Leita í fréttum mbl.is

Bóndinn á Bessastöðum

Í allri þeirri umræðu og öllum þeim mótmælum sem hafa verið þá þykir mér ekki fara mikið fyrir gagnrýni hvað þá mótmælum gagnvart forseta vorum. Ætli "þjóðin" þ.e.a.s. þeir sem telja sig talsmenn og mótmælendur þjóðarinnar hafi gleymt forseta vorum eða er það embætti of heilagt og hafið yfir gagnrýni og potta og pönnuglamur að þeirra mati?

Það er orðið merkilegt í mínum huga að hundurinn á býlinu hann Sámur fær orðið meiri og jákvæðari umfjöllun en bóndinn sem líkt er orðið við Arabahöfðingja.

Eða eru Bessastaðir of nálægt "þjóðinni" eins og gerðist þegar ráðist var í Hellisheiðavirkjun þá heyrðist ekkert í ríkisreknu rithöfundunum eða ríkisreknu tónlista eða leikara fólkinu. Virkjun sem er þess valdandi að fólk í næsta nágrenni er með höfuðverk og ælandi ef vindátt er þeim óhagstæð.

Ég rakst á þessa grein í DV já DV sem er með ritstjóra sem birtir það sem eigenda blaðsins er þóknanlegt.

Villigötur forsetans

 

Reynir Traustason

rt@dv.is

Leiðari Föstudagur 13. febrúar 2009 kl 07:59

Aldrei hefur embætti forseta Íslands átt eins mikið á brattann að sækja og nú. Ólafur Ragnar Grímsson þarf að una því að vera í neikvæðri umræðu dag eftir dag. Að vísu er það þekkt staðreynd að ákveðinn hluti Sjálfstæðisflokksins hefur af annarlegum ástæðum lagt fæð á forsetann allt frá því hann var fyrst kosinn og viljað láta leggja niður embættið. Einstakir fjölmiðlar hafa nært þá umræðu.

En það hefur fjölgað í hópnum. Vísbendingar eru uppi um að einungis helmingur þjóðarinnar sé sáttur við störf hans. Það hlýtur að teljast vera áfall fyrir forsetann og aðra þá sem vilja embættinu vel. Forsetinn hefur sýnt bæði góðar og slæmar hliðar á löngum embættisferli sínum. Oftast hefur hann komið fram sem sameiningartákn þjóðarinnar í gleði sem sorg. Undanfarin ár hefur ímynd hans breyst í þá veru að hann hefur verið eins konar söngstjóri útrásarinnar og lítið skeytt um þjóðina sem heima sat.

Sú umræða hefur nú dúkkað upp að hann eigi að segja af sér. Ólafur Ragnar reyndi í áramótaávarpi sínu að biðjast afsökunar á sínum þætti í stóru bólunni sem sprakk. Óljóst er hvort afsökunarbeiðnin verður tekin til greina. Vandi Ólafs er hins vegar sá að hann og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, snobba fyrir erlendum fjölmiðlum en sniðganga þá íslensku. Þar hafa þau misst fótanna því deilur hjónanna hafa ratað inn í heimspressuna og til Íslands.

Túlkuð ummæli Ólafs Ragnars um að Íslendingar eigi ekki að greiða það tjón sem sparifjáreigendur erlendis verða fyrir hafa valdið miklum vandræðum. Embætti þjóðhöfðingjans hefur sett niður með þessu. Aldrei fyrr hefur svo neikvæð ímynd leikið um Bessastaði. Forseti sem sniðgengur þjóð sína er á villigötum. Hann verður að taka sér tak og ná aftur hylli Íslendinga. Annars er eins gott að hann fari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband