Leita í fréttum mbl.is

Framhaldsskólinn í Ólafsfirði ÞKG stendur við orð sín.

Flott frétt á visir.is Orð í tíma töluð, nú er bara að halda áfram að hola steininn.

Fréttablaðið, 16. des. 2008 05:45

Minna fé í skóla og rannsóknir

Menntamálaráðuneytið á að hagræða um þrjú prósent, eða sem nemur þremur milljörðum króna, samkvæmt sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Rannsóknaframlagi upp á 800-900 milljónir er frestað og gerð þriggja prósenta hagræðingarkrafna á háskóla og framhaldsskóla. Hún á að skila samtals 900 milljónum króna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að sparnaðaraðgerðirnar reyni á þanþol skólakerfisins. „Allir gera sér grein fyrir að þetta er áhlaup og verður erfitt alls staðar. Í kreppu er ekkert undanskilið en við reynum að láta þetta verða sársaukaminna fyrir velferðarkerfið og menntakerfið," segir hún.

Háskólar landsins verða með sama rannsóknarfjármagn á næsta ári og á þessu ári því nýjum framlögum er frestað. „Við þurfum að þjappa í skólana. Við þurfum að halda skólunum opnum en nú þurfa þeir að sýna fram á að þeir geti þjappað og breytt í sínum rekstri," segir hún.
Þorgerður Katrín segir að haldið verði áfram með nýja skóla, til dæmis í Mosfellsbænum og við utanverðan Eyjafjörð.

Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, stendur vel. Hann á að spara milljarð. Þorgerður Katrín vonast til að geta nýtt eigið fé sjóðsins. „Það er eins skiptis aðgerð og því er spurning hvort við blöndum vaxtahækkun saman við en hún skilar sér ekki fyrr en eftir átta til tíu ár. Við þurfum að koma með tillögur sem leysa vandann á næstu tveimur árum." - ghs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband