Leita í fréttum mbl.is

Síldarbærinn Siglufjörður varð í gærkvöldi að listabænum Sigló

Í gærkvöldi stóð Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu heimsóttar voru átta listastofur og úrvalið af listmunum var með ólíkindum. Ég eins og svo margir aðrir voru nánast orðlausir yfir öllum þeim munum og öllu því fólki sem stundar list sína í ekki stærra samfélagi. Ég held að óhætt er að segja að Síldarbærinn gamli sé að breytast í listabæ.

Ég vil nota tækifærið og færa þessu fólki mínar bestu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og hvet þau til að halda áfram á sömu braut, og ekki má gleyma þætti Ferðafélags Siglufjarðar sem stóð fyrir þessu öllu hafið bestu þakkir öll. Nánar má sjá um þetta á vef sksiglo.is

Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu í gærkvöld þar sem heimsóttar voru vinnustofur listamanna á Siglufirði. Rétt innan við hundrað manns tóku þátt í göngunni að listamönnunum meðtöldum og skemmtu sér hið besta.
Gangan hófst við jólatréð á torginu en þaðan var haldið í Gallerí Sigló, Iðjuna og Sjálfsbjargarhúsið. Síðan í vinnustofu Fríðu og  í Kvennasmiðjunna sem staðsett er í Pólar. Þaðan lá leiðin í Herhúsið til ljósmyndaranna Kevin Cooley og Bridget Batch og í endann var svo litið inn hjá Abbý og Bergþóri Mortens. Fólk hafði orð á því hve listaflóran er fjölbreytt hér á Siglufirði og hve fjölmennur hópur fólks stundar listsköpun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Já ferlega fúlt að komast ekki. Búin að skoða myndirnar á sksiglo og alveg ljóst að maður verður að kíkja á allt þetta listafólk og þeirra vörur við fyrsta tækifæri.

Mæti að ári - gerum ráð fyrir að veður verði gott eða göngin hleypi okkur austurbæingum í gegn.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband