Leita í fréttum mbl.is

Vilji til að halda byggingu tónlistarhússins áfram, forgangsröðun á hreinu hjá báðum ríkisstjórnum

tekið af www.visir.is

Það má ekki gerast að tónlistarhúsið verði gapandi sár í miðborginni, segir menntamálaráðherra. Borgarstjóri og menntamálaráðherra munu hittast í næstu viku til að fara yfir hvernig ríki og borg geti haldið áfram með verkefnið.

Fréttastofa Stöðvar tvö sagði frá því í gær að Portus hafi gefist upp á verkefninu. Félagið hafði verið í viðræðum við Austurhöfn, sem er í eigu ríkis og borgar, um að yfirtaka verkefnið en engin niðurstaða hafði fengist. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir pólitískan vilja fyrir því að halda verkefninu áfram.

Náist ekki samkomulag milli ríkis og borgar að halda verkinu áfram er gert ráð fyrir að framkvæmdir muni stöðvast í næstu viku. Ekki náðist í Sigurð Ragnarsson, framkvæmdastjóra Austurhafnaverkefnisins hjá íslenskum aðalverktökum, til að svara því hvort að einhverjum af þeim 200 starfsmönnum sem vinna að byggingu hússins hafi verið sagt upp störfum.

Þorgerður Katrín segir mikilvægt að halda verkinu áfram m.a. til þess að halda uppi atvinnustiginu í landinu.

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Samfylkingar

Nýtt jafnvægi í efnahagsmálum


Brýnasta hagsmunamál heimilanna og fyrirtækjanna í landinu er að endurheimta jafnvægi í efnahagslífinu og tryggja þannig lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Endurskoða þarf skattkerfið og almannatryggingarnar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks og leggja grunn að réttlátari tekjuskiptingu. Samfylkingin vill:

  • Efna til náins samstarfs milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir á sviði efnahags- og félagsmála sem myndað geti þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum.
  • Tryggja jafnvægi og ábyrgð í hagkerfinu sem er forsenda þess að vextir og verðbólga lækki til muna og gengisstöðugleiki aukist.
  • Bæta skipulag hagstjórnar af hálfu hins opinbera til þess að efnahagsaðgerðir verði samstilltar og markvissar.
  • Ákvarðanir um stórvirkjanir og tengdar framkvæmdir verði teknar með tilliti til umhverfissjónarmiða og jafnvægis í efnahagsmálum.
  • Setja hagstjórninni þau markmið að þjóðin hafi í næstu framtíð raunhæft val um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru.

Ég get ekki stillt mig um að feitletra eins og sést ekki ætla ég Samfylkingu að standa við allt sem hún segir, einfaldlega vegna þess að margt hefur breyst í heiminum eftir að hún komst til valda og þá ekki til góðs.

Nei það sem ég feitletra er áhugavert að mínu mati í ljósi orða ráðherra íþrótta og menntamála hérna að ofan. Spennandi að sjá hver verður forgangsröðun hjá þessum tveimur ríkisstjórnum á klakanum kalda.

Annarsvegar sú er kennir sig við einstaklingsfrelsi og allt gefins til vina og flokksfélaga.

Og svo hinnar sem kennir sig við jafnaðarmennsku og 50+ og fjölgar vinum og félögum í sendiherraembættum og annarstaðar sem þarf að koma sínum að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband