Leita í fréttum mbl.is

Dr. Gylfi Zoëga, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands

Mig langar að koma á framfæri hluta erindis sem Dr. Gylfi flutti á fjármálaráðstefnu sveitarfélag, Halldór Halldórsson formaður sambandsins hafði á orði að sennilega hefði engum tekist að flytja erindi um jafn alvarlegt mál á svona skemmtilegan hátt og Dr. Gylfi gerði. Það voru orð að sönnu eftir miklar umræður um ástandið í samfélaginu og kreppuna í Finnlandi ofl í þeim dúr þá var ekki laust við að ákveðin einkenni þunglyndis hafi sett svip sinn á ráðstefnugesti. En Dr.Gylfi náði að snúa þessu við á eftirminnilegan hátt, hafðu bestu þakkir fyrir.

Sjá nánar á www.samband.is 

Staða efnahagsmála – orsakir og framtíðarhorfur
Dr. Gylfi Zoëga, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
 

Síðustu fréttir af hagtölum síðustu mánaða

 Einkaneysla dróst saman um 3,2% milli ára.

Fjármunamyndun er talin hafa dregist saman um fjórðung. Mestu skiptir þar rúmlega 30% samdráttur atvinnuvegafjárfestingar, en íbúðafjárfesting dróst samanum rúmlega fjórðung og fjárfesting hins opinbera dróst saman um rúmlega 1½%. 

Þjóðarútgjöld drógust saman um 8%. Hafa þau ekki dregist meira saman frá því að farið var að birta ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga árið 1997.

Innflutningur dróst saman um 12% og verður að leita aftur til fyrsta fjórðungs ársins 2002 til að sjá meiri samdrátt innflutnings.

Áætlað er að viðskiptahallinn hafi numið 35% af landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi og skýrist hallinn að langmestu leyti af neikvæðum jöfnuði þáttatekna. 

Nýskráningar bifreiða voru 72% færri í ágúst en fyrir ári. Kaupmáttur minnkaði um 4,7% milli ára og hefur ekki minnkað jafn mikið frá því íoktóber 1993. 

Hættulegt ástand!

Eignaverð innan lands sem utan fara lækkandi. Skuldir fyrirtækja hækkandi vegna gengisþróunar.

Þetta veldur gjaldþrotum og útlánatapi fjármálastofnana. Vextir seðlabankans og útlánavextir banka mjög háir.

Því meiri verðbólga, þeim mun lengur verða háir vextir. Háir vextir eyða eiginfé fyrirtækja, bankakreppa ef eigið fé bankanna rýrist um of 

Október

Gjaldþrot þriggja stærstu bankanna.Hrun gjaldeyrismarkaðar.

Yfirvofandi gjaldþrot fjölda fyrirtækja og mikið atvinnuleysi.Mikil lífskjaraskerðing.En;

Umsnúningur í viðskiptum við útlönd, afgangur á vöruskiptum

 Framtíðin:

Gjaldþrot, atvinnuleysi og lífskjaraskerðing til skamms tíma, ca. út árið2009.

En betri tíð þegar til lengri tíma er litið:Þjóð sem lifir á verðmætasköpun og útflutningi en ekki á lántökum ogeignabraski, útflutningur stóreflist en innflutningur, byggingastarfsemi ogfjármálastarfsemi dregst saman.

Þjóð sem safnar eignum en ekki skuldum í útlöndum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband