Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn í Fjallabyggð

þá er forsetinn á leið í heimsókn til okkar í Fjallabyggð en hann er væntanlegur til Siglufjarðar nk miðvikudag.

Ég velti fyrir mér hvort að búið verði að moka Lágheiðina en samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar þá átti að byrja að moka eftir 20 mars.

Forsetinn ætlar að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar að morgni miðvikudags og keyra síðan til Siglufjarðar og dvelja þar til loka dags heimsækja fyrirtæki og stofnanir síðan fara til Dalvíkur og gista þar.

Daginn eftir á síðan að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í Dalvík og Ólafsfirði, skemmst er þess að minnast að tvær konur úr bæjarstjórn létu sig hafa það að fara yfir Lágheiði á snjósleðum til að mæta á bæjarstjórnarfund og tók ferðalagið rúma klukkustund í stað þess að keyra lengri leiðina og tekur það um þrjár klukkustundir, þetta eru aðstæður sem við búum við þegar styttri leiðin er ekki fær en hún er ekki nema 60 km.

Ég velti fyrir mér hvort að heimsókn forseta komi til með að skila einhverju til okkar þá er ég að meina atvinnulega séð?

Í allri þeirri umræðu og öllu því hruni sem er að eiga sér stað á vinnumarkaðinum þá minnist ég þess að á síðastliðnum 10-15 árum þá hafa lagst af rúm 300 störf í sjávarútvegi og honum tengdum bara á Siglufirði.

Við þekkjum það hérna að niðursveiflan hefur verið gríðarleg og atvinnuleysi var hér áður mikið, en nú í allri svartsýnis umræðu þá eru blikur á lofti ný fyrirtæki eru að fara af stað skipum er að fjölga og framhaldsskóli verður reistur og starfsemin hefst í haust, segja má að horfur séu bjartari en verið hafa undanfarin ár.

En ljóst er að á Siglufirði er ekki að koma "stór" vinnustaður eins og var hérna áður fyrr eins og var þegar Síldarverksmiðjum ríkisins eða annað í þeim dúr starfaði, en fleiri smærri fyrirtæki eru að skjóta rótum og er það ekki slæm þróun að mínu mati.

Fyrir rúmu ári síðan þá var unnin skýrsla af sveitarfélaginu fyrir Forsætisráðuneytið um atvinnuástandið og tækifæri í sveitarfélaginu, það átti að vinna í þessu í septemberbyrjun á síðasta ári en svo kom bankahrunið og allt sem því fylgdi.

Nú hefur aftur kviknað ljós og blikur á lofti dusta skal rykið af skýrslunni og vinna sett í gang það eru mjög góðar fréttir og er ég þess full viss að þetta eigi eftir að skila nýjum störfum í Fjallabyggð áður en langt um líður.

Tekið að vef Fjallabyggðar

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heimsækir Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð í vikunni.

Forsetinn verður á Siglufirði á miðvikudag, í Dalvíkurbyggð fyrri part fimmtudagsins og í Ólafsfirði seinni partinn. Hann mun heimsækja fræðslustofnanir, menningarstofnanir, öldrunarstofnanir og valin fyrirtæki í sveitarfélögunum tveimur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband