Leita í fréttum mbl.is

Lausnir fyrir okkur öll

 

Vissir þú að...

... 68 ára munur er á yngsta og elsta frambjóðanda framsóknarmanna fyrir kosningarnar í vor.
 
... elsti frambjóðandinn, Tómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri er 86 ára. Hann skipar 22. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður.
 
... Einar Freyr Elínarson skipar 6. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Auk þess að vera yngsti frambjóðandi Framsóknarflokksins er hann yngsti bóndi landsins, aðeins 18 ára gamall.
 
... meðalaldur nýrrar forystu Framsóknarflokksins er rúm 33 ár. Til samanburðar er meðalaldurinn í framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna u.þ.b. 26 ár.
 
... meðalaldur þingmanna Framsóknar er tæp 42 ár. Næstur í röðinni kemur þingflokkur Samfylkingarinnar en þar er 50 ára meðalaldur. Hjá Sjálfstæðismönnum er meðalaldurinn rúmlega 50 ár og hjá Vinstri grænum er hann rúmlega 54 ár. Hæstur er meðalaldurinn hjá Frjálslynda flokknum eða tæp 59 ár.
 
... konur eru 57% þingmanna framsóknarmanna í dag og er það hæsta hlutfall kvenna í blönduðum þingflokki sem sögur fara af á Íslandi.
 
... síðasta framkvæmdastjórn flokksins var aðeins skipuð konum en þá gegndu konur embættum formanns, ritara, formanns þingflokks, SUF og LFK.
 
... Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sextándi formaður Framsóknarflokksins og jafnframt sá yngsti til þess að gegna því embætti. Hann varð 34 ára 12. mars sl.
 
... í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í ár eru 126 einstaklingar, 60 konur og 66 karlar. Konur eru því 48% af frambjóðendum flokksins.
 
... algengustu nöfn frambjóðenda framsóknarmanna eru Einar, Guðmundur og Magnús. Fjórir frambjóðendur bera hvert þessara nafna.
 
... meðalaldurinn á framboðslista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi er aðeins rétt rúmlega 36 ár.
 
...meðalaldurinn á framboðslista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi er rúm 39 ár, í Suðurkjördæmi er hann rúm 42 ár, í Suðvesturkjördæmi rúm 45 ár, Reykjavík norður rétt rúmlega 45 ár og í Reykjavík suður rúm 49 ár.

 

XB hringur Pantone an skyggingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband