Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fólk tilbúið í slaginn

Eftir góðan miðstjórnarfund hjá Framsóknarflokknum þá verð ég að segja að það eru miklir breytingartímar að ganga í garð hjá Framsókn.

Nú sér maður ný nöfn sem eru að bjóða krafta sína til starfa og til framboðs í öllum kjördæmum. Það eru að koma til baka framsóknarfólk sem hafði yfirgefið flokkinn af ýmsum ástæðum, þetta er jákvætt og vonandi verður þetta fólk allt sem eitt tilbúið að leggjast á árarnar og vinna með flokknum og vinna í þeim málefnum sem hann stendur fyrir.

tekið af vef Framsókn.is

Fjölmennur miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn í dag, sunnudag, í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Mikil stemning og samstaða ríkti á fundinum og kom m.a. fram mikil ánægja með framgöngu nýrrar forystu og þingflokks framsóknarmanna í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna daga.

Á fundinum var eindregnum stuðningi lýst við þá afstöðu þingflokks framsóknarmanna að verja minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar vantrausti fram að alþingiskosningum í lok apríl. Var jafnframt mikilli ánægju lýst með skilyrði framsóknarmanna fyrir vantraustsyfirlýsingu við nýja ríkisstjórn en þau lúta m.a. því að alþingiskosningar fari fram eigi seinna en 25. apríl næstkomandi og að strax verði ráðist í aðgerðir til að koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs, auk þess sem komið verði á stjórnlagaþingi sem semji nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband