Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í NA treg til jafnræðis

það kemur á óvart að lesa á www.visir.is eftirfarandi

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í gærkvöldi.

Þar eru nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson alþingismaður auk þess sem Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sætinu og greiddu þeir allir atkvæði gegn tillögunni. Um tíma gengu konur af fundinum en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt og jafnframt tillaga um opið prófkjör.

Tekið af heimasíðu Samfylkingar......

Jafnræði kynja í forystusætum
Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar.

Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar.

Minnt skal á ítrekaðar landsfundasamþykktir flokksins frá 2003 og 2005 þar sem því er heitið að viðhalda jafnréttismarkmiðum "hvarvetna innan flokksins" (2003) og að gripið skuli til "sérstakra aðgerða til að jafna hlut kynjanna" (2005).

Stjórn Kvennahreyfingarinnar vekur á því athygli að við stofnun Samfylkingarinnar árið 2000 voru kynjahlutföll jöfn í hópi þingmanna. Nú, áratug síðar, er einungis þriðjungur þingmanna flokksins konur, eða sex konur og tólf karlar. Við þetta verður ekki unað.

Við skorum því eindregið á kjördæmisráð flokksins um land allt að standa við landsfundarsamþykktina frá 2005 og grípa til sérstakra aðgerða til þess að jafna hlut kynjanna í leiðandi sætum framboðslistanna fyrir næstu alþingiskosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband