendur skrá sig í fjarnám á heimasíðu VMA og tiltaka hvar námsverið þeirra er staðsett. Einingar sem nemendur ljúka verða metnar af VMA. Hugmyndir eru uppi um að hafa námsverið eitthvað opið um helgar eða á kvöldin sem fjarnámsnemendur geta nýtt sér svo þeir einangrist ekki og geti komið saman, rætt málin og unnið að verkefnum.
Innritun á haustönn 2009 fer fram 5. til 16. ágúst 2009
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
"Framhaldsskóli í Ólafsfirði verður að veruleika og mun taka til starfa haustið 2010." -- er þetta ekki villa? Á ekki að byrja haustið 2009?
Margrét Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.